Leita í fréttum mbl.is

Stjórnmálamenn og embættismenn

Starfsmenn Reykjavíkurborgar fara ekki varhluta af þeirri sérkennilegu stöðu sem verið hefur uppi í borginni á liðnum mánuðum. Þeir hafa fengið þrjá nýja meirihluta við stjórn borgarinnar á þeim tuttugu mánuðum sem liðnir eru af kjörtímabilinu.

Æðsta yfirmanni starfsmanna borgarinnar, borgarstjóranum, hefur verið skipt út þrisvar sinnum og jafn oft hefur verið verið skipt um nefndir og formenn í öllum nefndum borgarinnar.

Samfellan í starfinu hefur því verið lítil og við hver meirihlutaskipti hafa starfsmenn borgarinnar fengið það hlutverk að upplýsa nýjar nefndarmenn um starfsemi viðkomandi sviðs og starf nefndanna. Að minnsta kosti hluti nefndarmanna hefur verið nýr við hver meirihlutaskipti.

Að sama skapi hefur jafn oft verið skipt um pólitískar áherslu í starfi málaflokka og verkefni sett í aðra forgangsröð.

Um helgina samþykkti aðalfundur Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar eftirfarandi ályktun.

Aðalfundur St.Rv. haldinn 8. mars 2008 vill vekja athygli á að örar og endurteknar breytingar á stjórn  borgarinnar og fyrirtækjum hennar, hafa aukið mjög álag  starfsmanna. Miklar áherslubreytingar gera vinnuaðstæður erfiðar, draga úr stöðugleika framkvæmda og gera starfsmönnum erfitt fyrir að rækja starf sitt.

Ríkar kröfur eru gerðar til opinberra starfsmanna um að þeir sinni störfum sínum af alúð og aðhafist ekkert sem varpað gæti rýrð á starfið og þar með á mikilvægi opinberrar þjónustu. Sama skylda hvílir að sjálfsögðu á stjórnendum og pólitískt kjörnum fulltrúum. Eitt mikilvægasta hlutverk  stjórnenda opinberra stofnana hlýtur að vera að mynda trúverðug tengsl við almenning með heiðarlegri stefnu, upplýsingamiðlun, samskiptum og  samstarfi  við borgarana og alla hagsmunaaðila.

Það er ólíkt verkefni að vera embættismaður eða stjórnmálamaður. Stjórnmálamenn eru þannig kosnir til fjögurra ára og næstum undantekningalaust sitja þeir þann tíma. Embættismenn eru hinsvegar ráðnir til starfa og hægt að segja þeim upp störfum hvenær sem er. Þó auðvitað samkvæmt lögbundnum fyrirvörum.

Stjórnmálamenn sitja sem fastast hér á landi sama hvað gengur á. Sárafá eru skiptin sem stjórnmálamenn hafa axlað pólitíska ábyrgð sína með afsögn. Það eru oftar en ekki gefnar aðrar ástæður fyrir slíku brotthvarfi úr stjórnmálum en pólitísk mistök eða misbeiting valds, heldur velja menn að skýra slíkt með persónulegum ástæðum.

Embættismennirnir þurfa hinsvegar stundum að taka pokann sinn vegna afglapa í starfi eða jafnvel vegna þess að einhver þarf að taka ábyrg á því sem miður hefur farið í opinberum rekstri.

Þannig virðist það stundum vera svo að ef stjórnmálamennirnir taka ekki ábyrgð í störfum sínum, verða embættismennirnir að gera slíkt.

Núverandi framkvæmdastjóri REI sagði fyrir nokkru síðan að hann myndi taka aftur við starfi sínu sem framkvæmdastjóri Orkuveitunnar nema ef þyrfti pólitískan blóraböggull í REI málinu.

Nú er það ekki mitt að meta hver ber mesta sök í REI málinu en núverandi framkvæmdastjóri REI ber að mínu mati, ekki  einn þá ábyrgð.

Embættismennina, ólíkt stjórnmálamönnunum, má reka úr starfi. Það er sá raunveruleiki sem embættismenn búa við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband