10.4.2007 | 23:06
Og svo hófst kosningabaráttan.
Alltaf gaman að lesa skrif flokkshesta sem allir vita að fylgja sínum flokki í gegnum þykkt og þunnt. Þar er ég sjálf ekki undantekning á. Þegar formenn flokkanna koma fram á sameiginlegum vettvangi lýsir hver bloggarinn á fætur öðrum yfir afdráttalausri aðdáun á sínum manni. Ummæli eins og þessi einkenna slík skrif.
"Ég var að sjálfsögðu mjög ánægður með minn mann. Steingrímur J. var yfirvegaður og kurteis, en um leið fylginn sér og ákveðinn og kom málstað okkar Vinstri grænna vel á framfæri"
"Það leyndi sér ekki hver hafði sterkustu málefnastöðuna í þessum þætti. Það var óefað Ingibjörg Sólrún. Hún talaði af yfirvegun, umhyggju fyrir málefnum og síðast en ekki síst: Af þekkingu og reynslu stjórnmálamanns sem hefur staðið við stjórnvölinn og þekkir ábyrgð sína"
"Geir Hilmar Haarde kom mjög vel út úr þættinum í kvöld, rökfastur og skynsamur. Var ófeiminn við að segja að hann vissi ekki það sem hann vissi ekki og varði fyrri verk þó hann gerði sér ljóst að sumt af því er ekki til þess fallið að sækja atkvæði í næstu kosningum"
Sambærileg skrif er að finna á bloggsíðum um formenn Framsóknarflokks og Frjálslyndra. Hef ekki enn fundið slík skrif um formann Íslandsframboðsins en án efa koma þau þegar líða tekur á.
Í morgun tók svo við umfjöllun um Reykjavíkurkjördæmi-suður í Ríkisútvarpinu og stóð sú umfjöllun fram efir degi. Fylgdist með umræðum um menntamál og fleira í morgun og aftur við oddvita listana seinnipartinn.
Og eftir fréttir tók síðan við fyrsti málefnafundur Ríkissjónvarpsins af fimm. Þessi fundur var haldinn á Selfossi í kvöld og fylgdist ég með honum í beinni útsendingu. Skemmtilegt fundarform og tilvalið að taka eitt og eitt málefni fyrir sig. Orðin nokkuð leið stax á fyrstu metrunum á endalausri umræðu um stóriðju. Eins og hún ein stýri samfélaginu öllu og önnur mál þurfi ekki að ræða.
Hlakka til baráttu næstu vikna og því að minn flokkur fari nú að rétta úr kútnum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
- vestfirdingurinn
- golli
- bjarnihardar
- amman
- jp
- bjorkv
- bryndisisfold
- olimikka
- salvor
- agnesasta
- eyglohardar
- orri
- gudfinnur
- gesturgudjonsson
- korntop
- sveitaorar
- stebbifr
- helgasigrun
- kex
- garibald
- strandir
- hlini
- gullistef
- bleikaeldingin
- kristinhelga
- sigurdurarna
- perlaheim
- saethorhelgi
- tidarandinn
- gisliivars
- arndisthor
- kristbjorg
- ibb
- inaval
- fararstjorinn
- laugardalur
- lks
- hildurhelgas
- ingithor
- nonniblogg
- faereyja
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.