27.11.2007 | 23:01
Að vera sammála um að vera ósammála
Mér finnst á margan hátt að það sé nýtt skeið runnið upp í íslenskum stjórnmálum. Þetta skeið einkennist af því að samherjar í stjórnmálum hafa á einhvern hátt sammælst um það að vera ósammála.
Ekki það að þessir stjórnmálamenn þurfi að tilheyra sama flokknum, þótt slíkur ágreiningur þekkist auðvitað innan sama flokks, heldur hitt að stjórnmálamenn sem tilheyra sama meirihluta eru ósammála um fleiri og fleiri máli.
Virðist hafa verið tekið upp samkomulag um það að mega hafa aðra skoðun á málum. Að mega vera ósammála.
Í dag voru það Geir og Ingibjörg sem ekki sáu þróunarskýrslu Sameinuðu Þjóðanna, sem kynnt var í dag, með sömu augum.
Geir taldi að ekkert ýti á það að við Íslendingar myndum auka við þróunaraðstoð eða afstöðu okkar í umhverfismálum þótt við værum það lands sem byggi við best lífsskilyrðin.
Ingibjörg taldi hinsvegar að staða okkar á listanum auki á skyldur okkar vegna þróunaraðstoðar og pólitískrar ábyrgðar okkar alþjóðastjórnmálum.
Þetta virðist vera lenskan í meira og meira mæli að samherjar í ríkisstjórn hafa leyfi til að hafa ólíka sýn á einstök mál. Það sama gildir að sama skapi í borgarstjórn þegar menn ekki geta komið sér saman um stefnu í einstökum málum. Að vera þá bara ósammála.
Skyldi þessi nýi stíll verða til þess að málin vinnist hraðar eða að sameiginleg niðurstaða fáist?
Er alls ekki viss um það.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
- vestfirdingurinn
- golli
- bjarnihardar
- amman
- jp
- bjorkv
- bryndisisfold
- olimikka
- salvor
- agnesasta
- eyglohardar
- orri
- gudfinnur
- gesturgudjonsson
- korntop
- sveitaorar
- stebbifr
- helgasigrun
- kex
- garibald
- strandir
- hlini
- gullistef
- bleikaeldingin
- kristinhelga
- sigurdurarna
- perlaheim
- saethorhelgi
- tidarandinn
- gisliivars
- arndisthor
- kristbjorg
- ibb
- inaval
- fararstjorinn
- laugardalur
- lks
- hildurhelgas
- ingithor
- nonniblogg
- faereyja
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.