10.9.2007 | 15:13
Hvenær rís skólinn?
Um margt einstök kona hefur komið málefnum fatlaðra barna á kortið um einhverja stund. Konan er ljósmyndarinn Mary Ellen Mark og sýningin hennar, Undrabörn, á ljósmyndum af börnum í Öskuhlíðaskóla og Safamýraskóla er ógleymanleg.
Varð reyndar frá að víkja á laugardag þegar sýningin var formlega opnuð í Þjóðminjasafninu vegna mikils mannfjölda, en mun í vikunni fara og skoða hana betur.
Hef hinsvegar lesið nokkur viðtöl við þessa miklu listakonu og séð margar af þessum ógleymanlegu myndum.
Það sem kannski hefur farið fram hjá mörgum er yfirlýsing Júlíus Vífils Ingvarssonar, formanns menntaráðs um byggingu nýs sameinaðs skóla þar sem nemendur Safamýraskóla og Öskjuhlíðarskóla munu sameinast í nýrri byggingu sem reist verður á 20 þúsund fermetra lóð í Suður-Mjódd.
Annað var það líka það sem vakti athygli mína að fjársterkir aðilar komu að fjármögnum verksins, en þeir hinu sömu vildu ekki láta nafn síns getið. Það er virðingarvert og vonandi til þess gert að koma verkinu af stað fyrr en ella.
Nú langar mig bara að vita hvenær verkið hefst og hvenær þessi metnaðarfulla skólabygging verður risin.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
-
vestfirdingurinn
-
golli
-
bjarnihardar
-
amman
-
jp
-
bjorkv
-
bryndisisfold
-
olimikka
-
salvor
-
agnesasta
-
eyglohardar
-
orri
-
gudfinnur
-
gesturgudjonsson
-
korntop
-
sveitaorar
-
stebbifr
-
helgasigrun
-
kex
-
garibald
-
strandir
-
hlini
-
gullistef
-
bleikaeldingin
-
kristinhelga
-
sigurdurarna
-
perlaheim
-
saethorhelgi
-
tidarandinn
-
gisliivars
-
arndisthor
-
kristbjorg
-
ibb
-
inaval
-
fararstjorinn
-
laugardalur
-
lks
-
hildurhelgas
-
ingithor
-
nonniblogg
-
faereyja
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.