11.2.2008 | 12:02
Að þjóna tveim herrum
Hefur án efa verið erfið helgi fyrir Vilhjálm oddvita Sjálfstæðismanna.
Í stakksteinum í dag er rætt um farsælan pólitískan feril hans, en jafnframt um það val sem stjórnmálamenn standa frammi fyrir þegar þeir lenda í pólitískri orrahríð. Hvort þeir eigi að taka hag flokksins fram fyrir sinn eigin. Nú er beðið eftir að Vilhjálmur segi af eða á.
Hvort það verður í dag eða á morgun sem hann velur að ræða stöðu sína við fjölmiðla, verður að skera úr um það hvort hann verði eða fari. Núverandi staða er óásættanleg fyrir Sjálfstæðismenn og borgarbúa alla.
Samkvæmt Fréttablaðinu hafa bæði Geir Haarde og Davíð Oddsson rætt við Vilhjálm vegna málsins um helgina. Ekki skrítið að hann hafi leitað ráðgjafar hjá forystumönnum Sjálfstæðisflokksins, fyrrverandi og núverandi.
Velti því hinsvegar fyrir mér hvort staðan sé almennt sú meðal forystumanna flokksins að nauðsynlegt sé að fá blessun beggja aðila áður en ákvörðun sé tekin. Að raunverulega sé það þannig að höfuð flokksins séu tvö og gamli formaðurinn sé ekki tilbúin að sleppa takinu.
Erfitt fyrir alla að þjóna tveim herrum og ekki farsælt fyrir flokkinn ef rétt er. Fyrrverandi formenn verða að kunna að sleppa takinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
- vestfirdingurinn
- golli
- bjarnihardar
- amman
- jp
- bjorkv
- bryndisisfold
- olimikka
- salvor
- agnesasta
- eyglohardar
- orri
- gudfinnur
- gesturgudjonsson
- korntop
- sveitaorar
- stebbifr
- helgasigrun
- kex
- garibald
- strandir
- hlini
- gullistef
- bleikaeldingin
- kristinhelga
- sigurdurarna
- perlaheim
- saethorhelgi
- tidarandinn
- gisliivars
- arndisthor
- kristbjorg
- ibb
- inaval
- fararstjorinn
- laugardalur
- lks
- hildurhelgas
- ingithor
- nonniblogg
- faereyja
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.