Leita í fréttum mbl.is

Mæling á belging

Össur, hin nýi iðnaðarráðherra, fer mikinn í skrifum sínum þessa dagana og snúast skrif hans helst um framsóknarmenn og vanhugsaðar gerðir þeirra.

Hann hefur í skrifum sínum oft rætt um sjálfan sig og talið að hann væri orðin maður umburðalyndur og án stríðsæsings í seinni tíð. Þannig taldi hann sjálfur að hann yrði "milt yfirvald og nærgætið í ráðuneytinu".

Eitthvað virðist hin síðara ráðherratign hafa stigið honum til höfuðs þar sem hann fer fram á ritvöllinn með miklum ofsa í nýjasta pistli sínum gagnvart nýjum þingmanni framsóknarmanna Bjarna Harðarsyni.

Þar telur Össur, Bjarna allt til foráttu vegna skoðana sinna um framtíðarnýtingu Hótels Vallhallar og jafnframt telur hann Bjarna ekki hafa sinnt starfi sínu sem nefndarmaður í Þingvallanefnd.

Össur telur að hlutverk þess húsnæðis sem reisa ætti í stað Hótel Valhallar ætti að vera "að koma upp aðstöðu sem dygði til að Alþingi gæti haldið þar þingsetningarfund á haustin, og hugsanlega nýta undir smærri ráðstefnur um vísindi og menningu."

Ljóst er að Össur telur ekki að almenningur eigi að hafa aðstöðu á svæðinu nema helst þá í þjónustumiðstöð svæðisins. Í nýju húsnæði í þjóðgarðinum eigi aðeins þeir útvöldu að koma.

Hver skyldi þá fara frekar fara fram sem kjörin fulltrúi almennings Bjarni eða Össur og hvort skyldi mælast með meiri vindbelgur með skoðunum sínum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel "mælt" Anna!

Ég hef verið að velta þessum skrifum Össurar fyrir mér og komist að þeirri niðurstöðu að maðurinn er ekki búin að átta sig á að hann er ekki lengur í stjórnarandstöðu!

Þegar Össur talar um "vindbelgi" þá getur maður ekki annað en brosað í vorkunsemi og hugsað:  Margur heldur mig sig!!!

kv. Sigrún

Sigrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband