21.8.2007 | 13:50
Draumaferð
Ég á um margt einstakan son sem er 10 ára gamall. Hann hefur að mörgu leiti önnur áhugasvið en önnur börn og hefur ekki félagslegan þroska á við jafnaldrana. Honum lgengur betur að tala við sér eldri og nýtur sín vel þannig. Hann á því ekki félaga á sama reki nema í mjög takmörkuðu mæli.
Sumarið hjá honum er því um margt með öðrum hætti en hjá öðrum börnum. Hann fer ekki út nema í fylgd fullorðinna og þess utan er honum frekar illa við flugur og önnur skordýr sem vakna til lífsins á sumrin. Hann kýs því frekar vera innan dyra. Félagarnir úr skólanum halda út í sumarið í útileiki og hjólatúra en hann eyðir dögunum með öðrum hætti.
Hann fór reyndar í sumarbúðir í 14 daga í Reykjadal í Mosfellsdal og það var í raun hápunktur sumarsins. Ótrúlegt starfsfólk þar sem hugsar vel um þessa krakka sem flest eru með sérþarfir. Að öðru leiti hefur hann verið meira og minna með mér í sumarfríinu og við bæði orðin óþreyjufull eftir skólabyrjun.
Því var ákveðið að við foreldrar hans færu með hann um síðustu helgi til Kaupmannahafnar og myndum leyfa honum að hafa ferðina að sínum hætti.
Fimm dagar fóru í ferðalagið og á þrem af þeim var eitt í skemmtigörðum. Við fórum með lest og heimsóttum Legoland, við eyddum degi í Bakken og heill dagur fór í Tívolí. Við fórum í þrívíddar bíó og meira að segja eitt fimmvíddar. Við fórum á fjöldann af söfnum um allan bæ sem hann hafði fundið á netinu.
Við borðuðum pizzur og ís, hamborgara og ís og pylsur og ís til skiptist. Við eyddum ómældum tíma í leikfangabúðum og ýmsum skrítnum búðum sem við fundum
Við horfðum á barnaefni kvölds og morgna og lásum teiknimyndablöð. Við vorum alltaf sofnuð löngu fyrir miðnætti.
Þetta var draumaferð fyrir okkur öll.
Nú býður mín að útbúa bók um ferðalagið okkar. Hann vill eiga minningar þegar hann verður eldri og hefur svolitlar áhyggjur af því að við foreldrarnir verðum þá búin að gleyma þessu öllu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
- vestfirdingurinn
- golli
- bjarnihardar
- amman
- jp
- bjorkv
- bryndisisfold
- olimikka
- salvor
- agnesasta
- eyglohardar
- orri
- gudfinnur
- gesturgudjonsson
- korntop
- sveitaorar
- stebbifr
- helgasigrun
- kex
- garibald
- strandir
- hlini
- gullistef
- bleikaeldingin
- kristinhelga
- sigurdurarna
- perlaheim
- saethorhelgi
- tidarandinn
- gisliivars
- arndisthor
- kristbjorg
- ibb
- inaval
- fararstjorinn
- laugardalur
- lks
- hildurhelgas
- ingithor
- nonniblogg
- faereyja
Athugasemdir
Vilmundur er langflottastur!
Ég er algjörlega sammála honum með "minni" foreldranna, og það er honum líkt að hugsa út í svona "smáatriði"!
Sigrún (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 20:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.