Leita í fréttum mbl.is

Á vesturströndinni

Áttum ágætis áramót í Nelson. Fórum á krá sem bauð upp á kvöldverð og síðan var skálað á mótelinu á miðnætti. Við sáum þrjá flugelda fara á loft og heyrðum óm af skemmtun ungmennanna á ströndinni. Vorum komin í háttinn um eittleitið, nokkuð fyrr en vanalega. Ólík áramót en við eigum að venjast.

Fylgdumst reyndar með undirbúningi unga fólksins í nágrenninu í aðdraganda hátíðarinnar og fannst þeir ekki að miklu leiti skera sig frá íslenskum ungmennum. Það eina sem var öðruvísi að þeir sátu utandyra með sinn bjór og skemmtu sér. Um nóttina var auðheyrt að mikið var um gleði og glaum og stóð hann langt fram á morgunn. Okkar unga fólk er á engan hátt að öðruvísi en þeir í Nýja sjálandi þegar kemur að skemmtanahaldi. 

Á nýjársdag var verið á ströndinni og síðan var haldið til Takaka sem er vinsæll sumardvalarstaður þann 2.janúar. Þar hittum við hluta fjölskyldunnar sem hafði dvalið þar yfir nýjárið.  

Við dvöldum þar í tvo daga í góður yfirlæti. Veiddum bæði lax og fórum á sjóstöng. Sáum ótal fallega staði og nutum samvista við hvort annað. Veðrið var alla daga á milli 25 og 30 stiga hiti og glampandi sól og hitinn oft yfirþyrmandi.

Síðan héldum við sjö ferðafélagarnir í ferð um vesturströndina. Gistum fyrstu nóttina í Westport. Heimsóttum Charlston sem var eitt sinn 40 þúsund manna gullgrafarabær en þar búa nú innan við 50 manns. Heimsóttum líka gamla gullnámu í nágrenninu.

Fórum og skoðuðum ótrúlega fallegan stað, Punakaiki, sem myndist þýðast sem pönnuköku klettarnir. Ólýsanlega fallegur staður þar sem regnskógurinn liggur allstaðar að. Náttúran er þarna í öllu sýnu veldi og sjórinn sýnir það óþyrmilega hvers hann er megnugur. Maður verður smár og vanmáttugur á þessum ógleymanlega stað.

Í nótt verður síðan gist í Greymouth sem er stærsti bær vesturstrandarinnar. Gamall kolavinnslubær sem eflaust hefur átt betri daga.  Hér búa um 14 þúsund manns.

Á morgun verður síðan farið yfir Arthur pass sem er fjallgarður sem gengur yfir miðjuna og er jafnframt þjóðgarður. Þaðan liggur síðan leið okkar á til Christchurch. Þar dveljum við í tvær nætur áður en haldið verður til Malasíu n.k. þriðjudag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Harðarson

sael og gledilegt ar anna - spennandi ferdalag hja ther - eg thingmannsveslingurinn verd ad lata mer duga kanari i thetta skiptid! -b.

Bjarni Harðarson, 6.1.2008 kl. 23:55

2 identicon

Hæ, Anna og fjölskylda!

Nú hljótið þið að vera komin til Malasíu!  Vona að ferðin gangi vel, og ég hlakka til að fá ferðasöguna yfir kaffibolla eftir miðjan mánuðinn.

Góða ferð heim!

kv. Sigrún Jónsd.

Sigrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband