25.2.2007 | 22:52
Eru samgöngur og umhverfismál allt?
Á föstudag var Hólmavík heimsótt. Fengum tækifæri að sjá íslenskan galdramann að störfum í galdasafninu. Fengum til láns rúnir sem vernduðu gegn draugum. Þeim var síðan skilað aftur á sýslumörkunum.
Óhætt að óska heimamönnum til hamingju með Eyrarrósina sem veitt var til Strandagaldurs s.l. fimmtudag. Strandagaldur rekur m.a. galdrasafnið á Hólmavík. Þessi verðlaun eru veitt fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. Verðlaunagripurinn var komin í hús á föstudag og er hann eftir Steinunni Þórarinsdóttur og var mikil prýði af honum.
Átti ágætt spjall við heimamann um stöðu mála á Hólmavík. Þar búa nú rúmlega 400 íbúar. Þessi ágæti maður átti tvö börn í framhaldsskóla á Akureyri og heldur því úti tveim heimilum. Hann greiðir um 100 þúsund krónur til heimildshalds á Akureyri mánaðarlega og fær tvisvar sinnum á ári 80 þúsund í dreifbýlisstyrk fyrir hvort barn. Áttti ekki von á að unga fólkið snéri aftur heim að loknu námi. Enga vinnu að fá við hæfi.
Heyrði í frambjóðenda vinstri grænna í norðvestur kjördæmi í dag í útvarpinu, eftir að landsfundi þeirra lauk. Hélt því fram að samgöngubætur og strandsiglingar myndu gera gæfumuninn í ástandi mála á landsbyggðinni. Fyrir utan umhverfismálin sem væru stæðstu málin.
Gott að leggja áherslu á umhverfismál og samgöngumál. Held hinsvegar að þau mál ein og sér verði ekki til þess að fjölga íbúum á stöðum eins og Hólmavík eða svipað er ástatt um. Það þarf mun meira að koma til og ekki síst fleiri og fjölbreytari atvinnutækifæri fyrir unga fólkið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:54 | Facebook
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
-
vestfirdingurinn
-
golli
-
bjarnihardar
-
amman
-
jp
-
bjorkv
-
bryndisisfold
-
olimikka
-
salvor
-
agnesasta
-
eyglohardar
-
orri
-
gudfinnur
-
gesturgudjonsson
-
korntop
-
sveitaorar
-
stebbifr
-
helgasigrun
-
kex
-
garibald
-
strandir
-
hlini
-
gullistef
-
bleikaeldingin
-
kristinhelga
-
sigurdurarna
-
perlaheim
-
saethorhelgi
-
tidarandinn
-
gisliivars
-
arndisthor
-
kristbjorg
-
ibb
-
inaval
-
fararstjorinn
-
laugardalur
-
lks
-
hildurhelgas
-
ingithor
-
nonniblogg
-
faereyja
Athugasemdir
Sammála þér Anna. Samgöngumál ein og sér eða ofuráhersla á umhverfismál fjölga ekki fólki í hinum dreifðu byggðum landsins. Róttækar og sérhæfðar lausnir þurfa að koma til. Hef grun um að flokksþingið okkar um næstu helgi hafi lausnir. Og það er ekki bara ást á kúm og kindum sem gerir það að verkum að við leggjum slíkar áherslur, því hvaða ferðamenn hafa gaman af því að aka um yfirgefnar sveitir, þar sem hvorki er að finna fólk né fé? Róttækar og sérhæfðar lausnir eru ekki síst til þess fallnar að hækka þjónustustig fyrir ferðamenn.
Helga Sigrún (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 21:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.