Leita í fréttum mbl.is

Hver segir satt?

Sérkennileg ummæli Jóhönnu Sigurðardóttur á Alþingi  í gær vegna fyrirspurnar Árna Þórs Sigurðssonar um  umfjöllum Ríkisútvarpsins um niðurskurð í  þjónustu við fjölskyldur fatlaðra barna á Reykjanesi.

Málið snérist um fjölskyldur 12 fatlaðra barna sem ekki höfðu fengið framlengdan samning sinn við stuðningsfjölskyldur vegna fjárskorts. 

Faðir 5 ára barns hafði rætt þessa slæmu stöðu við fréttamann Ríkisútvarpsins og jafnframt var rætt við yfirmann á svæðisskrifstofu Reykjaness, sem staðfesti að 12 fjölskyldum hafi verið neitað um framlengingu samninga vegna fjárskort. Þessi þjónusta er jafnframt bundin í lög.  

Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, svaraði því til að engri fjölskyldu fatlaðs barn hefði verið neitað um þjónustu og of mikið hefði verið gert úr málinu í fjölmiðlum.

Eftir sitja ummæli yfirmanns svæðisskrifstofu og föðurins sem eru þar með gerð ómerk orða sinna.

Hver segir satt í þessu máli og hver fer með ósannindi? Því þarf að svara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Spurning dagsins.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.3.2008 kl. 16:20

2 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Geislabaugur Jóhönnu er löngu fokinn burtu.

Sigurður Sveinsson, 4.3.2008 kl. 16:34

3 Smámynd: Hrannar Björn Arnarsson

Sæl

Það er von að þú spyrjir enda fréttaflutningur RUV í þessu máli með ólíkindum. Meðfylgjandi fréttatilkynning var send RUV í dag en einhverra hluta vegna var ekkert um málið í kvöldfréttum.

Fréttatilkynningin segir í öllu falli það sem segja þarf.

"Vegna hádegisfrétta í dag 4. mars, óskar Svæðisskrifstofa Reykjaness þess að leiðrétt verði þar sem sagt var að yfirmenn SMFR hafi fullyrt að foreldrum fatlaðra hafi verið neitað um stuðningsfjölskyldur, og tekur svæðisskrifstofa undir með Jóhönnu Sigurðardóttur félags- og tryggingamálaráðherra að of mikið hafi verið gert úr þessu máli í fjölmiðlum. 

Í kvöldfréttatíma útvarps 28. febrúar s.l sagði Sigríður Daníelsdóttir sviðsstjóri hjá SMFR að 12 stuðningsfjölskyldusamningar biðu afgreiðslu. Rétt er að árétta að svæðisskrifstofa hafnaði engum stuðningsfjölskyldusamningum heldur var foreldrum sem óskuðu eftir endurnýjun á samningum tilkynnt um að bið yrði á afgreiðslu þeirra þar til fjárveitingar væru tryggðar.

Ráðherra hefur að öllu leiti farið rétt með um það að engri fjölskyldu fatlaðs barns hafi verið neitað um stuðningsfjölskyldu.

 

Svæðisskrifstofa og  félags og tryggingamálaráðuneytið hafa átt góða samvinnu við lausn málsins og niðurstaðan er að engin skerðing verður á þjónustu við fötluð börn á Reykjanessvæðinu hvorki í skammtímavistun né stuðningsfjölskyldum.  Allar fyrirliggjandi umsóknir um stuðningsfjölskyldu hafa nú þegar verið afgreiddar. "

bk

Hrannar Björn Arnarsson, 4.3.2008 kl. 19:21

4 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Hið besta mál að óvissan  sé úr sögunni. Málið þurfti skýringar við.

Þakka skjót svör

Anna Kristinsdóttir, 4.3.2008 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband