21.11.2007 | 11:22
Úrsögn mín úr Framsóknarflokknum
Ég hef starfað með framsóknarflokknum frá árinu 1980. Ég starfaði til að byrja með í ungliðahreyfingu flokksins og þegar ég hafði aldur til gekk ég til liðs við félögin í Reykjavík.
Um langt árabil hef ég verið í forystusveit félaganna í Reykjavík. Var m.a. fyrsta konan sem gegndi starfi formanns Framsóknarfélags Reykjavíkur. Ég hef setið í miðstjórn flokksins samfellt í 16 ár og var borgarfulltrúi flokksins á árunum 2002-2006.
Ég hef alla tíð talið mig starfa að heilindum með Framsóknarflokknum. Ég hef gert allt mitt til þess að vinna stefnumálum hans brautargengi utan sem innan flokks. Af þessu starfi mínu hef ég oftast haft ánægju og ekki síður hef ég fengið til þess tækifæri að kynnast fjöldanum öllum af góðu fólki.
En allt er breytingum undirorpið. Á síðustu misserum hefur mér fundist sú taug sem tengt hefur mig við flokkinn hafa rofnað. Ég hef átt erfiðara með að samsama mig við þá stefnu sem flokkurinn hefur unnið að og gagnrýnt margt í verkum hans. Ekki síður hefur gagnrýni mín beinst að þeim vinnubrögðum sem mér hefur þótt vera beitt innan flokksins.
Ég hef reynt að leggja mig fram við að vinna að betri vinnubrögðum innan flokksins, talið sjálfum mér og öðrum trú um það um langt skeið, að brátt séu bjartari tímar framundan. Að fari menn að vinna með öðrum takti og með nýju fólki munum við öll finna fjölina okkar aftur.
Því miður sýnist mér að sú von mín ætli ekki að rætast. Margt af því góða fólki sem ég hef starfað með á löngum ferli er horfið á braut. Sumir hafa kvatt flokkinn með formlegum hætti og aðrir vilja ekki lengur taka þátt í starfi hans. Þeir hafa misst trú á flokknum.
Ég hef alltaf reynt að tala hreint út. Það á jafnt við um vinnubrögð og stefnumál innan flokksins. Slíkt er þó ekki fallið til vinsælda. Ekki síst þegar sífellt er klifað á nauðsyn þess að tala einum rómi utan flokksins og leysa deilur innanflokks. Á sama tíma er horft fram hjá vinnubrögðum innan flokksins sem ekki eiga heima í starfi stjórnmálaflokks sem á að vera í forystu í framgangi lýðræðis og jafnræðis innan samfélagsins.
Mér finnst á margan hátt að á flokkurinn minn sé horfinn og ég geti ekki lengur fundið hvar og hvernig hjarta hans slær. Að flokkurinn hafi færst of mikið frá stefnu sinni og það þróttmikla starf sem áður einkenndi hann sé nú fyrir bí.
Mér er það ekki létt að segja skilið við margt af því góða fólki sem enn fylgir flokknum, en í núverandi stöðu tel ég mig knúna til þess að segja mig úr Framsóknarflokknum.
Ég hef jafnframt tilkynnt úrsögn mína til skrifstofu Framsóknarflokksins í dag.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:23 | Facebook
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
- vestfirdingurinn
- golli
- bjarnihardar
- amman
- jp
- bjorkv
- bryndisisfold
- olimikka
- salvor
- agnesasta
- eyglohardar
- orri
- gudfinnur
- gesturgudjonsson
- korntop
- sveitaorar
- stebbifr
- helgasigrun
- kex
- garibald
- strandir
- hlini
- gullistef
- bleikaeldingin
- kristinhelga
- sigurdurarna
- perlaheim
- saethorhelgi
- tidarandinn
- gisliivars
- arndisthor
- kristbjorg
- ibb
- inaval
- fararstjorinn
- laugardalur
- lks
- hildurhelgas
- ingithor
- nonniblogg
- faereyja
Athugasemdir
Heill og sæl. Anna Kristinsdóttir.
Ég tek undir með þér þú er mjög virt kona að mínu áliti og hefur tjáð þínar skoðanir með afgerandi hætti. þessar skoðanir eru mjög heilbrigðar og eiga heima hvar sem er. Þú ert kona sem fólk tekur eftir. Enn því miður eru þínir flokksfélagar ekki á sömu skoðun.
Frekar haf þau reynt að flæma þig burtu vegna þess að þú hefur kjark og þor að standa fast gegn þessu fólki. Það er rétt hjá þér mikið af góðu fólki er farið burt frá Framsóknarflokknum. Nú tekur tími við sem þú skalt hugsa málið ? Vertu róleg það mun koma tími til að ákveða sig hvaða flokk þú mundir kjósa og vinna með til að bæta þetta þjóðfélag okkar. það er mín skoðun að Framsóknarflokkur muni nú missa stórlega fylgið sitt vegna klíkuskapar og frekju sem þeir gera öðrum.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 21.11.2007 kl. 15:36
Já - þetta eru aldeilis tíðindi! Gangi þér vel að finna þinn stað í pólitíkinni - því þar átt þú svo sannarlega heima.
Kveðja, Ásgeir
Ásgeir Eiríksson, 21.11.2007 kl. 17:17
Ja þetta eru aldeilis tíðindi þykir mér. En Þetta sýnir hvað þú ert ákveðin og staðföst. það veit ég að þessi ákvörðun hefur ekki verið tekin eftir stutta umhugsun eftir allt það starf sem þú hefur unnið fyrir Framsóknarflokkinn. þetta merkir vonandi ekki að þú sért hætt afskiptum af pólitík, því þar áttu margt eftir ógert. Vonandi að þú finnir skoðunum þínum farveg annarsstaðar.
Kveðja að vestan.
Ingólfur H Þorleifsson, 21.11.2007 kl. 21:15
Til hamingju með þessa ákvörðun.
Georg Eiður Arnarson, 21.11.2007 kl. 23:09
Þetta eru mikil tíðindi Anna. Ég vona að þér gangi vel í verkum þínum í stjórnmálum, hvar svo sem það verður. Enda vona ég að þú sért ekki hætt í virku stjórnmálastarfi. Þú hefur unnið af heiðarleika og krafti í pólitík og munt vonandi verða áfram sýnileg á þeim vettvangi.
kveðja að norðan
Stefán Friðrik Stefánsson, 21.11.2007 kl. 23:30
Ja, þetta eru tíðindi! Og svo ég vitni í þína eigin bloggsíðu frá 5.10. s.l. "Við framsóknarmenn höfum lengi setið undir því að vera manna spilltastir í pólitík. Ég hef þó seint talið mig eða mikinn meirihluta framsóknarmanna falla þar undir. Þó verður að viðurkennast að innan okkar raða leynast einstaklingar sem setja sinn eigin hag fram yfir heildarhag kjósenda flokksins eða íbúa þess svæðis sem þeir eru kjörnir fyrir.” Og aftur síðar í blogginu: “Ekki síður þykir mér það vafasamt, ef satt er, að stjórn þess nýja félags sem nú hefur verið skipuð skammti sér 350 þúsund króna mánaðarlaun. Og þarna sitja menn sem kjörnir fulltrúar almennings og fara með almennafé. Mín krafa til kjörinna fulltrúa framsóknarflokksins er að menn vinni eftir þeim lögum og reglum sem liggja að baki góðri stjórnsýslu." Sjálfur sagði ég mig úr Framsóknarflokknum daginn fyrir síðustu kosningar af sömu ástæðum og þú telur upp í blogginu þínu í dag. Og sökudólgurinn í því tilfelli gekk í berhögg við tilvitnanirnar af bloggsíðu þinni frá 5.10. s.l. Og hver skyldi það hafa verið? Jú mikið rétt, það var Anna Kristinsdóttir fyrrverandi félagi í Framsóknarflokknum sem gerði nákvæmlega allt það sem þú gagnrýndir aðra fyrir á bloggsíðu þinni 5.10. s.l. og þá í hlutverki formanns stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins og Bláfjallafólkvangs. Og niðurstaðan er sú að Framsóknarflokkurinn er nú án okkar fjandvinanna.
Friðjón Árnason (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 08:48
Til hamingju Anna, þú átt skilið allt það besta og ef þú finnur þig ekki í Framsóknarflokknum þá átt þú ekki að vera þar.
En í pólitík átt þú heima, kona með þínar áherslur og þína reynslu.
Björk Vilhelmsdóttir, 22.11.2007 kl. 09:29
http://gvald.blog.is/blog/gvald/entry/371900
G. Valdimar Valdemarsson, 22.11.2007 kl. 12:06
Velkominn í hópinn
Guðný Jóhannesdóttir, 22.11.2007 kl. 12:10
velkomin í hópin Anna mín það fækkar alltaf þessum gömlu góðu
Guðný Jóhannesdóttir, 22.11.2007 kl. 12:11
Mikið held ég að framsóknarmenn gleðjist núna allavega veit ég að það hlakkar í fyrrum starfsfólki skíðasvæðana sem þú eyðilagðir starfið fyrir á síðasta vetri með þvílíkum kjánagangi og vankunnáttu að vart verður lagað á næstuni á ég þar við okkur lausafólikið sem ekki þurfti að segja upp og þrátt fyrir íterkaðar beiðnir til þín sástþú ekki ástæðu til að tala við.
Ég á eitt ráð til þín hættu í stjórnmálum
Ísleifur Friðriksson (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 15:24
Sæl Anna mín,
Ég tek undir orð Bjarkar og Guðnýar, þ.e. "Til hamingju" með þessa ákvörðun og "velkomin í hópinn"!
Ég get vel ímyndað mér að fyrir þig hafi aðdragandinn að þessari ákvörðun verið erfiður þótt lokaniðurstaðan hafi verið auðveld. Sjálf sagði ég mig úr flokknum fyrir stuttu síðan að vel athuguðu máli!
Ég þakka þér skemmtilegt og traust samstarf úr flokkstarfinu og vona svo sannarlega að við munum finna sömu "fjölina" ef af frekara félagsmálastússi verður í framtíðinni, sem ég efast reyndar ekki um að verði!
Mbk, frá fyrrverandi framsóknarmanni,
Sigrún Jónsdóttir, fv. formaður FR-Suður.
Sigrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 15:27
Sæl Anna,
Til hamingju og velkomin í hópinn.
Las að þú ert að fara til Nýja Sjálands! sendi hér slóð á ferðasögu okkar hjóna frá ferð til þssa dásamlega lands http://nemendur.khi.is/gudrhard/Nyja%20Sjaland%202002_files/Nyja%20Sjaland%202002.htm
Góða ferð
Guðrún Alda
Guðrún Alda Harðardóttir (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 18:27
Ég óska þér innilega til hamingju með það að hafa loksins séð ljósið.
Kær kveðja
Viktoría
Viktoría (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 12:19
Það mun hafa verið þér erfið ákvörðun, að segja skilið við Framsókn. Vinir þínir til áratuga eru jú þar og suma hefur þú auðvitað þekkt, allt frá þeim tíma þegar þú varst að snudda með pabba þínum í kosningabaráttunum.
Fannst mér það þó nokkuð skondið, hvað líti bar á Birni Inga í baráttunni fyrir Alþingiskosningarnar síðustu.
Hef fengið á því skýringar.
Þinna starfskrafta er enn þörf í ísl. pólitíkk, svo mikið er víst.
Kynntist nokkuð þínum starfsaðferðum, þegar þú hafðir formennsku ÍTR á herðum, það var til mikils sóma.
Síaðn hefur verið lengra á milli en samt vona ég, að þessi skilnaður verði þe´r léttbærari en nú virðist. Vonandi munu vinnubrögð Jóns Sigurðssonar loða nokkuð við og annarskonar aðferðir hverfi.
Annars er pláss hjá okkur í Íhaldinu, eins og þú mæta vel veist.
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 23.11.2007 kl. 14:58
Flott hjá þér Anna og velkomin í hópinn. Vissi alltaf að þú ert bæði prinsippmanneskja og hugrökk!
Jóhann M. Hauksson (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 15:35
Gott hjá þér Anna, það er frelsi að ekki vera ekki bundinn í klafa stjórnmálaflokks. Það eina sem undrar mig, að þú hafir ekki stigið þetta skref nokkrum árum fyrr. Lifðu heil.
haraldurhar, 1.12.2007 kl. 00:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.