6.12.2007 | 11:27
Endurskoðun bóta TR
Formaður Landsambands eldri borgara, Helgi Hjálmarsson, sagði í morgun í fréttum RÚV að það væri naumt skammtað á garðann og að eldri borgarar þurfi 200.000 á mánuði til að lifa mannsæmandi lífi.
Þessi ummæli komu í kjölfar þess að ríkisstjórnin tilkynnti í gær að hún hyggist verja fimm miljörðum á ári í að bæta kjör aldraðra á öryrkja. Í því felst m.a. að skerðing bóta vegna tekna maka verði afnumin 1. apríl og frítekjumark ellilífeyrisþega hækki í hundrað þúsund á mánuði frá fyrsta júlí. Jafnframt að skerðing á lífeyri vegna séreignasparnaðar verði afnumin 1. janúar 2009. Vasapeningur vistmanna á stofnunum hækki næsta ári um 8.000 á mánuði eða um 30%, og verði 36.500.
Aðalvandinn er að mínu mati sá að lífeyriskerfið sjálft þarf að skera upp. Það verður að gera betur við þá lífeyrisþega sem á því þurfa að halda og hætta að greiða bætur til þeirra sem eru það vel staddir fjárhagslega að þeir þurfa ekki á slíkum bótagreiðslum að halda.
Slíkt mun til lengri tíma, þótt sársaukafullt sé, skila samfélagi velferðar sem stendur undir nafni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
- vestfirdingurinn
- golli
- bjarnihardar
- amman
- jp
- bjorkv
- bryndisisfold
- olimikka
- salvor
- agnesasta
- eyglohardar
- orri
- gudfinnur
- gesturgudjonsson
- korntop
- sveitaorar
- stebbifr
- helgasigrun
- kex
- garibald
- strandir
- hlini
- gullistef
- bleikaeldingin
- kristinhelga
- sigurdurarna
- perlaheim
- saethorhelgi
- tidarandinn
- gisliivars
- arndisthor
- kristbjorg
- ibb
- inaval
- fararstjorinn
- laugardalur
- lks
- hildurhelgas
- ingithor
- nonniblogg
- faereyja
Athugasemdir
Heyr, heyr!
Jmh (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 15:31
Ég sé ekki að ekkjan með sem býr ein í leiguhúsnæðir og er orðin 86 ára gömul, sem hefur 17 þús. á mánuði í lífeyrissjóð. Hafi mikið út úr þessu. Ekki hleypur hún út á vinnumarkaðinn, ekki græðir hún á afnámi tekjuskerðingu maka, jú, hún fær 8 þús. til viðbótar í lífeyrissj. 1. júlí 08. Heyr,heyr. þessi hópur virðist hafa gleymst, en þurfti líklega mest á þessu að halda. Það er þessi hópur sem formaður félags eldri borgara er vonandi að tala um, þessi hópur er mun stærri en ráðmenn gera sér grein fyrir.
Jóhanna Guðm. (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 08:41
Einmitt þetta sem þarf að leiðrétta. Kerfið þarf að skera upp.
Á mínu heimili býr rúmlega 80 ára ellilífeyrisþegi sem aldrei var á vinnumarkaði nema 10 síðustu starfsárin. Hann fær því engar greiðslur úr lífeyrissjóð. hann er eignalaus. Hann fær 98 þúsund frá tryggingastofnun á mánuði og á að lifa af því. Veit ekki hvernig hann færi að slíku ef hann þyrfti að greiða fyrir afnot af húsnæði. Það eru ekki allir það heppnir að geta búið hjá ættingjum.
Hér býr líka ungur maður sem er 75% öryrki. Hann fær hærri bætur og vinnur auk þess með skóla. Þegar hann lýkur námi mun hann vinna fulla vinnu.
Hér er líka barn á ummönnunarbótum. Sé ekki að mikil vinna verði fyrir það nema í vernduðu umhverfi. Ég ég kvíði fyrir framtíð þess.
Anna Kristinsdóttir, 7.12.2007 kl. 13:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.