26.12.2007 | 04:21
Á boxing day
Í dag er annar í jólum eða boxing day eins og hann heitir hér á slóðum.
Lögðum snemma af stað frá Christchurts og erum komin á stað við ströndina sem heitir Kaikoura. Vorum sérstaklega spurð úti það hvort við vildum ekki fá hvalaskoðun þegar við pöntuðum gistingu. Höfðum ekki sérstakan áhuga. Okkar hvalaskoðun hefur oftast verið á dauðum hvölum við verkun þeirra í hvalfirðinum á árum áður.
Viðkvæmt að ræða hér um hvalveiði og flesti sem við höfum rætt við telja það okkur Íslendingum ekki til tekna að hafa veitt hvali. Það eitt að hafa borða hvalkjöt er afar slæmt. Hér vilja menn gjarnan að allt verði með sama hætti og var fyrir 100 -200 árum í tengslum við nýtingu sjávarafangs. Menn eigi ekki að veiða nema sér til matar. Að mínu mati frekar útopísk hugmyndafræði sem mun ekki nást. Maður fer því varlega í allar slík umræðu hér þar sem félagar í Green peace eru fjölmargir og málefnið heitt.
Fórum í ferðalag í þrjá daga fyrir jólahátíðina til Hamner sem er 600 manna bær sem liggur inni í landi. Þar eru heitir hverir sem hafa verið nýtir til heilsubaða í yfir 100 ár. Fyrir nokkrum árum keyptu japanskir fjárfestir þessar heilsulindir og nú eru reknar þarna laugar með 12 ólíkum böðum. Gufuböð og einkapottar og rennibrautir eru líka í boði en fyrir það er greitt sérstaklega. Allt er þetta undir beru lofti og ekki ólíkt því að koma í íslenskrar laugar. Hitastigið í laugunum er frá 18-42 gráðum. Mikill fjöldi ferðamanna heimsækir þennan stað ár hvert allan ársins hring.
Leigðum okkur hús og vorum þarna í tvær nætur í góðu yfirlæti. Náðum meira að segja að fara á jólatónleika í lauginni á þann 21.desember sem náðu nokkru hámarki fyrir okkur í jólastemmingunni.
Þorláksmessa með pizzu veislu og smá smakki af skötu var öðruvísi. Jóladagurinn fór í verslunarferð og síðan hófst jólamáltíðin kl. 6.00 eins og hefðbundið er. Hitinn var hinsvegar mikill og næstum ólíft var innandyra. Möndlugrauturinn ekki að okkar skapi, allt með öðrum blæ. Hænurnar á heimilinu fengu mest af grautnum. Farið snemma í háttinn eftir langan dag.
Jóladagur er líka með öðrum hætti. Byrjað með fersku ávaxtasalati og kampavíni kl. 9.00 um morguninn og síðan var boðið upp á 12 mismunandi rétti fram eftir degi. Máltíðinni lauk síðan um 20.00 og mitt fólk var farið í rúmið um 21.00 Mikið fjör söngur og gleði. Þó er víst að þetta eru óvenjulegustu jól sem ég hef haldið og þau sem hafa minnsta stemminguna haft. Stemmningin var einfaldlega eftir einhverstaðar á milli Amsterdam og Singapore. Finn hana örugglega næstu jól.
Nú eru við lögð af stað í ferðalag upp að nyrsta hluta suðureyjunnar. Óvíst hvar við endum. Verðum hér í Kaikoura eina nótt síðan í Blenham og síðan bera ævintýrin okkur lengra.
Meira síðar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
-
vestfirdingurinn
-
golli
-
bjarnihardar
-
amman
-
jp
-
bjorkv
-
bryndisisfold
-
olimikka
-
salvor
-
agnesasta
-
eyglohardar
-
orri
-
gudfinnur
-
gesturgudjonsson
-
korntop
-
sveitaorar
-
stebbifr
-
helgasigrun
-
kex
-
garibald
-
strandir
-
hlini
-
gullistef
-
bleikaeldingin
-
kristinhelga
-
sigurdurarna
-
perlaheim
-
saethorhelgi
-
tidarandinn
-
gisliivars
-
arndisthor
-
kristbjorg
-
ibb
-
inaval
-
fararstjorinn
-
laugardalur
-
lks
-
hildurhelgas
-
ingithor
-
nonniblogg
-
faereyja
Af mbl.is
Innlent
- Utanríkisráðuneytið hafnaði beiðni Vélfags
- Rúta fór út af veginum: Hópslysaáætlun virkjuð
- Ráðherra segir sig frá máli vegna skyldleika
- Faðir eins barnanna segir borgina hafa brugðist
- Nýtt félag boðar farþegaflug til og frá Íslandi
- Riðuveiki greinist í Skagafirði
- Þarf að gæta þess að gera mig ekki vanhæfan
- Ríkið greiddi hálfan milljarð í bætur vegna ágreinings
- Dóra Björt útskýrir flutningana
- Kristrún: Fer ekki í aðgerðir án samtals
Erlent
- Friðarviðræður standa yfir á merkilegum tímamótum
- Vonarneisti fyrir konur og stúlkur
- Í ógöngum á Everest: Heppinn að sleppa í burtu
- Hæstiréttur segir nei við Maxwell
- Sultur sverfur að í umsetnum borgum í Súdan
- Sagt fækka um 6.000 störf: Fyrirtækið neitar
- Rauði krossinn reiðubúinn að aðstoða við að skila gíslunum
- Hvetur til kosninga og setur þrýsting á Macron
- Ný Covid-afbrigði herja á Bretland
- Vestrænir íhlutir í rússneskum drónum
Fólk
- Schumer frumsýndi myndarlegt þyngdartap
- Þriðji sonur Tinu Turner látinn
- Myndskeið Meghan Markle vekur mikla reiði
- Gullpiparsveinninn trúlofaður rúmu ári eftir skilnað
- Svona lítur Sisqó út í dag
- Sigga Beinteins sló í gegn
- Maðurinn á bak við hryllinginn
- Þægilegra að geta sofið á nóttunni
- Mig langaði til að hverfa
- Dregur sig í hlé frá tónleikaferðalagi Oasis vegna krabbameins
Íþróttir
- FH-ingurinn góður í Svíþjóð
- Valur Tindastóll kl. 19.15, bein lýsing
- Valur Stjarnan kl. 19.15, bein lýsing
- Glæsileg frumraun Njarðvíkingsins
- Katla í 23. sæti á HM
- Niðurbrotin Eygló ekki með á HM
- Vill meira frá Alberti
- Yfirgefur Manchester United
- Myndskeið: Glæsilegt sigurmark í blálokin
- Carragher lætur Bæjara heyra það
Viðskipti
- Hópur fjárfesta tjáir sig um Play
- Úramarkaðurinn: Indland sækir á meðan Kína gefur eftir
- Einar lætur af störfum
- Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar
- Lausn SnerpuPower til Norðuráls
- Vara neytendur við áhættu vegna sýndareigna
- Íslandsbanki hefur samrunaviðræður við Skaga
- Hið ljúfa líf: Nú nemur Baume et Mercier land
- Best ef áunnin og greidd vinna saman
- Aðskilnaðarkvíði ríkisforstjóra
Athugasemdir
Gleðileg jól elsku vinkona. Gott að heyra af ykkur þó svo jólastemningin sé ekki hjá ykkur andfætlingum okkar. En hún er hérna megin á hnettingum þar sem snjór er yfir öllu. Tréin svigna undan þunganum og ég reyni að finna stundir til að lesa Bíbí við kertaljós. Allt er þetta yndislegt.
Bið þig um að kyssa og knúsa Vilmund, Gunnar og mömmu þína frá mér. Þannig færðu 3 kossa og faðmlög frá mér.
Björk Vilhelmsdóttir, 27.12.2007 kl. 17:17
Mundu Anna, Jola stemningin er I hjarta folks,
en ekki I veraldlegum hlutum.
Vonum ad thid seud ad njota frisins ykkar
hvar sem thid erud of hvert sem thid farid..
Hjortur, Emma, Hera, Bjossi og Hjortur- I nyjasjalandi (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 12:14
Takk elsku Björk,
Gott að vita af góðum vinum hinum megin
Anna Kristinsdóttir, 31.12.2007 kl. 05:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.