4.12.2007 | 22:02
Svandís og Hanna Birna sammála um þörf á nýjum áherslur.
Heyrðist ekki betur í dag, þegar ég hlustaði á fund Borgarstjórnar, að borgarfulltrúi Svandís Svavarsdóttir fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs talaði í sama tón og Hanna Birna Kristjánsdóttir fulltrúi Sjálfstæðisflokks. Tilbreyting að heyra slíkan samhljóm með fulltrúum meirihluta og minnihluta í borgarstjórn Reykjavíkur.
Svandís ræddi um gamaldags vinnubrögð í stjórnmálum og þá nýju sýn sem hún hefði á stjórnmálin. Átakapólitík ætti ekki alltaf við, heldur yrðu menn að taka upp samstöðupólitík. Hennar sannfærðing var að stjórnmálamenn ættu að nýta þá aðferð meira. Þótt enn séu átakalínur í stjórnmálum þá eiga menn að vinna betur saman að góðum málum, hvort sem þeir eru í minnihluta eða meirihluta.
Það væri ekki stjórnmálunum til framdráttar að beita sífellt átakapólitík og þar skipti ekki máli hvort menn kæmu úr meirihluta eða minnihluta. Þarna talaði fulltrúi úr meirihluta.
Síðan tók borgarfulltrúi Hanna Birna Kristjánsdóttir undir umræðuna um form gærdagsins í stjórnmálum. Þar talaði hún í sama tón og hún gerði svo ágætlega á ráðstefnu stjórnsýslu og stjórnmála s.l. föstudag sem ég hef áður skrifað um hér á síðuna.
Hanna Birna talaði um formið á stjórnmálunum sem við göngum svo hressilega inn í. Hún taldi að helsta ógn stjórnmálanna sé hvað stjórnmálamenn séu hræddir við að breyta forminu.
Það eigi að vera nýsköpun í forminu. Það sé jafnframt mikilvægt að brjóta formið meira í samskiptum minnihluta og meirihluta. Það séu þó enn ungir menn sem ganga þennan veg á eftir forverum sínum í stjórnmálunum og vinna á sömu forsendum og þeir gerðu.
Þessi orð hljómuðu eins og tónlist í mín eyru. Við verðum að fara að breyta vinnubrögðum í stjórnmálunum, ekki síst til þess að almenningur fái aftur trú á þeim.
Þessi gamaldags vinnubrögð í stjórnmálum eru ekki endilega borgarbúum til góðs.
Það er komin tími til að breyta.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
- vestfirdingurinn
- golli
- bjarnihardar
- amman
- jp
- bjorkv
- bryndisisfold
- olimikka
- salvor
- agnesasta
- eyglohardar
- orri
- gudfinnur
- gesturgudjonsson
- korntop
- sveitaorar
- stebbifr
- helgasigrun
- kex
- garibald
- strandir
- hlini
- gullistef
- bleikaeldingin
- kristinhelga
- sigurdurarna
- perlaheim
- saethorhelgi
- tidarandinn
- gisliivars
- arndisthor
- kristbjorg
- ibb
- inaval
- fararstjorinn
- laugardalur
- lks
- hildurhelgas
- ingithor
- nonniblogg
- faereyja
Athugasemdir
sammála þér og þeim.
Björk Vilhelmsdóttir, 4.12.2007 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.