Leita í fréttum mbl.is

Krafa mín til kjörinna fulltrúa framsóknarflokksins

Við framsóknarmenn höfum lengi setið undir því að vera manna spilltastir í pólitík. Ég hef þó seint talið mig eða mikinn meirihluta framsóknarmanna falla þar undir.

Þó verður að viðurkennast að innan okkar raða leynast einstaklingar sem setja sinn eigin hag fram yfir heildarhag kjósenda flokksins eða íbúa þess svæðis sem þeir eru kjörnir fyrir.

Ég trúði því lengi frameftir síðasta áratug síðustu aldar að yngra fólk sem myndi taka við forystutaumunum í flokknum myndi starfa á breytum forsendum og  beiti vinnubrögðum sem kæmu í veg fyrir þessa umræðu. 

Nýtt fólk myndi þannig breyta þeirri ímynd sem flokkurinn sat upp með, með réttu eða röngu. Nýir tímar sem kölluðu  á opna og gegnsæja stjórnsýslu myndu færa umræðuna frá þeirri meintu spillingu sem átti þannig að viðgangast innan flokksins. Menn myndu viðhafa góð vinnubrögð sem kjörnir fulltrúar flokksins.

En slíkt er því miður ekki raunin. Nú er eitt málið enn komið upp þar sem fulltrúi flokksins í borgarstjórn er sakaður um að hafa ekki farið að lögum. Þótt sekt sé ekki sönnuð tel ég engan vafa á að þarna hafa menn farið langt fram úr öllum eðlilegum vinnubrögðum. Ekki síður þykir mér það vafasamt, ef satt er, að stjórn þess nýja félags sem nú hefur verið skipuð skammti sér 350 þúsund króna mánaðarlaun. Og þarna sitja menn sem kjörnir fulltrúar almennings og fara með almennafé.

Mín krafa til kjörinna fulltrúa framsóknarflokksins er að menn vinni eftir þeim lögum og reglum sem liggja að baki góðri stjórnsýslu. Það á sérstaklega við fulltrúa flokksins í borgarstjórn sem nú virðist ætlast að takast að opna enn og aftur á þá umræðu sem tengd hefur verið við framsóknarflokkinn og spillt vinnubrögð.

Ef takast á að koma framsóknarflokknum upp úr þeim djúpa dal sem hann liggur nú í verða menn að taka heildina fram fyrir sinn eigin hag. Þar er enginn undanskilinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Já mikið er ég sammála þér í þetta sinn!

Valgerður Halldórsdóttir, 5.10.2007 kl. 11:36

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

http://siggisig.blog.is/blog/siggisig/entry/328910/

Sigurður Sigurðsson, 5.10.2007 kl. 12:54

3 Smámynd: Andrés.si

Anna. Samt ertu framsoknakona. Aðrir stimpluðu þíg held ég.

Andrés.si, 6.10.2007 kl. 01:40

4 Smámynd: Bjarni Harðarson

ég er mikið sammála þér anna - og það eru allir þeir framsóknarmenn sem ég hefi talað við.

Bjarni Harðarson, 6.10.2007 kl. 02:01

5 Smámynd: Sveinn Hjörtur

...heyr...heyr!

Sveinn Hjörtur , 6.10.2007 kl. 21:22

6 identicon

Nákvæmlega það sem ég hef verið að hugsa. Bara vonandi að fólk gleymi ekki hvernig sumir menn eru inn við beinið.

 mbk.

Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 00:14

7 identicon

Ég tek undir með Bjarna Harðarsyni. Ég skil ekki hvernig þessir menn  komast upp með svona vinnubrögð. Tökum höndum saman í framsóknarflokknum og burt með spillinguna.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 10:13

8 Smámynd: Björk Vilhelmsdóttir

Styð heilshugar félagshyggjuöflin í Framsókn sem vinna gegn spillingu og gamaldags vinnubrögðum í pólitíki.

Björk Vilhelmsdóttir, 7.10.2007 kl. 23:25

9 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl Anna.

Ég tek undir þín orð og voru orðinn sem Framsóknarflokkurinn ætlaði að bæta til að auka fylgið sitt. Viti menn Björn Ingi Hrafnsson hefur farið offari með sinni frekju gagnvart félögum sínum í flokknum. Ekki nóg með það hann hefur ráðið vin sinn Óskar Bergsson í fullt starf hjá Reykjavíkurborg. Þessi vinnubrögð eru með ólíkindum.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 8.10.2007 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband