Leita í fréttum mbl.is

400 milljónum minna fyrir íþróttafélögin í borginni

Krafa KSÍ vegna framúrkeyrslu vegna endurbóta á mannvirkjum í Laugardal er ótrúleg.

Þegar lagt var af stað í endurbætur og viðbætur við mannvirkið var sú krafa gerð að vel yrði fylgst með framkvæmdunum. Reykjavíkurborg gerði þannig ekki ráð fyrir nema 400 milljóna til þessa framkvæmda og því var mjög mikilvægt að virkt eftirlit yrði með framkvæmdinni.

Eitthvað mikið hefur farið úrskeiðis í þessu máli öllu. Í fréttinni kemur fram að KSÍ lagði fram endurreiknaða kostnaðaráætlun í apríl 2006 upp á 1.278 milljónir. Það var eftir síðasta fund byggingarnefndar þann 3. apríl. Sé hvergi í fundargerðum ÍTR eða borgarráðs að þessar upplýsingar hafi verið lagðar fram fyrir meirihlutaskiptin í borginni í byrjun júní 2006.

Verður að koma í veg fyrir svona framúrkeyrslu og binda samninga við ákveðna upphæð.

Á endanum þýðir þessi krafa að minna fjármagn verður til uppbyggingar fyrir íþróttafélögin í borginni, og það er miður.

 


mbl.is Upphafleg krafa KSÍ 600 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einn vinur minn var með þá kenningu að margfalda þyrfti allar opinberar kostnaðaráætlanir með Pi, til að fá út endanlegan kostnað. Látum okkur nú sjá:

400 x 3,141592654 = 1.256,63 MKr.

Ótrúlegt! 

Óskar P. Einarsson (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband