Leita í fréttum mbl.is

Hver er best?

Stjórnarmyndunarviðræðurnar eru allar að færast nær því að vera spurning um það  hvort tveir ólíkir einstaklingar nái að lokum saman.  Þannig er stöðugt verið að tala um þreifingar og annað í þeim dúr. Líkist á vissan hátt sambandi tveggja einstaklinga og spurningunni hvort samband þeirra gangi upp.

Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur þá að vera karlmaðurinn í sambandinu, sá sem mun að lokum velja eða hafna.

Framsóknarflokkurinn er þá "gamla" maddaman sem alltaf stendur við sitt, en virkar kannski ekki alltaf mest spennandi. Sumir vilja setja hana útaf fyrir eitthvað nýtt og ferskara.

Samfylkingin, líkast til þroskaða konan sem veit hvað hún vill, og er tilbúin í allt. Gæti virkað meira spennandi en hún er, í krafti stærðarinnar.

Vinstri hreyfingin grænt framboð er þá trippið sem erfitt er að hemja. Lofar öllu, en gæti allt eins hlaupið undan sér.

Hvað ætli að virki best á endanum?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband