16.2.2008 | 10:50
Sakna ég Davíðs?
Var beðin að ræða um fréttir vikunar í síðdegisútvarpi rásar tvö í gær. Var þar ásamt Sigurði Má Jónssyni aðstoðarritstjóra Viðskiptablaðsins.
Þátturinn var léttur og skemmtilegur ekki síst þar sem byrjað var á ævintýralegum flótta fanga úr lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Atburðarásin var öll heldur farsakennd og að lokum fannst fanginn inni í skáp í Mosfellsbænum.
Þótt þetta sé auðvitað alvarlegur atburður, held ég að þessi stutti tími sem leið frá því að fanginn slapp og þar til hann náðist, hafi fengið fólk til að brosa út í annað að flóttanum mikla. Ekki síst þegar í ljós kom að ástæða flóttans var það eitt að fá tækifæri til að halda afmælisfagnað.
Í þættinum var m.a. rætt um stöðu efnahagsmála og aðkomu forystumanna ríkistjórnarinnar að þeim málum. Þegar rætt var um fund sem forsætisráðherra hafði boðað til í vikunni, með forystumönnum bankanna, sagðist ég hafa saknað niðurstöðu eftir þann fund.
Ég einfaldlega hélt að forsætisráðherra hefði átt, líkt og forverri hans í formannsstól gerði oft, að lægja óróleikann í samfélaginu með að segja fólki að halda ró sinni.
Þáttastjórnandinn sagði við mig" viðurkenndu það bara að þú saknir Davíðs".
Ég velti því fyrir mér, hvort nú sé svo komið að ég sakni Davíðs úr stól forsætisráðherra.
Hvernig ætli Sjálfstæðismönnum líði þá?
Hér er slóð á upptöku af þættinum http://dagskra.ruv.is/streaming/ras2/?file=4372614
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:17 | Facebook
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
- vestfirdingurinn
- golli
- bjarnihardar
- amman
- jp
- bjorkv
- bryndisisfold
- olimikka
- salvor
- agnesasta
- eyglohardar
- orri
- gudfinnur
- gesturgudjonsson
- korntop
- sveitaorar
- stebbifr
- helgasigrun
- kex
- garibald
- strandir
- hlini
- gullistef
- bleikaeldingin
- kristinhelga
- sigurdurarna
- perlaheim
- saethorhelgi
- tidarandinn
- gisliivars
- arndisthor
- kristbjorg
- ibb
- inaval
- fararstjorinn
- laugardalur
- lks
- hildurhelgas
- ingithor
- nonniblogg
- faereyja
Athugasemdir
Mér finnst alveg eins líklegt að þáttastjórnandinn (hver svo sem hann er) sakni Davíðs, en þorði ekki að ganga svo langt að lýsa því yfir. En lét skína í ósk sína með því að oftúlka svona orð þín! Lengra gat hann tæplega gengið...
Viðar Eggertsson, 16.2.2008 kl. 13:34
Það vantar vissulega leiðtoga þessa dagana sem fólk treystir og lítur upp til.
Ég tek undir með ykkur Viðari (!) að ég sakna Davíðs og hans öruggu og fumlausu vinnubragða.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 16.2.2008 kl. 19:27
Auðvitað söknum við Davíðs, annað væri óeðlilegt.
Það var allltaf líf og fjör í kringum hann, ólíkt og nú er, liggur við að ryk safnist út um allt, þar em ekki bærist pólitíkst veður, nema ef vera kynni útburðarvælið í ,,Kvartetinum" Þeir voru jú bornir út úr Ráðhúsinu.
Villi er enn á þorpi án skjóls samflokksmanna sinna flestra.
ÞAð þorir enginn að segjast styðja þann eina pólitíkkus, sem hefur ENDURHEIMT meirihluta eftir að haf ný-gloprað honum.
Annars, er þig ekki farið að halla til blessaðs Vorsins?
Var úti í garði núna í dag og sá Krókusa vera að stinga upp kímböðum.
Puttarnir fara að ,,grænka" þó að hjartað verði ætíð blátt.
Kærar kveðjur með þökkum fyrir fyrra samstarf.
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 16.2.2008 kl. 19:35
Ég held að Heimir geri sig sekan um það sama og dagskrárgerðarmaðurinn sem talaði við þig í útvarpinu Anna, að halda mig sig... það eru ekki mín orð að ég sakni Davíðs... Heimir fer með himinskautum í að gera mig að sér....
Viðar Eggertsson, 16.2.2008 kl. 20:31
Já þó maður hafi ekki alltaf verið sammála Davíð þá metur maður stjórnmálamenn sem koma hlutum í verk, hafa skoðanir og standa og falla með þeim. Maður er stundum að hugsa um hvað margt væri öðruvísi í Reykjavík ef menn eins og Davíð eða Gunnar Birgisson fengju að stjórna henni. Þá væri meira gert og minna talað. Örugglega búið að leggja Sundabrautina fyrir löngu í stað þess að mala stöðugt fram og aftur.
Þorsteinn Sverrisson, 16.2.2008 kl. 23:14
Til hamingju með afmælið!.........................Annþór
Júlíus Valsson, 17.2.2008 kl. 00:06
Stjórnmálamenn í dag kunna ekki að fóta sig í opnara samfélagi, ótrúlegt en satt!
Gudmundur Ó. Hauksson (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 01:02
Ég sakna ekki einræðisherrans, og ég vil frekar hafa veikari stjórnmálamenn og þá um leið meiri skoðanaskipti og meira lýðræði.
Valsól (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 09:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.