Leita í fréttum mbl.is

Ingibjörg Sólrún og Margaret Thatcher.

Vann með ágætum konum verkefni í liðnni viku um forystuhæfileika Margaret Thatcher í stjórnartíð hennar sem forsætisráðherra Bretlands. Hún kom á miklum breytingum í bresku samfélagi í sinni stjórnartíð. Þótt sumt af því sem hún kom í framkvæmd hafi ekki tekist, var margt sem stendur eftir sem hefur haft afgerandi áhrif á stöðu Bretlands í samfélagi þjóðanna. Þegar hún hlaut ekki nægilegt fylgi í leiðtogakjöri í nóvember 1990 sem formaður Íhaldsflokksins steig hún niður sem leiðtogi flokksins.

 

Ástæða þess að hún hlaut ekki umboð til áframhaldandi forystu var ekki síst vegna þess að Thatcher hafði fjarlægst almenning á síðustu árunum í stjórnartíð sinni. Auk þess að margir af fylgismönnum hennar innan Íhaldsflokksins höfðu ekki lengur trú á að hún næði kjöri aftur sem formaður flokksins og snéru því frá stuðningi við hana. Þar með lauk forystuhlutverki hennar fyrir breska Íhaldsflokkinn.

 

Ingibjörg Sólrún átti góða spretti sem borgarstjóri. Þótt stjórnunarstíll hennar hafi verið ólíkur þeim sem Tahtcher iðkaði. Án efa breytti Ingibjörg sem borgarstjóri miklu fyrir almenning í borginni. Við sem höfum alið upp börnin okkar á liðnum áratugum hér í Reykjavík finnum mikin mun á að búa í borginni í dag en var áður. En líkt og Thather hafa Ingibörgu orðið á mistök.

 

Hún valdi að víkja úr stól borgarstjóra og halda á vit landsmálanna. Hún fékk kosningu sem formaður Samfylkingarinnar  og frá þeim degi hefur fylgi flokksins farið niður á við. Nú er það sama að gerast fyrir Ingibjörgu og gerðist á síðustu mánuðum stjórnartíðar Thatcher. Hennar eigin menn eru að stökkva frá borði.

 

Hver á fætur öðrum koma fram samfylkingamenn og segja frá því að málin séu ekki í góðum farvegi.Nú síðast í morgunblaðinu í dag segir Guðrún Ögmundsdóttir frá því að allt undir 32% fylgi í kosningum sé óviðunandi. Samfylkingin mælist nú með 22% og á því langt í land.

 

Er ekki einsýnt að pólitísk líf Ingibjargar sem formanns Samfylkingarinnar sé brátt  á enda? Ólíklegt að nokkuð annað sé í spilunum nú rúmum þrem mánuðum fyrir kosningum.  Nú er bara spurning hver taki við, og hvenær.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sæl Anna

Góð skrif og fín greining á stöðu ISG. Er sammála hverju orði.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 4.2.2007 kl. 17:21

2 Smámynd: Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir

Afhverju að líkja Thatcher og Ingibjörgu Sólrúnu saman ? afþví þær eru konur ?

Hversu oft hafa karlkyns formenn farið í gegnum tíma þar sem flokkurinn þeirra mælist með minna fylgi en í síðustu kosningum án þess að fólk fari að tala svona ? Svo hef ég enga trú á því að þú sért með fullri alvöru að leggja það til að ISG hverfi úr stjórnmálum.

Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, 4.2.2007 kl. 21:21

3 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Samlíkingin nær fyrst og fremst til tveggja forystumanna í stjórnmálaum og varla er það svo slæmt að nota MT sem viðmiðun. Þó menn geti verið ósammála hennar stefnu,þá var hún þrátt fyrir allt einn helsti leiðtogi Evrópu um hríð. Að bera saman stöðu Thatcher og stöðu Ingibjargar nú á þess vegna ekki að þurfa að kalla á neina viðkvæmi.

Jóhanna Sigurðardóttir ein helsta forystukona Samfylkingarinnar lét þau orð falla í Silfrinu í dag að hún tryði því ekki að konur ætluðu ekki að styðja Ingibjörgu. Er það kanski málið að það megi bara tala um konur með einum ákveðnum hætti.

Víst verða menn í samfylkingunni að horfast í augu við það að Ingibjörg hefur ekki náð því flugi sem hún náði sem borgarstjóri og ætlaði sér sem formaður Samfylkingarinnar. Menn meiga heldur ekki gleyma því að þeirri stöðu náði Ingibjörg ekki einsömul.

Anna Kristinsdóttir, 4.2.2007 kl. 22:26

4 Smámynd: Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir

Enn er ekki öll nótt úti. Við trúum á okkar konu og að hún muni skila okkur í ríkisstjórn um miðjan maí. :)

Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, 5.2.2007 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband