Leita í fréttum mbl.is

Áramótakveðja frá Nelson

Gamlársdagur runninn upp og hér á Nýja sjálandi aðeins sex tímar eftir af árinu. Erum stödd í Nelson sem er vinsæll sumardvalarstaður hér á suðureyjunni.

Á leið okkar frá Pikton fórum við eftir ótrúlega fallegum fjallvegum í gegnum fjallendi þar sem Rei-skógurinn teygir sig frá fjöru til fjallstoppa. Mikið að fallegum víkum þar sem við stoppuðum til þess að njóta útsýnis og góðra veitinga. Fjallasýnin var ótrúleg og engu öðru lík. Landið er ótrúlega fallegt og margbreytileiki þess ótrúlegur.

Hér í Nelson búa um 45 þúsund manns og bærinn þekktur fyrir það að vera höfuðstaður lista og menningar á eyjunni. Meðal annars er gullsmiður sá sem gerði hringinn fræga úr Hringadróttinssögu með verslun hér í miðbænum og hringurinn þar til sýnis.

Einnig er ótrúlegur fjöldi safna og annarra skemmtilegra staða til að skoða. Bæði í bænum sjálfum og í næsta nágrenni.

Góðir golfvellir er hér líka sem hluti hópsins hefur nýtt sér og hefur að eigin sögn náð ótrúlegri leikni í golfinu. Mikið um fugla á vellinum en þó aðeins í óeiginlegri merkingu golfsins.

Í kvöld höfum við pantað okkur borð á góðum veitingastað. Ekki vitað af neinum ætluðum flugeldasýningum eða bálköstum. Vitum að þessi áramót verða með öðrum hætti en þau fyrri en slíkt fylgir er hátíðarhaldið er fjarri heimslóðum.

Í fyrramálið munum við síðan horfa á áramótaskaupið í gegnum tölvuna og hver veit nema við hlutum líka á ávarp forsætisráðherra.

Gleðilegt ár 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Eiríksson

Gleðilegt ár! Góðar kveðjur til ykkar.

Ásgeir Eiríksson, 31.12.2007 kl. 13:16

2 identicon

Elsku Anna og fjölskylda, GLEÐILEGT ÁR og bestu þakkir fyrir frábær kynni á liðnum árum!

Ég heyrði það í útvarpinu áðan að þið væruð búin að fagna áramótunum þarna niðurfrá....fyrst allra í heiminum!  Skál!

hlakka til að sjá ykkur öll hress og kát á næsta ári, gangi ykkur seinni helmingur ferðarinnar vel.

Áramótakveðjur,

Sigrún Jónsdóttir.

Sigrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 13:36

3 identicon

Gleðilegt nýtt ár og farsælt.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 01:51

4 Smámynd: Björk Vilhelmsdóttir

Gleðilegt ár elsku vinkona og þakka þér samstarfið og vináttuna á liðnu ári.

Sjáumst eftir hálfan mánuð.

Björk Vilhelmsdóttir, 4.1.2008 kl. 13:13

5 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Gleðilegt ár Anna og þakka þér fyrir samstarfið á síðasta ári. Bestu kveðjur frá Árósum.

Kristbjörg Þórisdóttir, 7.1.2008 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband