Leita í fréttum mbl.is

Einn málaflokkur í einu.

Landsþing Sambands sveitarfélag ályktar í dag í þá veru, að menntamálaráðherra sé hvatur til þess að taka jákvætt í hugmyndir sveitarfélaga um að taka yfir rekstur framhaldsskóla í tilraunaskini og hefja sem fyrst undirbúning þess verkefnis í samvinnu við sveitarfélögin.

Gott og blessað en er auðvitað bara gerlegt fyrir stæðstu sveitarfélögin. Enn er líka ósvarað hvernig innheimta eigi greiðslur fyrir nemendur utan viðkomandi sveitarfélaga. Nóg urðu vandræðin vegna samskipta sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vegna greiðslu nemenda tónlistaskólum.

Og síðan var ályktað enn og aftur um flutning þjónustu aldraðra, fatlaðra og heilsugæslu.

Það eina sem gerst hefur frá síðustu ályktun er að verkefnum sem hægt væri að flytja yfir hefur fjölgað. Nú er framhaldsskólinn kominn í röðina.

Árin 1998-1999 var unnið að flutningi málefni fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Undirbúningur hafði staðið yfir í langan tíma og yfirflutningurinn átti að eiga sér stað í ársbyrjun  1999. Ekkert varð úr því að verkefni væri flutt yfir á þeim tíma, og málið var sett í salt.

Er ekki orðið tímabært að byrja á að færa málefni fatlaðra yfir til sveitarfélaga áður en menn bæta nýjum verkefnum í röðina. Eitt verkefni í einu er það eina raunhæfa eins og staða mála er í dag.

 


mbl.is Sveitarfélögin vilja taka yfir rekstur framhaldsskólanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband