Leita í fréttum mbl.is

13 konur og enginn karl.

Kvennréttindafélag Íslands fagnaði 100 ára afmæli í gær. KRFÍ hefur í gegnum tíðina átt stóran þátt í að vinna að jafnrétti kynjanna. Mikið af þeim réttindum sem konur búa við nú, hafa verið unnin með ötulli baráttu  kvenna sem tilheyra þessum hópi.  Baráttan hefur tekið langan tíma og enn er margt ógert í þessum málum.

Heyrði í fréttum í gær viðtal við Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, þar sem hún sagði að konur yrðu að taka höndum saman við karla til að stuðla að jafnrétti.

Á dagskrá ráðstefnunnar Kvennréttindafélagsins voru 13 fyrirlesarar og voru þeir allir af sama kyni. Held að þarna hefði KRFÍ geta stigið fyrsta skrefið í þá átt sem jafnrétti á að snúast um, að bæði kynin hafi sama rétt. Þótt eðlilegt sé að á slíkum tímamótum, eins og aldarafmæli er, að konur séu þar í aðalhlutverkum, hefðu  karlar  líka átt að koma þar að. KRFÍ hefði því átt að sýna jafnrétti í verki á 100 ára afmælinu.

Jafnrétti kynjanna næst ekki nema að við konur vinnum að því með körlum.

Anna Kristinsdóttir, annakr@annakr.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband