1.12.2007 | 12:55
Hvað með hagsmuni íbúa Bústaðarhverfis
Skrítin skilaboð sem bárust okkur íbúum Bústaðarhverfis í hádegisfréttum. Það sagði formaður framkvæmdaráðs borginnar eftirfarandi;
Mislæg gatnamót Bústaðarvegar og Reykjanesbrautar hafa ekki verið slegin af, Þeim hafi hins vegar verið frestað til að finna betri lausnir fyrir umhverfið. Ástand gatnamótanna verði metið eftir að vinstri beygjunni frá Bústaðarvegi inn á Reykjanesbraut verði lokað.
Nú hafa þessi mál oft verið rædd við forsvarsmenn borgarinnar á liðnum misserum af íbúum hverfisins. Ekki síst vegna þeirrar miklu umferðar sem fer eftir Bústaðarhverfi og í raun klýfur hverfið í tvennt. Börnin í hverfinu sem búa ofan Bústaðarvegar og þurfa að sækja æfingar hjá Víkingi verða að fara yfir þessa miklu umferðaræð til þess að stunda íþróttir. Ekki hefur verið hægt að setja undirgöng eða brú til að leysa vandann.
Í samtölum við borgarfulltrúa hefur komið fram að ekki verði farið í þessa framkvæmd. leita verði annarra leiða til að leysa umferðarvandann. Umferðinn sé nú þegar of mikil í hverfinu.
Nú virðist nýtt hljóð vera komið í fulltrúa borgarinnar. Íbúar Bústaðarhverfis munu ekki sitja þegjandi undir slíku.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
-
vestfirdingurinn
-
golli
-
bjarnihardar
-
amman
-
jp
-
bjorkv
-
bryndisisfold
-
olimikka
-
salvor
-
agnesasta
-
eyglohardar
-
orri
-
gudfinnur
-
gesturgudjonsson
-
korntop
-
sveitaorar
-
stebbifr
-
helgasigrun
-
kex
-
garibald
-
strandir
-
hlini
-
gullistef
-
bleikaeldingin
-
kristinhelga
-
sigurdurarna
-
perlaheim
-
saethorhelgi
-
tidarandinn
-
gisliivars
-
arndisthor
-
kristbjorg
-
ibb
-
inaval
-
fararstjorinn
-
laugardalur
-
lks
-
hildurhelgas
-
ingithor
-
nonniblogg
-
faereyja
Athugasemdir
Því miður komst ég ekki á stofnfund íbúðasamtakana um daginn. Er einhver heimasíða fyrir þau og er einhver undirskriftarlisti til að mótmæla þessum "fyrirhuguðu" framkvæmdum? Lokun útleiðar úr hverfinu frá Bústaðavegi á Reykjanesbraut mun þýða enn meiri umferð Réttarholtsveg við Réttarholtsskóla fyrir utan óþægindi fyrir íbúa sem starfa í þeim hluta borgarinnar. Hvernig er það eru engar reglur um öruggt aðgengi barna að hverfisskóla fyrir 12 ára börn?
Sigríður Þórarinsdóttir (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 08:55
Sæll Sigríður,
Stjórn íbúasamtakanna fundar n.k. fimmtudag. Við munum áræðanlega senda frá okkur yfirlýsingu vegna þessa máls í kjölfarið. Á nýju ári munum við síðan boða til íbúafundar vegna umferðarmála.
Heimasíða íbúasamtaka Bústaðarhverfisins er í vinnslu og verðu tilbúin á næstu vikum.
Kveðja
Anna Kristinsdóttir, 3.12.2007 kl. 15:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.