14.3.2008 | 09:14
Hvernig á ekki að byggja upp traust
Borgarstjórn virðist eiga í vandræðum með að laga slæmt andrúmsloft sem virðist svífa yfir öllu og allt um kring á milli fylkinga meiri og minnihluta.
Í gær var haldinn vikulegur fundur borgarráðs og stóð hann yfir frá 9.40 til 15.00 eða í rúma fimm klukkutíma. Það er óvenjulangur fundartími borgarráðs og líklega hefur andrúmsloftið verið í samræmi við það.
Eftir fundinn var sagt frá því að skýrsla sem innihélt drög að svörum borgarráðs til umboðsmanns Alþingis varðandi pólitískt umboð Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, til að samþykkja samruna REI og Geysis Green Energy, hafi verið tekin af dagskrá fundar borgarráðs.
Drögin að svari við þessari fyrirspurn voru rædd á borgarráðsfundinum en síðan var ákveðið að taka málið af dagskrá og öll framlögð gögn dregin til baka.
Oddviti samfylkingarinnar sagði eftir fundinn að drögin að svörunum væru ekki í samræmi við raunveruleikann.
Áfram ganga brigslyrðin á víxl á milli manna og almenningur er lítið nær hver er að segja satt og hver ekki.
Í lok fundarins bókar borgarstjóri síðan vegna annars og óskylds máls þessi orð:
"framkoma borgarfulltrúa hver við annan og við embættismenn borgarinnar er með þeim hætti sem ekki hefur tíðkast í Borgarstjórn Reykjavíkur"
Er ekki komin tími til að borgarfulltrúar reyni að semja frið sín á milli og skapa vinnufrið til þess að koma góðum málum í verk. Ágreining manna á milli verður að leysa inna veggja borgarstjórnar en ekki í fjölmiðlum.
Að öðrum kosti er ekki líklegt að traust almennings gagnvart borgarstjórn breytist.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
- vestfirdingurinn
- golli
- bjarnihardar
- amman
- jp
- bjorkv
- bryndisisfold
- olimikka
- salvor
- agnesasta
- eyglohardar
- orri
- gudfinnur
- gesturgudjonsson
- korntop
- sveitaorar
- stebbifr
- helgasigrun
- kex
- garibald
- strandir
- hlini
- gullistef
- bleikaeldingin
- kristinhelga
- sigurdurarna
- perlaheim
- saethorhelgi
- tidarandinn
- gisliivars
- arndisthor
- kristbjorg
- ibb
- inaval
- fararstjorinn
- laugardalur
- lks
- hildurhelgas
- ingithor
- nonniblogg
- faereyja
Athugasemdir
sæl anna -
þetta er góð grein hjá þér.
mín skoðun er þessi að rekja megi það hve borgarstjórn í heild sinni er veik til dags b. eggertssonar.
fyrir kosningar tók hann þá afstöðu að hafna strax samstarfi við sjálfstæðisfólk og brjóta strax niður þann möguleika á sf og sjálstæðismenn myndi geta myndað meirihluta.
sf - þarf að finna nýjan oddvita fyrir næstu kosningar sem getur unnið með fólki úr öllum flokkum þá kanski verða ekki til svona veikir minnihlutar eins og bdsm listinn sem dæmir var.
Óðinn Þórisson, 15.3.2008 kl. 09:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.