30.11.2007 | 23:47
Atvik sem ekki gleymist
Það eru næstum tuttugu ár síðan þetta gerðist. Ég var í barnaafmæli vestur í bæ. Synir mínir tveir voru að leika sér með hinum gestunum fyrir utan húsið.
Þetta er atvik sem aldrei gleymist. Eitt barnið kom hlaupandi inn og sagði við mig "það var keyrt á strákinn þinn".
Ég hljóp út, allt gerðist ótrúlega hægt. Sonur minn lá á götunni. Það blæddi úr eyrum, nefi og munni en hann grét. Hann var með meðvitund.
Ég sá ekki þann sem keyrði bílinn. Mér var seinna sagt að hann hefði grátið enn sárar en ég. Sjúkrabíl og lögregla komu næstum strax að mér fannst. Í sjúkrabílnum náði ég að róa mig.
Þetta fór betur en á horfði. Slæmt lærbrot og nokkrar skrámur. Sex vikur í strekk á spítala. En allt löngu gróið. Upplifunin gleymist aldrei.
Öll mín samúð hjá foreldrum litla barnsins.
Ók á barn og stakk af | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
- vestfirdingurinn
- golli
- bjarnihardar
- amman
- jp
- bjorkv
- bryndisisfold
- olimikka
- salvor
- agnesasta
- eyglohardar
- orri
- gudfinnur
- gesturgudjonsson
- korntop
- sveitaorar
- stebbifr
- helgasigrun
- kex
- garibald
- strandir
- hlini
- gullistef
- bleikaeldingin
- kristinhelga
- sigurdurarna
- perlaheim
- saethorhelgi
- tidarandinn
- gisliivars
- arndisthor
- kristbjorg
- ibb
- inaval
- fararstjorinn
- laugardalur
- lks
- hildurhelgas
- ingithor
- nonniblogg
- faereyja
Athugasemdir
Þetta hefur verið erfið lífsreynsla bæði fyrir barnið, þig og ökumanninn. Gott að allt fór vel á endanum.
En hvað gefur fólki leyfi til þess að aka í burtu af slysstað, sama hve alvarlegt slysið er þ.e hvort keyrt var á manneskju eða bíl, þetta er einfaldlega ófyrirgefanlegt og það á að veita fólki sem hverfur svona af slysstað ærlegt tiltal.
Óttarr Makuch, 1.12.2007 kl. 00:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.