21.2.2008 | 11:30
Össur og hinir bloggararnir
Í DV í vikunni var því haldið fram að nokkrir bloggarar á Eyjunni héldu uppi vörnum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þessir sömu einstaklingar færu fremstir í flokki til að þræta fyrir það að ágreiningur væri innan þess flokks.
Þetta er ekki óþekkt einkenni á ákveðnum hóp bloggara. Ég tilheyrði einum slíkum hóp um langt skeið. Þessir hópar lifa góðu lífi í bloggheimum þ.m.t. á moggablogginu og á vísi.
Þegar þú tilheyrir slíkum hóp er það dagskipunin að verja sína menn. Alveg sama á hverju gengur. Jafnvel þótt þú hafir ekki einu sinni sannfæringu fyrir því sem þú ert að verja.
Þannig tilheyrir þó hópnum. Færð klapp á kollinn ef þú stendur þig vel í bardaganum og er hunsaður þegar þú ekki ert tilbúin að verja þína menn.
Slík pólitísk skrif er nokkuð fyrirsjáanleg.
Össur er annarskonar bloggari. Hann ver jú oftast sína menn í Samfylkingunni en við það lætur hann ekki staðar numið. Hann á sér sína sérstöku vini í öðrum flokkum sem hann ekki hikar við að hampa. Jafnvel verja fyrir árásum ef þannig stendur á honum.
Hann hefur fyrir löngu stillt upp sínum mönnum á pólitíska skákborðinu og reynir að lyfta þeim upp við hvert tækifæri. Þetta eru einstaklingar sem Össur dáist að og telur að hann geti starfað með í stjórnumálunum seinna meir.
En hann tekur líka menn af lífi ef hann er þannig stemmdur og þá er sama hvar í flokki menn standa, nema helst í hans eigin flokki.
Skrif Össurar eru miklu meira spennandi en þeirra sem alltaf verja sína menn. Þú veist alltaf hver línan er í pólitíska flokksblogginu en þú veist aldrei hver verður næstur hjá Össuri.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:38 | Facebook
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
- vestfirdingurinn
- golli
- bjarnihardar
- amman
- jp
- bjorkv
- bryndisisfold
- olimikka
- salvor
- agnesasta
- eyglohardar
- orri
- gudfinnur
- gesturgudjonsson
- korntop
- sveitaorar
- stebbifr
- helgasigrun
- kex
- garibald
- strandir
- hlini
- gullistef
- bleikaeldingin
- kristinhelga
- sigurdurarna
- perlaheim
- saethorhelgi
- tidarandinn
- gisliivars
- arndisthor
- kristbjorg
- ibb
- inaval
- fararstjorinn
- laugardalur
- lks
- hildurhelgas
- ingithor
- nonniblogg
- faereyja
Athugasemdir
En þeir sem hafa bara hugsjónir með því starfi sem er í gangi? Gagnrýna það sem þarf að gangrýna og verja það sem þarf að verja. Á mínu bloggi hefur bæði komið fram gangrýni á flokkinn og einstaka menn, hins vegar þarf líka að gæta sannmælis.
Ég hef ekki orðið var við að fá mikið klapp á kollinn, en skammir hef ég fengið í gegnum tíðina fyrir að vera of harður.
Ég held að þessi grein hafi samt dæmt sig sjálf á DV, enda enn ein vitleysan hjá þeim.
TómasHa, 21.2.2008 kl. 15:46
já-menn eru leiðindafólk
Brjánn Guðjónsson, 21.2.2008 kl. 18:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.