Leita í fréttum mbl.is

Skipulagið í miðborginni

Var boðið í kvöldverð í gær í Höfða. Fékk þetta fína boðskort frá Ólafi borgarstjóra. Tilefnið voru úrslit í hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag Vatnsmýrar.

Ákvað að þiggja ekki boðið. Hafði jú setið í stýrihóp um skipulag Vatnmýrar um nokkurt skeið á árunum 2004-2006. Fyrst og fremst vegna þess að á þeim tíma var ég kjörin fulltrúi í Borgarstjórn. En rúmlega tuttugu mánuðir eru liðnir síðan ég heyrði eitthvað af málinu svo ég taldi ekki að ég ætti erindi þarna. Mitt umboð er löngu liðið.

Ætla hinsvegar að skoða þessa ágætu sýningu um Vatnsmýrarskipulagið og fagna því að málið sé komið þetta langt. Nú er bara að taka ákvörðun um málið endalausa, staðsetningu flugvallar.

Ég fagna líka nýrri tillögu um breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar. Þessar hugmyndir voru upp á borð skipulagsins þegar ég hætti í ráðinu vorið 2006. Mál taka oft langan tíma í kerfinu og því er gaman að sjá þau loksins í endanlegri mynd. Ingólfstorgið, líkt og Lækjartorg þurfa á góðri andlitslyftingu að halda, ef þau eiga að vera alvöru torg í miðborginni.

Fagna líka hugmyndum um að Geirsgata verði sett í stokk. Mun gera gangandi umferð hærra undir höfði og mannlífið fær annan blæ.  

 


mbl.is Sögulegar byggingar við Ingólfstorg njóti sín betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Paul Korntop

AÁgætar tillögur nema að ég er ekki hlyntur því að NASA víki og verði neðanjarðar,eins þetta með flugvöllinn,hann á að mínu mati ekki að fara neitt fyrr en útséð er með nýtt flugvallarstæði,allavega á hann ekki heima á Hólmsheiði því þá er margra ára skógræktarvinnu kastað fyrir róða en að öðru leyti fínar tillögur að skipulagi Miðbæjarins.

Magnús Paul Korntop, 15.2.2008 kl. 09:07

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Flugið fer á Patterson flugvöll, Samgöngumiðstöðin verði við N enda Snorrabrautar, hvar hægt verður að setja rútur, flugbíla og hugsanlega eiteinungslestir, sem verða í förum til KEflavíkur í innan og utanlandsflug.

 Að byggja nýjan flugvöll í eða við Rvíkurborg er tóm vitleysa og langt úr tengslum við það  sem er á baugi annarsttaðar í heimi hér.

Miðbæjaríhaldið

líst að mörgu vel á hugmyndir Skotana, sumar raunar fengnar að láni frá hérlendum hugsuðum.

Bjarni Kjartansson, 15.2.2008 kl. 17:53

3 identicon

Reykjarvíkurflugvöll burt, hátæknisjúkrahús til Keflavíkur, Háskólan í Reykjavík að Korpúlfsstöðum og þá eru öll samgönguvandamál úr sögunni

Kratinn (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 19:17

4 Smámynd: Gunnar Kristinn Björgvinsson

Mikið er ég ánægður með að þú ákvaðst að mæta ekki.  Á meðan þú heldur þig fjarri skipulagsmálum þá er heimurinn betri.

  Mér er í fersku minni þegar þú varst í meirihluta, þá formaður rekstrarstjórnar Bláfjallanefndar sem sér um rekstur skíðasvæðanna, og stóðst fyrir því að "endurskipuleggja" rekstur skíðasvæðanna.  Síðan hefur ekki staðið steinn yfir steini á þeim vígstöðvunum.  Allir hæfir starfsmenn með reynslu voru fældir  í burtu með góðu eða illu og þegar til átti að taka þá stendur ekki steinn yfir steini.

Aldrei var talað við okkur sem unnum þar - aldrei var spáð í okkar reynslu eða skoðanir.  Því miður misstuð þið S+B meirihlutann þannig að þú slappst við að horfast í augu við afleiðingar gjörða þinna.  Það kom í hlut annarra að taka við klúðrinu ykkar.

 Haltu þig frá skipulagsmálum - þá verða allir ánægðir.

Með einlægri von um að þú eigir þér framtíð í framsókn - og að framsókn eigi sér ekki langa framtíð.

Gunnar.

Gunnar Kristinn Björgvinsson, 15.2.2008 kl. 22:31

5 Smámynd: Gunnar Kristinn Björgvinsson

Úps -

mundi allt í einu að þú ert hætt í framsókn er það ekki?

jæja, óska þér alls hins besta - svo lengi sem þú heldur þig til hlés frá öllum ákvarðanatökum sem skipta almenna borgara máli.

Kv.

Gunnar Björgvinsson;

stjórnmálafræðingur - GMB

Gunnar Kristinn Björgvinsson, 15.2.2008 kl. 22:37

6 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Kíktu á bloggið mitt og segðu hvað þér finnst um NOVA auglýsinguna

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 15.2.2008 kl. 23:18

7 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Sæll Gunnar,

Mun ekki nota þennan vettvang til að svara fyrir störf mín sem formaður SHB. Ef þú vilt hinsvegar ræða þau mál við mig þá bið ég þig að senda mér póst á annakr@annakr.is og ég skal gjarnan ræða þau mál við þig maður á mann.

Gísli,

Verðum að bíta í það súra epli að rekstur mbl bloggsins er ekki ókeypis. Þetta er okkar framlag til rekstursins, að hafa þessa auglýsingu inn á okkar bloggi.

Þín útfærsla er hinsvegar flott.

Anna Kristinsdóttir, 16.2.2008 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband