14.4.2007 | 13:38
Gildishlaðin orð.
Í málaflokki þroskaheftra hafa þannig orð verið orðin það gildishlaðin eftir áratuga notkun að menn hætta notkun þeirra og taka önnur upp. Þannig hafa horfið orð eins og fáviti og vangefin og við hafa tekið orð eins og þroskaheftir og þroskahamlaðir. Spurningin er hinsvegar hvað þau orð duga lengi áður en þau verða með sama hætti gildishlaðin.
Og fyrirtæki og stofnanir gera slík hið sama. Gamla góða Essó, þar sem ég kaupi alltaf mitt bensín, heitir nú N1. Ástæða nafnabreytingarinnar sögð vera sú að mörg fyrirtæki séu að sameinast undir einn hatt. Verð þó að viðurkenna að orðspor olíufélaganna gæti nú átt einhvern þátt í þeirri breytingu.
Svo eru það bankanir og fjármálafyrirtækin sem verða að breyta nöfnum sínum vegna útrásar. Búnaðarbanki í KB banka og svo Kaupþing. Sé ekki alveg að það nafn sé lipurt í meðförum fyrir útlendinga.
Síðan á að breyta nafni meðferðarheimilis á Neðri-Brú. Á nú að fá nafnið Ásgarður til þess að Mumma verði ekki ruglað saman við hinn Guðmundinn. Get svo sem skilið það.
Og síðast en ekki síst eru það stjórnmálaflokkar sem taka upp á því að sameinast og setja nýtt nafn á herlegheitin. Sé ekki að slíkt sé endilega til þess að menn geti hreinsað út fortíðina.
Samfylking er blanda af gamla Alþýðuflokknum, hluta Alþýðubandalagsins og Kvennalistanum. Hvað sem þeir reyna að gera verða þeir alltaf með þrjá ólíka hópa sem blandast ekki almennilega saman.
Kannski það sé ástæða þess að þeir ná ekki flugi. Að minnsta kosti virðist samfylkingablandan ekki hafa náð að hristast saman a.m.k. enn sem komið er.
![]() |
Efri-Brú fær nýtt nafn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
-
vestfirdingurinn
-
golli
-
bjarnihardar
-
amman
-
jp
-
bjorkv
-
bryndisisfold
-
olimikka
-
salvor
-
agnesasta
-
eyglohardar
-
orri
-
gudfinnur
-
gesturgudjonsson
-
korntop
-
sveitaorar
-
stebbifr
-
helgasigrun
-
kex
-
garibald
-
strandir
-
hlini
-
gullistef
-
bleikaeldingin
-
kristinhelga
-
sigurdurarna
-
perlaheim
-
saethorhelgi
-
tidarandinn
-
gisliivars
-
arndisthor
-
kristbjorg
-
ibb
-
inaval
-
fararstjorinn
-
laugardalur
-
lks
-
hildurhelgas
-
ingithor
-
nonniblogg
-
faereyja
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.