18.2.2007 | 16:12
Geta ráðherrar bundið hendur næstu ríkistjórnar?
Það leiðir hugann af því hvaða vald ráðherrar hafa til þess að skuldbinda ríkið og hversu víðtækt slíkt vald er. Ekki síst nú þegar styttist til kosninga.
Það sem á eftir fer í þessum pistli er hluti af hópverkefni sem ég vann og fjallaðir um fjárveitingavald ráðherra og sýnir að samningar ráðherra eru alls ekki alltaf bindandi.
Þó ákveðnar takmarkanir séu á fjárveitingarvaldi ráðherra þá hefur hann engu að síður mikil völd á sviði fjárveitinga, bæði formleg og óformleg
Samningar ráðherra virðast þó ekki hafa skuldbindandi áhrif og hafa fallið dómar þess efnis að ráðherra geti ekki bundið fjárveitingar þótt undirritaður sé samningur um ákveðna þjónustu. Dæmi um slíkt er dómur sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 27.október síðast liðinn þar sem íslenska ríkið var sýknað af kröfu Öryrkjabandalags Íslands, vegna samkomulags bandalagsins við heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra árið 2003 um hækkun lífeyris. Í dómnum segir m.a. að bandalagið hafi vitað að ráðherra hefði ekki heimildir til að hækka bætur eða til að stofna nýjan bótaflokk og þess vegna sé ríkissjóður ekki bundinn af samkomulaginu (Héraðsdómur Reykjavíkur 26. okt. 2006)
Á sama hátt geta yfirlýsingar ráðherra eða fréttir af þeim ekki orðið grundvöllur réttmætra væntinga um uppbyggingu. Þannig var viljayfirlýsing borgarstjóra og heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um uppbyggingu nýrra hjúkrunarrýma sem gerð var vorið 2002 túlkuð sem marklaust plagg af þáverandi fjármálaráðherra. Hann taldi jafnframt að þar sem málið hefði ekki verið borið undir fjármála- eða forsætisráðherra, né ríkisstjórnina, hefði þessi viljayfirlýsing ekkert gildi. Það væri ekki verk eins fagráðherra að gera slíkt (Morgunblaðið, 18.05.2002).
Svo mörg voru þau orð. Undir hvað ætli samgönguáætlun flokkist þá, annað en marklaust plagg?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:37 | Facebook
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
- vestfirdingurinn
- golli
- bjarnihardar
- amman
- jp
- bjorkv
- bryndisisfold
- olimikka
- salvor
- agnesasta
- eyglohardar
- orri
- gudfinnur
- gesturgudjonsson
- korntop
- sveitaorar
- stebbifr
- helgasigrun
- kex
- garibald
- strandir
- hlini
- gullistef
- bleikaeldingin
- kristinhelga
- sigurdurarna
- perlaheim
- saethorhelgi
- tidarandinn
- gisliivars
- arndisthor
- kristbjorg
- ibb
- inaval
- fararstjorinn
- laugardalur
- lks
- hildurhelgas
- ingithor
- nonniblogg
- faereyja
Athugasemdir
Samgönguáætlun er lögð fram af ráðherra sem þingsályktunartillaga, sem er síðan samþykkt á Alþingi með breytingum ef verða vill. Áætlunin er því stefnumörkun Alþingis ekki ráðherrans. Áætlunin er mikilvæg vegna þess að hún ákvarðar hvað gert er í samgöngumálum og hvenær. Endanlega ræðst það þó af fjárlögum hvers árs hvort áætlunin stenst, því fjárveitingavaldið er hjá Alþingi og fjárveitingar verða ekki ákveðnar nema með lögum. Ráðherranum og undirstofnunum hans ber að fara eftir samgönguáætluninni eftir því sem fjárveitingar leyfa. Samgönguáætlunin er því bindandi fyrir ráðherrann en ekki þingið.
Þröstur Þórsson (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 17:04
Ráðherra sem sitið hefur í embætti frá árinu 1999, eða tæp átta ár, og á nú tæpa þrjá mánuði eftir í embætti kemur nú varla miklu af þessari samgönguáætlun í framkvæmd.
Hversu mikilvæg er slík áætlun ef henni fylgir ekki fjármagn nema sem óskalisti núverandi meirihluta.
Ný ríkisstjórn mun án efa móta sínar áherslur í samgöngumálum og þá er þessi samgönguáætlun aðeins bindandi fyrir núverandi ráðherra en ekki þingið.
Anna Kristinsdóttir, 18.2.2007 kl. 18:35
Lög um samgönguáætlun tóku gildi í maí 2002 og eru nr. 71/2002. Þar segir að samgönguáætlun skuli gera til tólf ára og skal hún endurskoðuð á fjögurra ára fresti sem þýðir í raun að þá gerð ný tólf ára áætlun. Síðan er gerð s.k. framkvæmdaáætlun sem nær til fjögurra ára og felur í sér nánari útfærslu á samgönguáætluninni. Framkvæmdaáætlunin er endurskoðuð á tveggja ára fresti. Það er því ávallt til framkvæmdaáætlun til a.m.k. tveggja ára. Í lögunum segir að fyrsta samgönguáætlunin skuli ná til áranna 2003-2014. Nú er verið að endurskoða hana í fyrsta sinn og nær hún til 2007-2018. Einnig er verið að leggja fram framkvæmdaáætlun fyrir árin 2007-2010. Ráðherra er því aðeins að fullnægja lagaskyldu sinni með því að leggja þessar áætlanir fram núna. Það má kannski segja að heppilegra væri að það bæri ekki upp á kosningaári en ég held nú að það sé þrátt fyrir allt ekki svo mikill ágreiningur um þessa hluti að það skapi einhvern vanda fyrir nýjan þingmeirihluta og ríkisstjórn. Svo er ekkert sem bannar þinginu að endurskoða áætlanirnar tíðar en lögin gera ráð fyrir eða gera breytingar á gildandi áætlunum.
Þröstur Þórsson (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 23:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.