12.10.2007 | 09:04
Nýr meirihluti-nýjar áherslur
Þetta er um margt merkileg tímamót, vegna þess að slíkt hefur ekki gerst áður í sögu borgarstjórnar. Ekki síður eru þetta tímamót fyrir sjálfstæðismenn sem höfðu grunlausir talið sig hafa tryggt völd sín a.m.k. fram að næstu kosningum. Slíkt kom greinilega fram í viðtölum við Vilhjálm og fulltrúa sjálfstæðisflokkinn í gær. Þar töluðu reiðir og birtir menn og töldu sig hafa verið sviptir völdum án nokkurrar ástæðu. Töluðu jafnvel um valdarán. Slík afstaða er ekki óalgeng þegar menn lenda í slíkri stöðu. Pólitíkin er óútreiknaleg.
Sjálfstæðisflokkurinn hafði í kosningunum 1994 verið við völd, næstum án undantekninga, um áratuga skeið. Fulltrúar þeirra höfðu vanist því að vinna að málum án samráðs eða með samþykki minnihlutaflokka borgarstjórnar og heldu því utan um stjórn borgarinnar eins og eign sína.
Á árunum 1994-2006 kom síðan að nýr meirihluti í borgarstjórn sem skipaður var úr fleiri flokkum og vann málin með öðrum hætti. Þar var aldrei ein rödd sem ákvað hvaða stefnu skyldi taka. Þar þurfti umræðu í aðdraganda ákvarðanatöku og þar komu allir flokkar að. Slíkum vinnubrögðum voru borgarbúar orðnir vanir og vildu ekki afturhvarf til gamalla tíma.
Hlakka til að fylgjast með nýjum meirihluta og störfum hans. Víst er að margt verður vandasamt sem þar kemur upp. Ekki síst vegna þess að mörg mál sem fyrrverandi meirihluti vann að voru gagnrýnd að þeim flokkum sem nú munu skipa meirihluta. Þar verða menn að vera samkvæmir sjálfum sér og snúa skútunni hratt en örugglega. Það má ekki gerast við slíkar breytingar að stjórnsýslan verði óstarfhæf vegna breytinga á stefnu.
Það er mörg mál sem taka verður á í nýjum meirihluta. Fyrst og fremst verða flokkarnir fjórir að skoða öll mál sem tengjast REI og samruna þess við Geysir green ofan í kjölinn. Almenningur þarf að fá fullvissu fyrir því að sá gjörningur þoli dagsljósið. Ef svo reynist ekki vera verða menn að draga slíkar ákvarðanir til baka og byrja með hreint borð. Svandís Svavarsdóttir hefur sýnt það að undanförnu að hún er manneskja til slíkra verka.
Þeir flokkar sem nú skipa nýjan meirihluta mega ekki verða uppvísir að vinna á sömu formerkjum og síðasti meirihluti og verða því að taka upp ný og gegnsærri vinnubrögð.
Ég óska nýjum meirihluta í borgarstjórn góðs gengis í verkum sínum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
- vestfirdingurinn
- golli
- bjarnihardar
- amman
- jp
- bjorkv
- bryndisisfold
- olimikka
- salvor
- agnesasta
- eyglohardar
- orri
- gudfinnur
- gesturgudjonsson
- korntop
- sveitaorar
- stebbifr
- helgasigrun
- kex
- garibald
- strandir
- hlini
- gullistef
- bleikaeldingin
- kristinhelga
- sigurdurarna
- perlaheim
- saethorhelgi
- tidarandinn
- gisliivars
- arndisthor
- kristbjorg
- ibb
- inaval
- fararstjorinn
- laugardalur
- lks
- hildurhelgas
- ingithor
- nonniblogg
- faereyja
Athugasemdir
Sæl
Ég segi það sama, óskum þeim til hamingju og vonandi ná þau að vinna vel saman, nú fær Dagur að sýna hvort hans dagur sé kominn ;)
Bestur kveðjur að norðan
Alex Björn (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 15:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.