14.5.2007 | 22:54
Stelpur, hvar voruð þið?
Ljóst að nú fækkar konum en á þingi, verðum víst að bíta í það súra epli að vera nú aðeins með 20 konur og 43 karlar á þingi. Það er víst lægsta hlutfall kvenna á þjóðþingum á Norðurlöndunum.
Af sjö þingmönnum okkar eru tvær konur og lengi nætur var tæpt á því að Siv kæmist inn.
Við framsóknarmenn höfum gjarnan hreykt okkur af því að vera sá flokkur sem hefur verið hvað mest leiðandi í jafnréttinu. Framsóknarflokkurinn hafi mest jafnrétti á framboðslistum sínum og hafi haft jafnt vægi ráðherra, 3 konur og þrjá karla.
Höfum haft virka kvennahreyfingu í flokknum frá stofnun LFK frá árinu 1981. Átti von á að þær myndu beita öllu sínu til þess að tryggja áframhaldandi góða stöðu kvenna í flokknum. Sé á heimasíðu þeirra www.lfk.is að síðan hefur verið uppfærð þrisvar sinnum frá því að að við framsóknarmenn héldum flokksþing okkar í byrjun mars s.l.
Þar er ekki eitt orð um nauðsyn þess að tryggja okkar konur á þing eða önnur pólitísk brýning til kvenna. Að taka að sér slík ábyrgðarstörf í stjórnum, kallar á það að taka á slíkt alvarlega og a.m.k. viðhalda þeirri stöðu sem konur hafa haft innan flokksins. Það hefðu þær átt að gera með sýnileika og ákalli til kvenna víða um land að treysta okkar konum fylgi til áframhaldandi setu á þingi. til að vinna þar frekari góð verk.
Það gerði Landsamband framsóknarkvenna ekki í þessari kosningabaráttu og glataði þar með tiltrú margra á kraft kvenna í flokknum. Þessu verður að breyta og snúa þessari þróun við.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
- vestfirdingurinn
- golli
- bjarnihardar
- amman
- jp
- bjorkv
- bryndisisfold
- olimikka
- salvor
- agnesasta
- eyglohardar
- orri
- gudfinnur
- gesturgudjonsson
- korntop
- sveitaorar
- stebbifr
- helgasigrun
- kex
- garibald
- strandir
- hlini
- gullistef
- bleikaeldingin
- kristinhelga
- sigurdurarna
- perlaheim
- saethorhelgi
- tidarandinn
- gisliivars
- arndisthor
- kristbjorg
- ibb
- inaval
- fararstjorinn
- laugardalur
- lks
- hildurhelgas
- ingithor
- nonniblogg
- faereyja
Athugasemdir
Ég er fyrir langa - löngu, búin að missa alla tiltrú á þetta fyrirbæri, sem LFK er!
LFK hefur samt örugglega unnið ötullega fyrir Siv sína, en bara í "laumi" til að styggja ekki aðrar konur í flokknum! Hver er annars formaður þessarar stúku núna?
Sigrún Jónsdóttir, 14.5.2007 kl. 23:30
Góður pistill hjá þér Anna, það veitir ekki af að brýna konur í flokknum okkar til dáða og það verður bara að segjast eins og er að núna í síðustu tveim kosningum hér í Reykjavík þ.e. borgarstjórnarkosningunum og núna í Alþingiskosningunum þá var lægð í jafnréttismálum í Framsóknarflokknum og konur ekki sýnilegar. Þetta hafa verið framboð strákanna, Björn Ingi og Óskar í borgarstjórnarkosningunum og Jón Sigurðsson í Alþingiskosningunum. Þetta hafa verið hin sýnilegu andlit Framsóknarflokksins í Reykjavík í auglýsingum fyrir þessar kosningar.
En mér finnst ekki hægt að kenna lfk.is um eitt eða neitt og það hefði ekki neinu breytt um úrslit kosninganna hvort vefsíða lfk hefði verið uppfærð. En það var meiri kraftur í lfk fyrir síðustu kosningar og það skipti miklu máli fyrir úrslit kosninga þá hve sýnilegar konur voru í stjórnmálabaráttunni og oddvitar á listum. Í þessum kosningum höfum við á tilfinningunni að konum hafi verið ýtt til hliðar. Almenningur hefur fygst með hvernig bæði Siv og Jónína buðu sig fram til forustu en fengu ekki brautargengi.
Það var svo svívirðileg aðför að Jónínu fyrir þessar kosningar og þegar ég hugsa til baka þá hefði kannski verið sterkt að við hefðum tekið höndum saman við sem viljum jafnréttisstarf í flokknum og lfk komið þar inn og við hefðum bakkað Jónínu meira upp. Þetta mál var bara búið til eins og framhaldsaga í fjölmiðlum og Jónína gerð að sökudólgi í afgreiðslu á máli sem er alfarið á vegum nefndar sem í voru Bjarni Ben, Guðjón Ólafur og Guðrún Ö og það eru auðvitað þau sem bera ábyrgð á afgreiðslu viðkomandi nefndar. Jónína mætti yfirgengilegum dónaskap og hroka fjölmiðlamanns, ég er sannfærð um að hann hefði aldrei leyft sér svona framkomu við karlkyns viðmælanda.
En af því að þú spyrð "Konur hvar voruð þið?" þá vil ég svara fyrir mig. Ég hef reynt alveg eins og ég get að vinna að jafnréttismálum innan Framsóknarflokksins og styðja konur þar. Ég hef reynt að gera það á mínu bloggi með nokkuð mörgum pistlum um jafnréttismál og með stuðningsbloggum við Jónínu. Það hafði eflaust áhrif, það voru nálægt 2000 lesningar á dag þegar lætin voru mest.
Svo reyndi ég líka að hafa mjög hátt um það þegar Eygló í Vestmanneyjum fékk ekki að halda sínu sæti í prófkjöri vegna þess að karlarnir vildu öðru vísi uppsetningu á listann út frá byggðasjónarmiðum og ég hef skrifað nokkur blogg núna eftir kosningar um hvernig þær fóru fyrir konur og femínista.
En málið er að við þurfum að átta okkur á því að árangurinn verður bestur þegar við vinnum saman að jafnréttismálum.
Ég held að það sé mikil nauðsyn á að við konur í Framsóknarflokknum ræðum alvarlega stöðu jafnréttismála í flokknum okkar.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 15.5.2007 kl. 06:26
Sæl Salvör,
Veit vel að ekkert eitt skýrir slaka stöðu okkar nú. Tel þó að vefsíða og uppfærsla hennar sé ákveðin mæling á starf samtaka sem halda úti öflugu starfi.
Tek undir það að nú væri þarft að ræða málefni jafnréttis í flokknum og þótt fyrr hefði verið.
Anna Kristinsdóttir, 15.5.2007 kl. 17:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.