Leita í fréttum mbl.is

Eru menn einhverju nær?

Úr fundargerð íþrótta og tómstundaráðs frá 8. febrúar s.l. þar sem lagðar voru fram samtals 12 bókanir undir liðnum;Stefnumál meirihlutans í íþrótta-og tómstundarmálum.

Lögð fram stefnumál meirihlutans í íþrótta- og tómstundamálum.
Lögð fram bókun Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks:
Þar sem áherslumál nýs meirihluta eru lögð fram hér á fundinum og ekki kemur skýrt fram í hverju hún víkur frá starfsáætlun ÍTR áskilur minnihlutinn sér rétt til að taka umræðu um þennan lið betur síðar.
Lögð fram bókun Sjálfstæðisflokks og F-lista:
Fulltrúar F-lista og Sjálfstæðisflokks telja það eðlilegt að farið verði nánar í þau áhersluatriði sem nýr meirihluti hefur sett fram. Við samanburð á starfsáætlunum og áhersluatriðum nýs meirihluta væri eðlilegra að bera saman við áætlunina starfsáætlanir áranna 2007 og 2008. Fulltrúar F-lista og Sjálfstæðisflokks hafa lagt metnað sinn í að leggja fram skýra og markvissa stefnu í málefnum Íþrótta- og tómstundaráðs.
Lögð fram bókun Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks:
Stefnumál Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks koma fram í þeirri starfsáætlun sem samþykkt var fyrir ÍTR fyrir árið 2008 ásamt fjárhagsáætlun borgarstjórnar fyrir málaflokkinn. Mikilvægt er að fylgja eftir þeirri stefnu sem þar kemur fram. Þar er bæði um að ræða styrki til starfsemi og framkvæmda hjá íþróttafélögum í borginni, og framlög til tómstundastarfs af ýmsu tagi. Við minnum á að sveigjanleiki hefur verið aukinn í starfsemi frístundaheimila fyrir okkar tilverknað og við væntum þess að aukin festa verði í starfsemi þeirra með þeirri tillögu sem liggur fyrir þessum fundi um frístundaheimili á heilsársgrunni. Áframhaldandi innleiðing frístundakortsins er mikilvægt verkefni ásamt þróun samstarfs við íþróttafélög í hverfum. Þá minnum við á að í starfsáætlun ársins 2008 er lögð mikil áhersla á að hlúa vel að starfsfólki til þess að ÍTR geti veitt borgarbúum góða þjónustu.
Lögð fram bókun Sjálfstæðisflokks og F-lista:
Starfsáætlun ÍTR 2008 byggði að langstærstum hluta til á áhersluatriðum meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks 2007. Í því sambandi má nefna frístundakortin, eflingu frístundaheimila og styrki til íþróttafélaga og framkvæmdir félaganna auk annarra mikilvægra verkefna. Nýr meirihluti F-lista og Sjálfstæðisflokks mun halda áfram með þau góðu verk og hefur auk þess sett fram sín áhersluatriði þar sem koma fram metnaðarfull markmið m.a. að efla lýðheilsu og auka möguleika allra til þátttöku í íþróttum og útivist, gera þjónustuna fjölbreyttari, hagkvæmari og sveigjanlegri.
Lögð fram bókun Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks:
Starfsáætlanir síðustu árin byggja að verulegu leyti á góðu starfi Reykjavíkurlistans síðasta áratug.
Lögð fram bókun Sjálfstæðisflokks og F-lista:
Mikil stefnubreyting varð á starfsáætlun meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks árið 2007 en þar koma metnaðarfull áhersluatriði fram eins og Frístundakortin, efling frístundaheimila, styrkir til íþróttafélaga og framkvæmdir við þau auk fjölmargra annarra verkefna. Þeirri stefnu verður haldið áfram af nýjum meirihluta F-lista og Sjálfstæðisflokks eins og fram hefur komið í þeim áhersluatriðum sem lögð voru fram á fundi ráðsins í dag.
Lögð fram bókun Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks:
Undirbúningur að innleiðingu frístundakorts var hafinn í tíð Reykjavíkurlista með samþykkt á 3 ára fjárhagsáætlun, auk þess sem hafinn var undirbúningur að framkvæmdum fyrir íþróttafélög, sem þó töfðust því miður í tíð Sjálfstæðisflokksins.
Lögð fram bókun Sjálfstæðisflokks og F-lista:
Ekkert varð af framkvæmdum R-lista á frístundakortum, framkvæmd þeirra var verk Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og tillögur þess meirihluta gengu mun lengra en tillögur R-listans. Varðandi aðrar framkvæmdir sem vitnað er til í bókuninni kom í ljós að þegar til framkvæmda kom hafði undirbúningsvinnu R-listans verið ábótavant. Þá skal ítrekað að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri undirritaði samkomulag á 100 ára afmæli ÍR við félagið. Því er ósanngjarnt að halda því fram að uppbygging ÍR hafi tafist vegna Sjálfstæðisflokksins þar sem samningur þess efnis dagsettur 11. mars 2007 staðfestir þetta. Einnig staðfestist samstarfið með skjali sem lagt var fram 24. september 2007 sem sýnir samstarf Úlfars Steindórssonar formanns ÍR og Ómars Einarssonar framkvæmdastjóra ÍTR, en þar er lagt til að skipuð verði sérstök byggingarnefnd með fulltrúum Framkvæmdasviðs, ÍR og ÍTR.
Lögð fram bókun Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks:
Borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hafði allar forsendur til þess að fylgja eftir loforðum sínum um tafarlausar framkvæmdir fyrir ÍR-inga á meðan hann var borgarstjóri, en kaus þó að gera það ekki.
Lögð fram bókun Sjálfstæðisflokks og F-lista:
Við vísum þessum fullyrðingum á bug og minnum fulltrúa Samfylkingar á að þeir höfðu rúma hundrað daga til að hefjast handa en nýttu sér þá ekki.
Lögð fram bókun Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks:
Það vita það allir að það er ekki heppilegt að hefja framkvæmdir í svartasta skammdeginu.
Lögð fram bókun Sjálfstæðisflokks og F-lista:
Við vísum þessum fullyrðingum á bug en eitt er víst að framtíðin er björt hjá nýjum meirihluta F-lista og Sjálfstæðisflokks í stjórn ÍTR..

Ætli almenningur í borginni sé miklu nær, eftir þennan lestur, hver sé stefna núverandi meirihluta  og á hvaða hátt hún sé frábrugðin stefnu meirihluta númer eitt eða tvö?

A.m.k. er erfitt að sjá á þessum bókunum, hver átti upphaflega góðu hugmyndirnar.

Best væri nú fyrir menn að reyna að vinna saman að þeim málum sem þarf að hrinda í framkvæmd, í stað þess að eyða kröftum sínum í þessa veru.  


mbl.is Segir íþróttaframkvæmdir í Reykjavík í uppnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

hahaha ... þetta er náttúrulega bara rugl! Ekki nokkur leið að skilja þessar bókanir allar!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 20.2.2008 kl. 20:18

2 identicon

Þú fyrirgefur Anna - en mér finnst ekki síður ruglingslegt að lesa bókanir frá núverandi minnihlluta og í raun pínlegt - hvernig þeir reyna að halda í sitt og benda á að þeir eigi upphafið eða heiðurinn af e-u sem um er að ræða. Þú verður að fara að setja upp önnur gleraugu en "gagnrýni Sjálfsætðisflokkinn" gleraugun :) Það eru til fleiri sýnir í lífiinu.

Sólveig Kristjáns (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 15:00

3 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Sæl Sólveig,

En hvar segir að ég sé að gagnrýna núverandi meirihluta?

Lestu niðurlagið aftur og veltu þessu fyrir þér:

Ætli almenningur í borginni sé miklu nær, eftir þennan lestur, hver sé stefna núverandi meirihluta  og á hvaða hátt hún sé frábrugðin stefnu meirihluta númer eitt eða tvö?

A.m.k. er erfitt að sjá á þessum bókunum, hver átti upphaflega góðu hugmyndirnar.

Best væri nú fyrir menn að reyna að vinna saman að þeim málum sem þarf að hrinda í framkvæmd, í stað þess að eyða kröftum sínum í þessa veru.  

Anna Kristinsdóttir, 25.2.2008 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband