Leita í fréttum mbl.is

Rétt ákvörðun

Tel að þetta sé það eina sem borgarráð gat gert til þess að reyna að koma málinu aftur á byrjunarreit. Nýr meirihluti þarf á því að halda að öðlast trúverðugleika meðal borgarbúa og því verða kjörnir fulltrúar að viðurkenna að þarna hafi mál ekki verið unnin með réttum hætti.

Það virðist líka liggja fyrir að minni hluthafar í Orkuveitu Reykjavíkur eru ekki sáttir við hvernig mál hafa verið unnin og því verður að skapa sátt innan stjórnar OR á ný þannig að menn geti haldið áfram sínum störfum þar.

Það er hinsvegar spurning hvaða áhrif þetta getur haft á REI og verkefni þess fyrirtækis. Held að það muni taka langan tíma að vinna upp orðstír þess fyrirtækis. Slíkt mun ekki gerast nema á löngum tíma.


mbl.is Borgarráð samþykkir að hafna samruna REI og Geysis Green
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Það ríkti full sátt um þetta mál þangað til það komu upp samskiptavandamál innan borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins.  Þá fór fólk að nota stór orð og getur nú ekki dregið þau til baka.  Því setja þeir hagsmuni sína ofar hagsmunum borgarbúa til þess að bjarga sér pólitískt fyrir horn.

Allir samningarnir eru löglegir, teknir af löggiltum aðilum og því standa þeir.  Eigendur OR, borgarstjóri, bæjarstjórinn á Akranesi og sveitarstjórinn í Borgarbyggð, skrifuðu undir sameininguna.  Þeir halda á eigendabréfunum og það var því þeirra að skrifa undir eða skrifa ekki undir.  Þeir þurftu ekki að skrifa undir en þeir gerðu það og því stendur það.

Eigi að rifta þeim af hálfu OR þá er það efni í margra ára skaðabótamál upp á tugi milljarða auk þess sem GGE hlýtur að sækja sér þá starfsmenn sem þeir hafa áhuga á út úr OR og fara sjálfir í útrásina án OR og stjórnmálamannanna. 

Samningurinn fól í sér að REI myndi ekki ásælast starfsmenn OR en þess í stað kaupa þjónustu af OR upp á hundruð milljóna næstu 20 árin.  Nú er þetta allt í hættu.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 1.11.2007 kl. 12:10

2 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Nokkuð til í þessu hjá þér.

Hinsvegar er það svo að þessi meirihluti er kominn til að vera og hlýtur að verða að skapa sér trúverðugleika meðal almennings. Það er ekki hægt að boða til nýrra kosninga í borginni fyrr en eftir tæp þrjú ár sama hvað gengur á.

Veit að þetta getur orðið dýrt fyrir borgina og kannski er þetta meiri áfellisdómur yfir stjórnsýslunni og verkum fyrri meirihluta. Að svona nokkuð geti gerst í opinberum rekstri án þess að nokkur verði þess var, eða skilji gjörninginn.

Hlýtur að vekja menn til umhugsunar um það hvort þessir 15 borgarfulltrúar geti með góðu móti sinnt öllum þeim verkum sem þeir eiga að vinna. Ekki síst þegar varaborgarfulltrúar þeirra flokka sem eiga fulltrúa í borgarstjórn eru komnir á launaskrá hjá borginni vegna þeirra verka sem þeir þurfa að sinna.

Anna Kristinsdóttir, 1.11.2007 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband