11.3.2008 | 13:38
Áfallahjálp fyrir samfylkingarfólk
Í gær voru skipaðir þrír nýir sendiherrar hjá Utanríkisráðuneytinu. Einn þeirra var fyrrverandi ráðherra sjálfstæðisflokksins sem situr ekki lengur á þingi. Eins og alltaf þegar skipaðir eru sendiherrar úr röðum fyrrverandi stjórnmálamanna kemur fram gagnrýni á slíka skipun.
Slík skrif áttu sér ekki síst stað hjá félögum innan samfylkingarinnar. Hægt var að lesa margar slíkar færslur í gær á bloggsíðum. Meðal annars kom þetta fram í skrifum samfylkingarmanna:
"þegar fólk er komið inn fyrir ákveðinn hring í valda- og snobbstrúktúr landsins, virðist engu skipta hvort það er til einhvers nýtilegt eður ei - dansfélagarnir í innsta hring við kjötkatlana, finna því alltaf ný embætti" og "Ég get ekki sagt annað en ég hafi orðið fyrir talsverðum vonbrigðum þegar ég heyrði í dag að Sigríður Anna hafði verið skipuð sendiherra. Samtrygging. Samtrygging. Samtrygging".
En þetta er eitt af því sem fylgir því að vera við völd. Að útdeila gæðunum. Hér á landi er líka sérstækar venjur fyrir því hvernig slíkt er gert. Það verða samfylkingarmenn að venja sig við.
Skipan sendiherra með þessum hætti er ekkert nýtt. Fyrir á fleti sitja Guðmundur Árni Stefánsson, Tómas Ingi og Svavar Gestsson. Síðan er Eiður Guðnason í embætti alræðismanns í Færeyjum.
Fleiri mæta telja sem verið hafa í slíkum sendiherrastöðum, Jón Baldvin og Kjartan Jóhannesson og Markús Örn sem brátt hættir í Kanada.
Allir flokkar hafa unnið svona. Ef þeir hafa á annað borð hafa verið við völd. Það er helst að framsóknarmenn hafi gleymst í þessari skipan. Man að minnta kosti ekki eftir neinum sendiherra á þeirra vegum í augnablikinu.Slíkar eru venjurnar í samtryggingu stjórnmálanna. Svona verður þetta líka áfram. Nema auðvitað Samfylkingin ákveði að breyta þessu. Til þess hefur hún stöðu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
-
vestfirdingurinn
-
golli
-
bjarnihardar
-
amman
-
jp
-
bjorkv
-
bryndisisfold
-
olimikka
-
salvor
-
agnesasta
-
eyglohardar
-
orri
-
gudfinnur
-
gesturgudjonsson
-
korntop
-
sveitaorar
-
stebbifr
-
helgasigrun
-
kex
-
garibald
-
strandir
-
hlini
-
gullistef
-
bleikaeldingin
-
kristinhelga
-
sigurdurarna
-
perlaheim
-
saethorhelgi
-
tidarandinn
-
gisliivars
-
arndisthor
-
kristbjorg
-
ibb
-
inaval
-
fararstjorinn
-
laugardalur
-
lks
-
hildurhelgas
-
ingithor
-
nonniblogg
-
faereyja
Af mbl.is
Viðskipti
- Hið ljúfa líf: Nú er kominn tími til að prófa rúmenskt
- Um vitnaskyldu verjenda
- Um 50% af regluverki gullhúðað
- Svipmynd: Netárásir varða allt samfélagið
- Gríðarleg aukning í framrúðutjónum
- Auka hlutafé um 800 milljónir
- Rökræðið
- Þurfum að horfa til samkeppnishæfni
- Fréttaskýring: Frjálst fólk greiðir með reiðufé
- Ásakanir um vafasöm hlutabréfaviðskipti og tengingar til Íslands
Athugasemdir
Það er ótrúlegt hversu Ingibjörg er glámskyggn og höll undir ríkandi vald, hún virðist ekki hafa neitt bein í nefinu, til að standa í istaðinu. Eg kaus hana ekki til að úthluta bitlingum til einhvers forréttindahóps. Henni hefði verið meira sæmandi að koma fram nú á síðustu og verstu tímum og tilkynna um sparnað í Utaríkisráðuneytinu.
haraldurhar, 11.3.2008 kl. 17:01
Ég gleðst að í stað karlsendiherra í Kanada sé skipaður kvensendiherra. Konum í sendiherrastétt fjölgaði um 50% í gær.
Annars leiðist mér Anna að orð eins og einelti og áfallahjálp séu notuð nema í faglegum skilningi. Við skulum fara varlega með þessi orð.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 20:09
Mikil eru völd Eiðs Guðnasonar. Það er ekki lítið að vera alræðismaður í Færeyjum
Stefán Bogi Sveinsson, 11.3.2008 kl. 23:12
Valgerður neitaði að skipa pólitíska sendiherra.. það er eitthvað annað en núverandi utanríkisráðherra getur státað af. Reyndar hefur Ingibjörg Sólrún verið dugleg, og Össur líka, að raða inn í embætti eftir flokksskírteinum. Það er ekki nema von að margir kjósendur Samfylkingar séu með eitthvað eftirbragð í munni eftir óraunhæfar væntingar til þessara stjórnmálamanna í Samfylkingunni. Á meðan er landið hálf stjórnlaust þrátt fyrir yfirburða stöðu í fjölda þingmanna. Þetta er broslegt.
Denny Crane, 13.3.2008 kl. 10:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.