8.10.2007 | 16:47
Hefur allt verið gert opinbert?
Skrítin niðurstaða eftir þriggja tíma langan fund. Held að fleira hafi nú verið rætt á þessum fundi en látið er í ljósi nú.
Hér er verið að hengja bakara fyrir smið og ef sjálfstæðismenn telja að þetta leysi vandann þá er mér illa brugðið. Almenningur og þar með taldir kjósendur sjálfstæðisflokksins vilja sjá meira en þetta.
Það er ljóst að stjórnarformaður OR var ekki hugmyndasmiðurinn af þessari ráðgerða allri. Þar komu fleiri að.
Búið að reyna að sannfæra borgarbúa hversu mikill hagnaður liggi í REI og nú er ráðið að selja gullkálfinn. Sérkennileg ráðagerð það.
Held að hér séu ekki öll kurl komin til grafar og enn eigi borgarbúar eftir að sjá nýja leiki á næstu dögum.
Stefnt að því að selja hlut Orkuveitunnar í REI | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
- vestfirdingurinn
- golli
- bjarnihardar
- amman
- jp
- bjorkv
- bryndisisfold
- olimikka
- salvor
- agnesasta
- eyglohardar
- orri
- gudfinnur
- gesturgudjonsson
- korntop
- sveitaorar
- stebbifr
- helgasigrun
- kex
- garibald
- strandir
- hlini
- gullistef
- bleikaeldingin
- kristinhelga
- sigurdurarna
- perlaheim
- saethorhelgi
- tidarandinn
- gisliivars
- arndisthor
- kristbjorg
- ibb
- inaval
- fararstjorinn
- laugardalur
- lks
- hildurhelgas
- ingithor
- nonniblogg
- faereyja
Athugasemdir
Það verður gaman að sjá hvort einhver verður látin sæta ábyrgð í þessu máli öllu.En Anna mín ég atla að biðja þig að vera bloggvinur minn þótt ég hati Framsóknarmenn og Framsókn sé spillingarflokkur númer eitt,sýnið það nú í verki að svo sé ekki með því að losa ykkur við Björn Ínga
þorvaldur Hermannsson, 10.10.2007 kl. 07:35
Eirný,
Veiti meira aðhald innan en utan flokks. Auk þess veit ég að innan raða flokksins er fjöldinn allur af góðu fólki sem starfar þar á réttum forsendum.
Þorsteinn, það er ekki alltaf auðvelt að sitja undir spillingaumræðu um flokkinn. Ég reyni mitt til að breyta henni.
Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir, 10.10.2007 kl. 13:58
Stígðu þá framm og taktu undir með Bjarna Harðasini og krefstu þess að Björn Ingi seyi af sér staðin fyrir það að ætla að heingja bakara fyrir smið.Það var ekki á Guðna Ágústsinni að heyra að hann ætlaði að láta Björn Inga bera ábyrgð hann skammaði bara Sjálstæðisflokkin .Ef þið takið ekki á þessu þá eru þið spilt. Bjarni Harðar er eini maðurinn með viti sem hefur tjáð sig um þetta mál svo skrítið sem það nú er að vera í Framsóknarflokknum kv
þorvaldur Hermannsson, 10.10.2007 kl. 16:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.