31.12.2007 | 05:00
Áramótakveðja frá Nelson
Gamlársdagur runninn upp og hér á Nýja sjálandi aðeins sex tímar eftir af árinu. Erum stödd í Nelson sem er vinsæll sumardvalarstaður hér á suðureyjunni.
Á leið okkar frá Pikton fórum við eftir ótrúlega fallegum fjallvegum í gegnum fjallendi þar sem Rei-skógurinn teygir sig frá fjöru til fjallstoppa. Mikið að fallegum víkum þar sem við stoppuðum til þess að njóta útsýnis og góðra veitinga. Fjallasýnin var ótrúleg og engu öðru lík. Landið er ótrúlega fallegt og margbreytileiki þess ótrúlegur.
Hér í Nelson búa um 45 þúsund manns og bærinn þekktur fyrir það að vera höfuðstaður lista og menningar á eyjunni. Meðal annars er gullsmiður sá sem gerði hringinn fræga úr Hringadróttinssögu með verslun hér í miðbænum og hringurinn þar til sýnis.
Einnig er ótrúlegur fjöldi safna og annarra skemmtilegra staða til að skoða. Bæði í bænum sjálfum og í næsta nágrenni.
Góðir golfvellir er hér líka sem hluti hópsins hefur nýtt sér og hefur að eigin sögn náð ótrúlegri leikni í golfinu. Mikið um fugla á vellinum en þó aðeins í óeiginlegri merkingu golfsins.
Í kvöld höfum við pantað okkur borð á góðum veitingastað. Ekki vitað af neinum ætluðum flugeldasýningum eða bálköstum. Vitum að þessi áramót verða með öðrum hætti en þau fyrri en slíkt fylgir er hátíðarhaldið er fjarri heimslóðum.
Í fyrramálið munum við síðan horfa á áramótaskaupið í gegnum tölvuna og hver veit nema við hlutum líka á ávarp forsætisráðherra.
Gleðilegt ár
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
-
vestfirdingurinn
-
golli
-
bjarnihardar
-
amman
-
jp
-
bjorkv
-
bryndisisfold
-
olimikka
-
salvor
-
agnesasta
-
eyglohardar
-
orri
-
gudfinnur
-
gesturgudjonsson
-
korntop
-
sveitaorar
-
stebbifr
-
helgasigrun
-
kex
-
garibald
-
strandir
-
hlini
-
gullistef
-
bleikaeldingin
-
kristinhelga
-
sigurdurarna
-
perlaheim
-
saethorhelgi
-
tidarandinn
-
gisliivars
-
arndisthor
-
kristbjorg
-
ibb
-
inaval
-
fararstjorinn
-
laugardalur
-
lks
-
hildurhelgas
-
ingithor
-
nonniblogg
-
faereyja
Af mbl.is
Innlent
- Utanríkisráðuneytið hafnaði beiðni Vélfags
- Rúta fór út af veginum: Hópslysaáætlun virkjuð
- Ráðherra segir sig frá máli vegna skyldleika
- Faðir eins barnanna segir borgina hafa brugðist
- Nýtt félag boðar farþegaflug til og frá Íslandi
- Riðuveiki greinist í Skagafirði
- Þarf að gæta þess að gera mig ekki vanhæfan
- Ríkið greiddi hálfan milljarð í bætur vegna ágreinings
- Dóra Björt útskýrir flutningana
- Kristrún: Fer ekki í aðgerðir án samtals
Erlent
- Friðarviðræður standa yfir á merkilegum tímamótum
- Vonarneisti fyrir konur og stúlkur
- Í ógöngum á Everest: Heppinn að sleppa í burtu
- Hæstiréttur segir nei við Maxwell
- Sultur sverfur að í umsetnum borgum í Súdan
- Sagt fækka um 6.000 störf: Fyrirtækið neitar
- Rauði krossinn reiðubúinn að aðstoða við að skila gíslunum
- Hvetur til kosninga og setur þrýsting á Macron
- Ný Covid-afbrigði herja á Bretland
- Vestrænir íhlutir í rússneskum drónum
Fólk
- Schumer frumsýndi myndarlegt þyngdartap
- Þriðji sonur Tinu Turner látinn
- Myndskeið Meghan Markle vekur mikla reiði
- Gullpiparsveinninn trúlofaður rúmu ári eftir skilnað
- Svona lítur Sisqó út í dag
- Sigga Beinteins sló í gegn
- Maðurinn á bak við hryllinginn
- Þægilegra að geta sofið á nóttunni
- Mig langaði til að hverfa
- Dregur sig í hlé frá tónleikaferðalagi Oasis vegna krabbameins
Íþróttir
- FH-ingurinn góður í Svíþjóð
- Valur Tindastóll kl. 19.15, bein lýsing
- Valur Stjarnan kl. 19.15, bein lýsing
- Glæsileg frumraun Njarðvíkingsins
- Katla í 23. sæti á HM
- Niðurbrotin Eygló ekki með á HM
- Vill meira frá Alberti
- Yfirgefur Manchester United
- Myndskeið: Glæsilegt sigurmark í blálokin
- Carragher lætur Bæjara heyra það
Viðskipti
- Hópur fjárfesta tjáir sig um Play
- Úramarkaðurinn: Indland sækir á meðan Kína gefur eftir
- Einar lætur af störfum
- Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar
- Lausn SnerpuPower til Norðuráls
- Vara neytendur við áhættu vegna sýndareigna
- Íslandsbanki hefur samrunaviðræður við Skaga
- Hið ljúfa líf: Nú nemur Baume et Mercier land
- Best ef áunnin og greidd vinna saman
- Aðskilnaðarkvíði ríkisforstjóra
Athugasemdir
Gleðilegt ár! Góðar kveðjur til ykkar.
Ásgeir Eiríksson, 31.12.2007 kl. 13:16
Elsku Anna og fjölskylda, GLEÐILEGT ÁR og bestu þakkir fyrir frábær kynni á liðnum árum!
Ég heyrði það í útvarpinu áðan að þið væruð búin að fagna áramótunum þarna niðurfrá....fyrst allra í heiminum! Skál!
hlakka til að sjá ykkur öll hress og kát á næsta ári, gangi ykkur seinni helmingur ferðarinnar vel.
Áramótakveðjur,
Sigrún Jónsdóttir.
Sigrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 13:36
Gleðilegt nýtt ár og farsælt.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 01:51
Gleðilegt ár elsku vinkona og þakka þér samstarfið og vináttuna á liðnu ári.
Sjáumst eftir hálfan mánuð.
Björk Vilhelmsdóttir, 4.1.2008 kl. 13:13
Gleðilegt ár Anna og þakka þér fyrir samstarfið á síðasta ári. Bestu kveðjur frá Árósum.
Kristbjörg Þórisdóttir, 7.1.2008 kl. 00:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.