Leita í fréttum mbl.is

Munu stjórnmálin breytast?

Fór á sérstaklega skemmtilegan ráðstefnu s.l. föstudag. Þetta var afmælisráðstefnu stofnunar stjórnsýslu og stjórnmála sem hélt upp á fimm ára afmæli sitt.

Yfirskrift ráðstefnunnar var "Ný form lýðræðis" Íbúalýðræði, lýðræðiskerfi sveitarfélaga og félagsauður. Aðal fyrirlesturinn var fluttur af Gerry Stoker prófessor við Háskólann í Southhamptin og hét hann" Civic engagement and new forms of democracy in local politics-Are they a threat to representative democracy or a necessary support in times of declining in traditional politics?

Forseti Íslands ávarpaði samkomuna í byrjun og var gaman að sjá hann setja sig aftur í stelingar stjórnmála prófessors. Meðal þess sem hann sagði var að við Íslendingar hefðum verið þjóð án mannréttinda fyrir eini öld. Lýðræðisþróun væri í sífeldri hreyfingu og  væri mjög ungt. Hann ræddi um að áður hefðu stjórnmálamenn verið með meiri þekkingu en almenningur en slík ætti ekki við í dag. Valdastéttin, þ.e. stjórnmálamennirnir væru tregir til að viðurkenna það að almenningur sé jafn fær um að afla sér upplýsinga og taka þannig bestu ákvörðun. Jafnframt það að íbúar væru ekki lengur tilbúnir að sætta sig við að einhverjir aðrir, þótt um kjörna fulltrúa sé að ræða, séu til þess betur fallnir að taka rétta ákvörðun.

Næstur var síðan Gerry Stoker. Sérstaklega skemmtilegur og áheyrilegur fyrirlesari. Hann hefur unnið að fjölda rannsókna á sviði lýðræðis, stjórnsýslu og sveitarstjórnarmála. Hann hefur gefið út yfir 20 bækur um þessi málefni og ritað yfir 80 fræðigreinar. Bók hans "Why politics matter" vann til verðlauna í Bretlandi sem besta rit um stjórnmál árið 2006.

Hann taldi að almenningur væri farin að nálgast stjórnmálin á annan hátt. Þetta kæmi til vegna breytinga á lýðræði og lýðræðisríkjum í heiminum. Hann taldi að almenningur vildi taka þátt í lýðræðinu en ekki endilega stjórnmálunum. Þannig hefur einstaklingshyggjan breytt viðhorfum almennings.  Stjórnmál snúast ekki bara um að velja og nauðsyn þess að hlusta á kjósendur. Stjórnmálamenn þurfa að senda skilaboð og jafnfram hlusta. Eins og almenningur þekkir þetta eru stjórnmál oftast einhliða tjáskipti og bregðast því kjósandanum.Ákvarðanir eru teknar án samráðs.

Stjórnmálin hafa líka breyst. Áður voru menn í stjórnmálum í ákveðin tíma en snéru sér síðan aftur að fyrra starfi. Nú væru stjórnmál orðið lífsstarf einstaklinga. Þannig séu þetta einstaklingar sem alast upp í stjórnmálakerfinu. Síðan koma að breytingar á stjórnmálaflokkunum. Meira orðið í þátt átt að þetta séu kjarnar sem stýrt er  af sérfræðingum. Einsmálshópar  eru líka að koma að stjórnmálaunum í meira mæli.  Almenningur farinn að nálgast stjórnmála á annan hátt. Vilja stjórnmál fyrir alla. Það þarf að opna nýjar leiðir til þátttöku. Gera leiðirnar færari og ýta undir hana, í hvaða formi sem hún er. Þótt bara til þess að taka til máls. Margt annað kom fram í máli hans sem áhugavert er og efni í annan pistil.

Hann Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi, flutti síðan stutt erindi og var það um margt áhugavert. Hún talaði í þá vera að maður fylltist þeirri von að nýtt fólk myndi færa ný vinnubrögð inn á svið stjórnmálanna.

Það sem mér fannst áhugaverðast í hennar erindi var umræðan um það form sem stjórnmálin eru föst í. Það að andstæðingar í stjórnmálum eru ekki endilega ósammála en verða að vera það formsins vegna. Það að vera í minnihluta þýðir að þá ert þú á móti flestu því sem meirihlutinn leggur fram, og öfugt. Þetta er það form sem stjórnmál hafa verið sett í og virðist erfitt að breyta því. Þarna þyrfti nýsköpun.

Hún ræddi líka um að lýðræðið og hvernig mætti gera á því tilraunir. Mætti t.d. rekast utan í það, það veri ekki ósnertanlegt. Að lýðræðið þoli umræðu, þoli tilraunir. Ekki nálgast það eins og eitthvað sem ekki má nálgast

Hún taldi að samtalið við almenning ætti ekki að vera aðalatriði heldur aðgerðirnar. Fólkið á að velja. . Sveitarstjórnir besta tækið. Sveitarstjórnamálin væru átakaminni en landsmálin. Nálgunin er meiri. Skóla og skipulagsmál eiga þannig að geta verið tæki til tilrauna með lýðræðið.  

Gunnar Helgi Kristinsson sagði frá nýju þriggja ára rannsóknar og þróunarverkefni sem stofnunin fer nú í í samvinnu við Samband sveitarfélaga um íbúalýðræði og félagsauð.  

Að lokum flutti Dagur B. Eggertsson lokaorð. 

Þarna komu fram virkilega áhugaverð sjónarmið og verður áhugavert að fylgjast með þróun mála á þessum vettvangi á næstu misserum. Ekki síst íbúalýðræðinu.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband