11.2.2008 | 23:04
Hvernig mæla á traust
Dagurinn í dag var ekki góður fyrir íslensk stjórnmál. Síst þó fyrir borgarmálin og traust almennings á stjórnmálamenn.
Er ekki búin að gleyma þeim tíma þegar Halldór Ásgrímsson loks kaus að víkja sem formaður framsóknarflokksins.
Þá höfðu margir góðir menn reynt um nokkurt skeið að gera honum stöðu sína ljósa. Almenningur hafi misst traust á honum sem leiðtoga og hann naut ekki lengur traust innan flokksins. Hann kaus hinsvegar að hlíta ekki þeim ráðleggingum og Framsóknarflokkurinn saup seyðið af því með slæmri útkomu í kosningu.
Flokkurinn er enn að greiða fyrir þau mistök sem Halldór gerði í formennskutíð sinni. Það virðist vera erfitt að snúa skútunni við þegar kjósendur hafa misst trúna á flokknum. Þó er það kannski ekki ógerlegt, en mun taka langan tíma.
Nú ætlar Vilhjálmur að meta stöðu sína áður en hann tekur afstöðu til þess hvort hann kýs að taka við starfi borgarstjóra eftir 14 mánuði. Eða hvort hann kýs að láta embættið í hendur öðrum sem meira traust nýtur.
Mér er hinsvegar spurn hvernig Vilhjálmur hyggst mæla það traust meðal borgarbúa og félaga sinna.
Mun hann nota þekkta aðferð stýrihópsins og láta sinn eigin borgarstjórnarflokk meta slíkt eða mun hann mæla slíkt með skoðanakönnunum meðal borgarbúa.
Á erfitt með að trúa því að hann sjái pólitíska stöðu sína í réttu ljósi síðar, ef hann skynjar hana ekki nú.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:05 | Facebook
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
- vestfirdingurinn
- golli
- bjarnihardar
- amman
- jp
- bjorkv
- bryndisisfold
- olimikka
- salvor
- agnesasta
- eyglohardar
- orri
- gudfinnur
- gesturgudjonsson
- korntop
- sveitaorar
- stebbifr
- helgasigrun
- kex
- garibald
- strandir
- hlini
- gullistef
- bleikaeldingin
- kristinhelga
- sigurdurarna
- perlaheim
- saethorhelgi
- tidarandinn
- gisliivars
- arndisthor
- kristbjorg
- ibb
- inaval
- fararstjorinn
- laugardalur
- lks
- hildurhelgas
- ingithor
- nonniblogg
- faereyja
Athugasemdir
Sæl Anna.
Þar sem ég hef aldrei í stjórnmalaflokki verið, og verið heldur reikul með atkvæði mitt í þeim kostningum er ég hef tekið þátt í, en þú Anna þaulvön frá blautu barsbeini.
Hef verið að velta því fyrir mér hvort Vilhjálmur hafi nokkuð fengið leyfi til að draga sig út úr pólítík, hjá æðstu mönnum flokksins, því við mér blasir að sjálfstæðisflokkurinn er margklofinn, og enginn sem hlýtur nægs stuðnings til að taka við leiðtogahlutverkinu, og datt jafnvel í hug að einhverjum hefði dottið í hug að láta Júlíus taka við hlutverkinu, en það ekki notið hljómgrunn, og hann því rokið af fundinum svona snemma í dag.
haraldurhar, 12.2.2008 kl. 00:53
Halldór Ásgrímsson var einn öflugasti stjórnmálamaður sem hefur komið fram. Hann hafði meiri yfirsýn en flestir og skilning á þeim samverkandi þáttum sem halda samfélaginu saman. Halldór var maður sem hafði þor og kjark og vitsmunalega getu til að koma mikilvægum málum í gegn. Halldór var hinsvegar ekki maður sem seldi sig múgsefjun og bulli og kannski fólst fall hans í því. Maður heyrir þau sjónarmið oft að hann hefði átt að draga sig fyrr í hlé og getur það vel verið. Hinsvegar er staðreyndin sú að flokkurinn hefur engan sem getur fyllt plássið sem Halldór skilur á eftir sig. Og ef fram hafa komið einstaklingar sem sem hafa tilburði og vitsmuni til að vera leiðtogar þá eru þeir hraktir burt af meðalfólkinu sem hafa hugsanlega metnað en enga getu. Að mínu mati fyllir núverandi formaður þann flokk. Ég verð að vera hreinskilin. Að Halldórs minnst með þeim hætti af manneskju sem skilur eftir sig spor í flokknum sem verða teljast léttvæg og einkennast að fílupokahætti þess fólks sem ég lýsi hér að ofan verða að teljast í besta lagi sorglegt.
Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 08:37
Sæll Stefán Örn Valdimarsson,
Er langt frá því að gagnrýna allan stjórnmálaferil Halldórs með þessum skrifum. Veit vel að Halldór stóð fyrir ýmsum góðum málum í stjórnartíð sinni. Fyrst og fremst er ég að benda á það að stjórnmálamenn eiga það til að sitja of lengi að völdum.
Forystumenn stjórnmálaflokka verða að hafa traust almennings með sér, annað getur orðið afdrífaríkt fyrir flokkinn sem þeir starfa fyrir.
Frá þeim tíma sem Halldór tekur við sem formaður árið 1995 og til næstu kosninga eftir að hann segir að sér formennsku, minnkar fylgi hans verulega. Fylgi flokksins árið 1995 í alþingiskosningunum var 23.3% og gaf það flokknum 15.þingmenn. Í kosningum vorið 2007 fer fylgið niður í 11,7% sem gefur flokknum 7 þingmenn. Þannig hefur fylgi Framsóknarflokksins minnkað á tímabilinu um 11,6% eða um 50% af fylgi flokksins. Það má án efa rekja að hluta til þess að kjósendur hafa misst tiltrú á flokkinn meðan á forystu Halldórs Ásgrímssonar stóð. Hinsvegar koma þar margir aliðrir þættir að.
Fýlupoka orðspor mitt rek ég aftur til föðurhúsanna. Hef hinsvegar alltaf haft skoðanir á því hverjum ég vil vinna með og verð að hafa sannfæringu fyrir þeim leiðtogum sem ég fylgi.
Halldór Ásgrímsson átti ekki traustari fylgismann en mig þar til ákvörðun um aðild að Íraksstríði var tekin. Þó byrjuðu efasemdir mínar að vakna.
Anna Kristinsdóttir, 12.2.2008 kl. 11:55
Ég held að frammistaða fólks í núinu og fortíðinni hafi forsagnargildi um hvernig það muni standa sig í framtíðinni. Það virðast hverfandi líkur á því að Vilhjálmur nái að endurvekja eitthvað traust. Eftir síðasta valdakúpp sem þó tryggði honum bætta valdastöðu þá hefur hann klúðrað stórt. Eini tíminn sem hann hefur staðið sig vel undanfarið (lesist: ekki gert áberandi mikið klúður) eru 100 dagarnir.
Ég held að hluti af þessu sé að Vilhjálmur hefur ekki vald á fjölmiðlun og upplýsingamiðlun til almennings og hefur ekki gott minni. það skýrir bara hluta. Annað er að hann stendur fyrir vondan málstað eða amk málstað sem ég og fjölmargir aðrir borgarbúar erum á móti. Svo einkennist allt þetta mál af ofdrambi og oflæti stjórnmálamanna og embættismanna sem halda að þeir séu einráðir um eigur almennings og stjórn á stærsta fyrirtæki landsins þ.e. Reykjavíkurborg.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 12.2.2008 kl. 12:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.