Leita í fréttum mbl.is

Spennandi vinna vegna "skóla án aðgreiningar".

 Spennandi frétt á vef Menntasviðs Reykjavíkurborgar í dag. Verður áhugavert að fylgjast með þessari vinnu. Án efa má margt fara betur í innra starfi skólanna vegna "skóla án aðgreiningar" og þetta hlýtur að boða bjartari daga.

Vönduð námstilboð fyrir þroskahamlaða grunnskólanema

Menntaráð Reykjavíkur ákvað á fundi sínum 7. maí að setja af stað markvissa vinnu til að tryggja þroskahömluðum grunnskólanemendum vandað námstilboð í almennum bekk, í sérhæfðri sérdeild og í sérskóla. Til að hrinda þessu verkefni í framkvæmd verður settur á laggirnar stýrihópur og þrír starfshópar sem fjalla munu um þrjár ólíkar námsleiðir fyrir þroskahamlaða nemendur, í almennum grunnskóla, í sérdeild og í sérskóla.

Í greinargerð með tillögu meirihlutans sem nær til um 120 nemenda í sérskólum og um 100 nemenda í almennum grunnskólum, segir m.a:: Hugmyndin með þessari vinnu er ekki að búa til sérúrræði fyrir fleiri börn heldur tryggja meiri fjölbreytni og vandaðri þjónustu. Það er almennur vilji foreldra og stjórnvalda að öll börn eigi rétt á skólavist með öðrum jafnöldrum sínum og að almenni grunnskólinn skuli endurspegla þá fjölbreytni sem ríkir í samfélaginu almennt. Til að svo megi verða þarf að bæta eitt og annað í aðstæðum og innra starfi grunnskólans svo foreldrar hafi raunverulegt val.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband