3.12.2007 | 23:49
Múrbrjóturinn
Í dag er alþjóðadagur fatlaðra. Við það tækifæri hafa Landssamtökin Þroskahjálp undanfarin ár afhent Múrbrjótinn til aðila eða verkefnis sem brýtur niður múra í réttindamálum og viðhorfum til fatlaðs fólks.
Ég var viðstödd athöfnina í dag þegar Kennaraháskóla Íslands var veittur Múrbrjóturinn vegna starfstengds diplómanáms fyrir fólk með þroskahömlun sem tók til starfa á þessu hausti.
Það þarf hugrekki til þess að fara ótroðnar slóðir og slík hugrekki hefur Kennaraháskólinn sýnt með þessu framtaki. Skólinn á heiður skilin fyrir að setja á laggirnar námsbraut fyrir fólk með þroskahömlun. Ekki aðeins sýnir þessi ákvörðun hugrekki heldur líka áræðni og fumkvæði og ber víðsýni og jafnréttishugsjónum forsvarsmanna skólans glöggt merki. Það eru eiginleikar sem eru afar mikilvægir hverri menntastofnun.
Það er ástæða til að þakka þetta góða framtak og óska öllu því góða fólki sem að þessu hefur unnið innilega til hamingju.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
- vestfirdingurinn
- golli
- bjarnihardar
- amman
- jp
- bjorkv
- bryndisisfold
- olimikka
- salvor
- agnesasta
- eyglohardar
- orri
- gudfinnur
- gesturgudjonsson
- korntop
- sveitaorar
- stebbifr
- helgasigrun
- kex
- garibald
- strandir
- hlini
- gullistef
- bleikaeldingin
- kristinhelga
- sigurdurarna
- perlaheim
- saethorhelgi
- tidarandinn
- gisliivars
- arndisthor
- kristbjorg
- ibb
- inaval
- fararstjorinn
- laugardalur
- lks
- hildurhelgas
- ingithor
- nonniblogg
- faereyja
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.