Leita í fréttum mbl.is

Er sameiginleg niðurstaða það sem gildir?

Nú verður endanleg útgáfa stýrihóps OR kynnt í dag. Drögin láku út á alla fréttamiðla í gær þótt skýrslan sé ekki enn komin fyrir almenningsjónir. Hvað þá að hún hafi verið kynnt fyrir borgarstjórn og eigendum OR. Einhvernvegin er það dæmigert fyrir vinnubrögðin öll í málinu.

Sé að það var mikil áhersla lögð á að ná sátt á milli borgarfulltrúa í stýrihópnum og annarra á listum flokkanna um niðurstöðu málsins. Í fréttinni kemur fram að fyrir vikið standa allir flokkar að niðurstöðunni, og sé það áfangi út af fyrir sig, þótt það þýði að um málamiðlun sé að ræða.

Einmitt, málamiðlum um niðurstöðu. Var það meginverkefni stýrihópsins?

Hefði ekki verið betra að fá utanaðkomandi aðila til þess að skoða málið allt, og skila af því loknu skýrslu til borgarstjórnar og eigenda Orkuveitu. Þá hefðu borgarfulltrúarnir og flokkarnir sjálfir ekki þurft að stimpla sitt samþykki þar á.

Hugnast það ekki sérstaklega vel að málamiðlanir um niðurstöðu standi upp úr, en ekki að málið allt sé krufið til mergjar. 


mbl.is Sameiginleg niðurstaða stýrihópsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Sammála.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 7.2.2008 kl. 10:21

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég verð nú bara að segja það að ég átti einhvernvegin ekki von á öðru eftir þrúgandi þögn Svandísar síðustu vikur!!!!

Sigrún Jónsdóttir, 7.2.2008 kl. 11:48

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Bara orðalagið eitt og sér vekur mann til umhugsunar um trúverðugleika þessarar skýrslu.

Skýrslan er samin með það að tilgangi að hlífa einhverjum sem sýnist þurfa á því að halda.

Þetta er óformleg yfirlýsing um stjórnsýslu á neðsta þrepi.

Og já, af hverju ekki hlutlausa úttekt?

Svar: Það er líklega ekki völ á neinum sem þarna er hlutlaus.

Árni Gunnarsson, 7.2.2008 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband