13.8.2007 | 17:21
Tökum upp ný vinnubrögð
Um margt sérstakt sumar fyrir okkur framsóknarmenn þó að ég telji nú ekki að við séum dauð úr öllum æðum eins og Stakksteinar Morgunblaðsins ýjuðu að í liðinni viku.
Flokkstarfið er auðvitað alltaf með öðrum blæ yfir sumartímann og ekkert óeðlilegt við það. Forystumenn flokksins hafa án efa notað tækifærið og tekið sér gott frí eftir samfelda12 ára ríkisstjórnarsetu. Starfið í stjórnarandstöðu, þegar þing verður síðan sett á ný, mun líka verða hörku vinna fyrir okkar fólk.
Hef heyrt í mörgum framsóknarmönnum sem bíða með óþreyju haustsins og þess að flokkstarfið fari af stað að nýju. Margir vona að nú verði farið í að byggja frekar upp innra starf flokksins og vinnubrögðin verði í þá veru að fólk sækist í auknu mæli eftir því að starfa með okkur. Það er eitt af því sem ég tel að verði að gerast.
Ég hélt í einfeldni minni að nú þegar Framsóknarflokkurinn væri komin í sögulegt lágmark að allt okkar fólk myndi leggjast á eitt til að skapa liðsheild innan flokks. Þá myndu menn vanda sig í vinnubrögðum innan stjórna og ráða. En ekki virðist sú von mín vera að rætast.
Landsamband framsóknarkvenna fagnaði nú nýverið 25 ára afmæli sínu og gaf út bók í tilefni þessara tímamóta. LFK hefur lyfti grettistaki í jafnréttismálum innan framsóknarflokksins á liðnum árum og ber því að fagna. Í gegnum bókina alla fer eins og rauður þráður að konur séu ekki eins og karlar og því verði þær að vera sýnilegar í stjórnmálum eins og annars staðar í samfélaginu öllu. Mér hefur persónulega alltaf þótt konur í stjórnmálum spila á öðrum nótum en karlar.
Ég hlakkaði því mikið til að taka þátt í þingi LFK, hitta góðar konur og ræða stjórnmálin og stöðu kvenna innan flokksins. Í dag, mánudaginn 13.ágúst, berst mér tilkynning í vefpósti um að þingið verði haldið n.k. laugardag og muni standa heila sjö tíma. Auðvitað með tilheyrandi kaffi og marhléum. Umræða um mál sem verða lögð fyrir þingið eiga m.a. að taka heilar 20 mínútur. Sé á vef LFK að þar hefur verið sett með löglegum fyrirvara auglýsing um þingið, en veit ekki hversu margir skoða þann vef sem sjaldan er uppfærður.
Nú er ég alveg lens. Landsamband framsóknarkvenna boðað til þings í Reykjavík á sama tíma og Reykjavíkurborg kallar fjölskyldurnar saman til menningarhátíðar.
Þennan dag sem fjölskyldurnar flykkjast saman í miðborginna til að sýna sig og sjá aðra. Ég og mínir höfðu meðal annars hug á að fara í siglingu um Ægisgarð kl. 12.00, skoða Kvennaslóðir hjá UNIFEM kl. 13.00, sjá Öskubusku í Tjarnarbíó kl. 14.00 og fleira og fleira. Eftir 18.00 lýkur minni menningargöngu þar sem annað yfirbragð kemur þá á borgina og börnin oftast búin að fá nóg.
Ég get ekki orða bundist. Landsamband framsóknarkvenna virðist vera að taka upp þann ósið sem lengi hefur verið gagnrýndur að halda þing eða fundi með slíku skipulagi að sem fæstir mæti. Helst að boða félaga með sem stystum fyrirvara, halda það á vonlausum tíma(menningarhátíð Reykvíkinga) og keyra dagskrána á nokkrum klukkutímum.
Er þetta konum sæmandi, eða á kannski að skipta um forystu í samtökunum og ekki æskilegt að fjölmennt verði. Er von nema spurt sé?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
- vestfirdingurinn
- golli
- bjarnihardar
- amman
- jp
- bjorkv
- bryndisisfold
- olimikka
- salvor
- agnesasta
- eyglohardar
- orri
- gudfinnur
- gesturgudjonsson
- korntop
- sveitaorar
- stebbifr
- helgasigrun
- kex
- garibald
- strandir
- hlini
- gullistef
- bleikaeldingin
- kristinhelga
- sigurdurarna
- perlaheim
- saethorhelgi
- tidarandinn
- gisliivars
- arndisthor
- kristbjorg
- ibb
- inaval
- fararstjorinn
- laugardalur
- lks
- hildurhelgas
- ingithor
- nonniblogg
- faereyja
Athugasemdir
Sæl Anna
Nú er ég alveg hjartanlega sammála þér þetta með tímasetninguna á LFK þinginu. Hér á Héraði er bæjarhátíð og svo er auðvitað grill framsóknarmanna í Ásbyrgi. Menningarnótt (dagur) í Reykjavík dregur mann ekki suður og allra síst ef þingið er allan daginn.
Kveðja að austan.
Jóhanna G (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 21:41
Góð ábending hjá þér Anna að það þurfi önnur vinnubrögð. Og það er ekki heppilegt að halda þingið sömu helgi og menningarhátíðin er í Reykjavík, margir Reykvíkingar vilja sækja hana.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 17.8.2007 kl. 13:13
Sæl Anna.Ég er ekki kona, en nú á tímum jafnréttis á það ekki að skifta máli þegar ég geri athugasemd við skrif þín.Ég hef verið þeirrar skoðunar í marga áratugi að Framsóknarmenn í R.Vík. séu til vandræða í flokknum.Þetta hefur keyrt um þverbak síðan R.vík. var skift í tvö kjördæmi.Þið í R.vík.suður eruð því því sem næst búin að ganga frá flokknum en lærið samt ekki neitt.Því miður hefur sá maður sem hefur verið varaformaður flokksins undanfarin ár , og er nú formaður,ekki verið maður til að taka á vandanum.Ég legg til að þið sem kallið ykkur framsóknarfólk í R.vík. suður, en eruð það ekki ,farið að fordæmi Foringja ykkar, Kristins H Gunnarssonar, og gangið í Frjálslyndaflokkinn.
Sigurgeir Jónsson, 19.8.2007 kl. 09:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.