29.1.2007 | 16:17
Að vera landlaus í eigin landi
Og hvað er mögulegt í stöðunni þegar þegar maður hefur verið flæmdur burt úr sínu eigin heimalandi nema leita annara heimkynna. Hvað skyldi vera þar í boði?
Sjálfstæðismenn hafa ekki mikið pláss að bjóða þessari fyrrum flokkskonu sinni. Búnir að samþykkja lista í öllum sex kjördæmum og allt frágengið þar á bæ.
Vinstri grænir hafa gengið frá sínum listum nema í norð-vestur. Veit ekki hvort Margrét eigi nokkuð sameiginlegt með þeim flokki.
Samfylkingin gæti boðið henni fimmta sætið í öðru hvoru reykjavíkurkjördæminu. Ekki víst að slíkt sé ásætanlegt fyrir hana. Ekki síst þegar horft er á stöðu flokksins í dag. Örugglega mikil átök framundan í þeim flokki og ekki víst að hún vilji úr öskunni í eldinn
Framsóknarflokkurinn á enn eftir að ganga frá sínum lista í suðvesturkjördæmi, veit ekki hvort Margréti litist á að taka þar sæti. Allavega mun Sverrir faðir hennar seint samþykkja að hún gangi til liðs við þann flokk.
Þá er það framboð aldraðra og öryrkja og jafnvel framboð framtíðarlandsins. Allt enn nokkuð óljóst hvort af því verður fyrir þessar kosningar.
Ekki margir kostir í boði fyrir Margréti og engin sérstaklega spennandi. Sérframboð er alltaf kostur en ekki létt að fara í slíkan leiðangur rúmum þrem mánuðum fyrir kosningar.
Verður fróðlegt að sjá hvaða leið Margrét velur eftir fundinn í kvöld með stuðningsmönnum sínum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
-
vestfirdingurinn
-
golli
-
bjarnihardar
-
amman
-
jp
-
bjorkv
-
bryndisisfold
-
olimikka
-
salvor
-
agnesasta
-
eyglohardar
-
orri
-
gudfinnur
-
gesturgudjonsson
-
korntop
-
sveitaorar
-
stebbifr
-
helgasigrun
-
kex
-
garibald
-
strandir
-
hlini
-
gullistef
-
bleikaeldingin
-
kristinhelga
-
sigurdurarna
-
perlaheim
-
saethorhelgi
-
tidarandinn
-
gisliivars
-
arndisthor
-
kristbjorg
-
ibb
-
inaval
-
fararstjorinn
-
laugardalur
-
lks
-
hildurhelgas
-
ingithor
-
nonniblogg
-
faereyja
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.