18.10.2007 | 16:31
Menntun er máttur, eða hvað?
Er undrandi á ályktun félaga minni í framsóknarfélagi Skagafjarðar sem samþykkt var í gær á félagsfundi. Hún segir að þeir alþingismenn sem eru annað hvort veikir eða í námi skuli kalla inn varamann í sinn stað.
Þingmaður flokksins í kjördæminu Magnús Stefánsson er í námi um þessar mundir og reyndar líka Birkir Jón Jónsson þingmaður Norðausturkjördæmis. Reyndar eru þeir báðir í MBA námi við Háskóla Íslands. Námið fer þannig fram að kennt er annan hvern föstudag og laugardag til þess að fólk geti stundað atvinnu meðfram náminu. Ætti ekki að tefja þá félaga mikið frá því að sinna störfum sínum á þingi.
Hef alltaf talið það kost fyrir kjörna fulltrúa að hafa þekkingu á ólíkum sviðum þjóðlífsins. MBA námið er m.a. ætlað að efla starfshæfni og er góður kostur fyrir alla þá sem í senn vilja efla þekkingu sína í viðskiptafræði og auka færni í stjórnun og rekstri. Ekki veitir af slíkri þekkingu í störfum þeim sem kjörnir fulltrúar taka sér fyrir hendur.
Þetta nám gerir þá félaga án efa betri og hæfari sem kjörna fulltrúa á þingi og gerir þeim jafnframt kleyft að sinna verkum sinnum betur.
Held að Skagfirðingar hefðu betur fagnað þessu framtaki í stað þess að tala með þessum hætti til sinna félaga. Eða er þetta kannski allt byggt á misskilningi?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
- vestfirdingurinn
- golli
- bjarnihardar
- amman
- jp
- bjorkv
- bryndisisfold
- olimikka
- salvor
- agnesasta
- eyglohardar
- orri
- gudfinnur
- gesturgudjonsson
- korntop
- sveitaorar
- stebbifr
- helgasigrun
- kex
- garibald
- strandir
- hlini
- gullistef
- bleikaeldingin
- kristinhelga
- sigurdurarna
- perlaheim
- saethorhelgi
- tidarandinn
- gisliivars
- arndisthor
- kristbjorg
- ibb
- inaval
- fararstjorinn
- laugardalur
- lks
- hildurhelgas
- ingithor
- nonniblogg
- faereyja
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.