31.1.2007 | 22:24
Hver tefur störf þingsins?
Hef um langt árabil fylgst með íslenska landsliðinu í handbolta. Þetta er sú íþrótt sem ég hef mest gaman af. Hér með er það gert opinbert.
Spennan undanfarnar vikur hefur verið svo mögnuð að ég hef ekki einu sinni treyst mér til að blogga um þá upplifun. Sumt er bara þannig.
Hef fylgt strákunum okkar eftir í leikjum víða um heiminn í rúm þrjátíu ár. Það hefur þó alltaf verið í huganum. Ef tækifæri hefði boðist hefði ég þó ekki hikað við að fara og sjá þá spila á erlendri grund. Það á ég örugglega eftir að gera síðar.
Það að vera á staðnum í spennandi handboltaleik slær allt út. Það vita t.d. allir þeir sem voru á leiknum 17.júní s.l. í laugardalshöll. Ógleymaleg stemming. Og til þess að standa við bakið á strákunum okkar í heimsmeistarakeppninni hafa tveir eða þrír ráðherrar farið á leiki liðsins í Þýskalandi. Mér finnst það frábært. Þetta hafa þeir að sjálfsögðu gert á sinn eigin kostnað og fyrst og fremst til að standa við bakið á strákunum.
Nú hefur stjórnarandstaðan tekið það sérstaklega upp á þingi að ráðherrar ríkistjórnarinnar sjáist á landsleikjum á heimsmeistaramóti á erlendri grund. Þetta hafi orðið til þess að tefja störf þingsins. Þannig snúa menn þessari mögnuðu stemmingu sem hefur skapast hjá þjóðinni allri vegna leikjanna, upp í pólitískan ágreining.
Ef þetta snýst um mögulega töf á störfum þingsins, hefði stjórnarandstaðan þá að sama skapi ekki átt að hugsa um slíkt þegar hún talaði í u.þ.b. 60 klukkustundir um málefni ríkisútvarpsins?
Eða eru það eitthvað annað sem býr að baki?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:27 | Facebook
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
- vestfirdingurinn
- golli
- bjarnihardar
- amman
- jp
- bjorkv
- bryndisisfold
- olimikka
- salvor
- agnesasta
- eyglohardar
- orri
- gudfinnur
- gesturgudjonsson
- korntop
- sveitaorar
- stebbifr
- helgasigrun
- kex
- garibald
- strandir
- hlini
- gullistef
- bleikaeldingin
- kristinhelga
- sigurdurarna
- perlaheim
- saethorhelgi
- tidarandinn
- gisliivars
- arndisthor
- kristbjorg
- ibb
- inaval
- fararstjorinn
- laugardalur
- lks
- hildurhelgas
- ingithor
- nonniblogg
- faereyja
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.