Leita í fréttum mbl.is

Hvar finnur Samfylking bandamann?

Umræðan um Evrópumálin virðist loksins vera komin á dagskrá hér á landi. Öll umræða síðustu missera um veika stöðu krónunnar og stöðu efnahagsmála virðist hafa ýtt hressilega við mönnum.

Ingibjörg Sólrún sagði á ráðstefnu í Kaupmannahöfn í gær, að í næstu alþingiskosningum yrði kosið um Evrópumálin. Það er af hinu góða.

Málið þarfnast frekari umræðu í samfélaginu öllu, en að mínu mati þarf samhliða að hefja    aðildarumræður til þess að sjá hvað sé í boði fyrir mögulega aðild. Þá fyrst getur þjóðin tekið afstöðu og í framhaldi kosið um aðild að Evrópusambandinu. En til þess að slíkt gerist þarf að taka málið á dagskrá hjá stjórnvöldum.

Vandinn er hinsvegar sá að Samfylkingin er eini flokkurinn sem er með málið á stefnuskrá sinni og sá flokkur hefur ekki hreinan meirihluta. Því þarf að fá annan eða aðra flokka til liðs við sig í slíkan leiðangur.

Ólíklegt má telja að vinstri grænir eða sjálfstæðisflokkur setji málið á dagskrá í næstu kosningum.

Frjálslyndi flokkurinn ætti samkvæmt stefnu sinni í innflytjendamálum og sjávarútvegsmálum að vera á móti aðild, þótt einstakir félagar eins og Jón Magnússon og Ásgerður Jóna Flosadóttir tali fyrir aðild. Ólíklegt að samstaða náist innan flokksins um stefnubreytingu fyrir næstu kosningar.

Þá er Framsóknarflokkurinn einn eftir. Hann er klofinn í afstöðu sinni til ESB líkt og flestir aðrir flokkar. Núverandi formaður er ekki líklegur til þess að taka málið á dagskrá.

Þó tel ég fulla ástæðu að ætla að við næstu forystuskipti í flokknum verði reynt að koma flokknum hægra megin við miðju og setja á stefnuskrá flokksins að stefna að aðildarviðræðum. Slíkt getur orðið fyrr en varir og örugglega fyrir næstu kosningar.

Þá gæti Samfylking verið komin með bandamann í Evrópumálunum.

En mörg ljón eru enn í veginum og ekkert öruggt um það hvert framsóknarflokkurinn stefnir að loknum næstu kosningum. Slíkar  stefnubreytingar verða heldur ekki án átaka og aldrei að vita hvaða stefna verður ofaná.

Spennandi tímar framundan í íslenskri pólitík.


mbl.is Nýr gjaldmiðill innan 3 ára?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Fróðlegt að sjá griningu þína á stöðunni. Er ekki bara best í stöðunni að allt þokkalega þenkjandi fólk vinni að eflingu Samfylkingarinnar, frekar en að fara út í vopnaskak við Guðna og Bjarna? Þeir munu berjast hraustlega eins og Gunnar og Skarphéðinn. Verja sveitirnar allar og það mun væntanlega verða mikið blóðbað?

Gunnlaugur B Ólafsson, 12.3.2008 kl. 16:35

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

esb aðild er ekki á stefnuskrá þessarar ríkisstjórnar og því má segja að umræðan sé ótímabær og á varla rétt á sér.

Óðinn Þórisson, 12.3.2008 kl. 19:40

3 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Sæll Óðinn,

Í stefnuyfirlýsingu ríkistjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sem kynntur var þann 23. maí 2007 kemur eftirfarandi fram:

Opinská umræða um Evrópumál

Ríki Evrópusambandsins eru mikilvægasta markaðssvæði Íslands. Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) hefur reynst þjóðinni vel og hann er ein af grunnstoðum öflugs efnahagslífs þjóðarinnar. Skýrsla Evrópunefndar verði grundvöllur nánari athugunar á því hvernig hagsmunum Íslendinga verði í framtíðinni best borgið gagnvart Evrópusambandinu. Komið verði á fót föstum samráðsvettvangi stjórnmálaflokka á Alþingi sem fylgist með þróun mála í Evrópu og leggi mat á breytingar út frá hagsmunum Íslendinga. Nefndin hafi samráð við innlenda sérfræðinga og hagsmunaaðila eftir þörfum.

Þetta hlýtur að kalla á umræðu um Evrópumál.

Anna Kristinsdóttir, 12.3.2008 kl. 19:50

4 identicon

Góður vinkill hjá þér Anna.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 20:44

5 identicon

Æi, Anna mín, ég er orðinn svo ruglaður í þessari horngrýtis íslenzku pólítík að hið hálfa ætti að vera nóg. Eitt veit ég að göngum við í ESB þá missum við þau litlu yfirráð yfir fiskimiðunum sem eftir eru, en á móti koma aðrir hlutir sem sagt MANNRÉTTINDI sem hér eru fótum troðin. Með beztu kveðju.

bumba (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 21:26

6 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

við áttum að hafa náð góðum "díl" í ESB á undan Austurevropu...núna er ok, en voða seint og LÉLEG PÓLITÍK...þetta væl um fiskimiðin og sjálfstæðið er bara þykjustuleikur sem fólk kann ekki að hætta?

Kvótinn gengur nú til dæmis í erfðir, svo hvað hefur það með sjálfstæði þjóðarinnar að gera?...og svo er lítið eftir af fiski???

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.3.2008 kl. 03:07

7 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Við munum sitja ein að fiskveiðum á Íslandi eftir inngöngu í ESB. Þetta hafa yfirmenn sjávarútvegsstefnu ESB bent okkur á, en það vilja bara svo margir nota þetta sem gerviástæðu gegn aðild - sem á ekki við rök að styðjast.

Ég vona bara að umræðan haldi áfram af þeim krafti sem hún er að gera, og að atvinnulífið haldi áfram að þrýsta á Sjálfstæðisflokkinn - þá mun bara myndast þverpólitísk samstaða um að sækja um aðild og sjá hvernig aðildarsamningarnir eru. Með samningana í höndunum, þá fyrst mun umræðan geta komist upp úr þessum endalausa skotgrafarhernaði.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 13.3.2008 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband