Leita í fréttum mbl.is

Góður fundur framsóknarmanna í kvöld

Var á sérstaklega skemmtilegum fundi í kvöld. Kallaður var saman valinkunnur hópur góðra framsóknarmanna til að ræða stöðu mála nú að afloknum kosningum .

Við vorum á þriðja tuginn sem voru boðuð og úr flestum kjördæmum landsins. Farið var yfir stöðu flokksins og hvað sé framundan nú þegar flokkurinn er komin í stjórnarandstöðu. Næsta sunnudag mun miðstjórnarfundur flokksins verða haldinn og töldu menn að rétt væri að ráða ráðum sínum fyrir þann fund.

Margar góðar tillögur komu fram á fundinum og fundarmenn voru sammála um að hittast reglulega á næstu mánuðum til þess að vinna áfram að þeim góðu málum sem fram komu á fundinum.

Gott að finna að enn eru til þeir framsóknarmenn, sem vilja leggja á sig vinnu til þess eins að vinna flokknum framgang.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband