Leita í fréttum mbl.is

Græn svæði umfram úrræði

Finnst þessi afstaða VG um margt sérkennileg. 

Þótt mikilsvert sé að halda Laugardalnum, sem þeirri útivistarperlu sem hann er, að mestu án frekari bygginga er þó ekki þar með sagt að hann sé ósnertanlegur.

Það húsnæði sem byggja á þarna og hýsa á geðfatlaða er á því svæði Laugardalsins sem almenningur nýtir í takmörkuðu mæli. Sé sjaldnast fólk á ferli á þessu svæði í ferðum mínum um dalinn.

Hlýtur að vera nauðsynlegt er að hraða þeirri uppbyggingu sem nauðsynlegt er að fari fram í búsetuúrræðum fatlaðra, ekki síst geðfatlaðra.

VG samþykki meðal annar ályktun um þessi mál á landsfundi sínum í febrúar s.l. . Þar kom m.a. fram:

Stórátak í geðheilbrigðismálum

Stórauka þarf áherslu á geðheilbrigðismál og koma á heildrænni stefnu þar að lútandi. Mannréttindasjónarmið, jafnrétti, og sjálfsefling notenda og aðstandenda skulu höfð að leiðarljósi. Brýnt er að vinna gegn fordómum og útskúfun.

Móta þarf heildarstefnu í forvörnum og félagslegum úrræðum, strax frá barnæsku, og tryggja réttindi fólks með geðraskanir, s.s. til viðunandi húsnæðis, félagslegs stuðnings, atvinnuþátttöku, menntunar og þátttöku í samfélaginu.

Ætli fulltrúar VG séu búnir að gleyma þessum fögru fyrirheitum?


mbl.is Skipulagsráð samþykkti að byggja húsnæði fyrir geðfatlaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru tugir geðsjúkra sem búa á götunni... og ég veit ekki betur en að sumir haldi sig á "grænum svæðum" yfir daginn, allavega á sumrin. Veit ekki hvort það sé eitthvað um það í dalnum en það hefur verið eitthvað um það t.d. í Öskjuhlíðinni.

Ef það verður ekki tekið á málefnum geðfatlaðra og fíkla þá munu öll grænu svæðin fyllast af þeim á endanum. Þetta fólk hverfur ekki þó það sé hætt við bygginguna. 

Geiri (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband