21.8.2007 | 13:50
Draumaferð
Ég á um margt einstakan son sem er 10 ára gamall. Hann hefur að mörgu leiti önnur áhugasvið en önnur börn og hefur ekki félagslegan þroska á við jafnaldrana. Honum lgengur betur að tala við sér eldri og nýtur sín vel þannig. Hann á því ekki félaga á sama reki nema í mjög takmörkuðu mæli.
Sumarið hjá honum er því um margt með öðrum hætti en hjá öðrum börnum. Hann fer ekki út nema í fylgd fullorðinna og þess utan er honum frekar illa við flugur og önnur skordýr sem vakna til lífsins á sumrin. Hann kýs því frekar vera innan dyra. Félagarnir úr skólanum halda út í sumarið í útileiki og hjólatúra en hann eyðir dögunum með öðrum hætti.
Hann fór reyndar í sumarbúðir í 14 daga í Reykjadal í Mosfellsdal og það var í raun hápunktur sumarsins. Ótrúlegt starfsfólk þar sem hugsar vel um þessa krakka sem flest eru með sérþarfir. Að öðru leiti hefur hann verið meira og minna með mér í sumarfríinu og við bæði orðin óþreyjufull eftir skólabyrjun.
Því var ákveðið að við foreldrar hans færu með hann um síðustu helgi til Kaupmannahafnar og myndum leyfa honum að hafa ferðina að sínum hætti.
Fimm dagar fóru í ferðalagið og á þrem af þeim var eitt í skemmtigörðum. Við fórum með lest og heimsóttum Legoland, við eyddum degi í Bakken og heill dagur fór í Tívolí. Við fórum í þrívíddar bíó og meira að segja eitt fimmvíddar. Við fórum á fjöldann af söfnum um allan bæ sem hann hafði fundið á netinu.
Við borðuðum pizzur og ís, hamborgara og ís og pylsur og ís til skiptist. Við eyddum ómældum tíma í leikfangabúðum og ýmsum skrítnum búðum sem við fundum
Við horfðum á barnaefni kvölds og morgna og lásum teiknimyndablöð. Við vorum alltaf sofnuð löngu fyrir miðnætti.
Þetta var draumaferð fyrir okkur öll.
Nú býður mín að útbúa bók um ferðalagið okkar. Hann vill eiga minningar þegar hann verður eldri og hefur svolitlar áhyggjur af því að við foreldrarnir verðum þá búin að gleyma þessu öllu.
13.8.2007 | 17:21
Tökum upp ný vinnubrögð
Um margt sérstakt sumar fyrir okkur framsóknarmenn þó að ég telji nú ekki að við séum dauð úr öllum æðum eins og Stakksteinar Morgunblaðsins ýjuðu að í liðinni viku.
Flokkstarfið er auðvitað alltaf með öðrum blæ yfir sumartímann og ekkert óeðlilegt við það. Forystumenn flokksins hafa án efa notað tækifærið og tekið sér gott frí eftir samfelda12 ára ríkisstjórnarsetu. Starfið í stjórnarandstöðu, þegar þing verður síðan sett á ný, mun líka verða hörku vinna fyrir okkar fólk.
Hef heyrt í mörgum framsóknarmönnum sem bíða með óþreyju haustsins og þess að flokkstarfið fari af stað að nýju. Margir vona að nú verði farið í að byggja frekar upp innra starf flokksins og vinnubrögðin verði í þá veru að fólk sækist í auknu mæli eftir því að starfa með okkur. Það er eitt af því sem ég tel að verði að gerast.
Ég hélt í einfeldni minni að nú þegar Framsóknarflokkurinn væri komin í sögulegt lágmark að allt okkar fólk myndi leggjast á eitt til að skapa liðsheild innan flokks. Þá myndu menn vanda sig í vinnubrögðum innan stjórna og ráða. En ekki virðist sú von mín vera að rætast.
Landsamband framsóknarkvenna fagnaði nú nýverið 25 ára afmæli sínu og gaf út bók í tilefni þessara tímamóta. LFK hefur lyfti grettistaki í jafnréttismálum innan framsóknarflokksins á liðnum árum og ber því að fagna. Í gegnum bókina alla fer eins og rauður þráður að konur séu ekki eins og karlar og því verði þær að vera sýnilegar í stjórnmálum eins og annars staðar í samfélaginu öllu. Mér hefur persónulega alltaf þótt konur í stjórnmálum spila á öðrum nótum en karlar.
Ég hlakkaði því mikið til að taka þátt í þingi LFK, hitta góðar konur og ræða stjórnmálin og stöðu kvenna innan flokksins. Í dag, mánudaginn 13.ágúst, berst mér tilkynning í vefpósti um að þingið verði haldið n.k. laugardag og muni standa heila sjö tíma. Auðvitað með tilheyrandi kaffi og marhléum. Umræða um mál sem verða lögð fyrir þingið eiga m.a. að taka heilar 20 mínútur. Sé á vef LFK að þar hefur verið sett með löglegum fyrirvara auglýsing um þingið, en veit ekki hversu margir skoða þann vef sem sjaldan er uppfærður.
Nú er ég alveg lens. Landsamband framsóknarkvenna boðað til þings í Reykjavík á sama tíma og Reykjavíkurborg kallar fjölskyldurnar saman til menningarhátíðar.
Þennan dag sem fjölskyldurnar flykkjast saman í miðborginna til að sýna sig og sjá aðra. Ég og mínir höfðu meðal annars hug á að fara í siglingu um Ægisgarð kl. 12.00, skoða Kvennaslóðir hjá UNIFEM kl. 13.00, sjá Öskubusku í Tjarnarbíó kl. 14.00 og fleira og fleira. Eftir 18.00 lýkur minni menningargöngu þar sem annað yfirbragð kemur þá á borgina og börnin oftast búin að fá nóg.
Ég get ekki orða bundist. Landsamband framsóknarkvenna virðist vera að taka upp þann ósið sem lengi hefur verið gagnrýndur að halda þing eða fundi með slíku skipulagi að sem fæstir mæti. Helst að boða félaga með sem stystum fyrirvara, halda það á vonlausum tíma(menningarhátíð Reykvíkinga) og keyra dagskrána á nokkrum klukkutímum.
Er þetta konum sæmandi, eða á kannski að skipta um forystu í samtökunum og ekki æskilegt að fjölmennt verði. Er von nema spurt sé?
2.8.2007 | 11:15
Undirliggjandi ágreiningur í Sjálfstæðisflokki?
Las þessa óborgarnlegu færslu á bloggi Friðjóns á eyjunni.
"Hvað segir maður um þingmann sem er fyrsti flutningsmaður 16 frumvarpa á síðasta kjörtímabili og þar af 4 sinnum um sama málefni? Á hverju þingi lagði hann fram frumvarp um þetta hugðarefni sitt, það er fjórðung allra frumvarpa sem þingmaðurinn hefur lagt fram í eigin nafni. Er ekki hægt að segja óhikað, að málið sé viðkomandi þingmanni hjartans mál? En hvað á maður svo að halda, ef sami þingmaður verður ráðherra og lætur það verða eitt sitt fyrsta verk að gefa það út að hann ætli ekki að beita sér fyrir viðkomandi máli?
Er rökrétt að draga þá ályktun stjórnmálamaðurinn hugsjónalaus eiginhagsmunapotari sem er bara í pólitík fyrir eigið egó? "
Ætli megi lesa úr þessum skrifum undirliggjandi ágreining í Sjálfstæðisflokknum. Skyldu þessi skrif Friðjóns vera bergmál af hugsanagangi fyrrverandi yfirmanns hans í Dóms og Kirkjumálaráðuneytinu? Kannski fer nú undirliggjandi ágreiningur í flokknum að koma oftar upp á yfirborðið.
26.7.2007 | 16:18
Ferðalög á ferðalög ofan
Er á leið í enn eitt ferðalagið innanlands . Hef slegið persónulegt met í ferðalögum innanlands á þessu sumri og aldrei dvalið fleiri nætur í tjaldi. Er reyndar að verða síðasti Móhíkaninn í þeim efnum þar sem við íslendingar virðumst hafa hætt þessu ferðamáta. Nú verða allir að eiga tjaldvagn/fellihýsi/hjólhýsi.
Hef haft gaman af því að taka út tjaldstæðin og eru þau eins ólík eins og þau eru mörg. Sú greining fer fram síðar.
Það sem hefur komið mér mest á óvart á þessum ferðalögum mínum er áhersla á mörgum stöðum að gera upp gömul hús í upprunalegt horf og er það frábært framtak. Mikil bæjarprýði af slíku og sýnir metnað til að halda í það sem gamalt er.
Eins hefur úrval kaffihúsa og matsölustaða á landsbyggðinni aukist mikið og mikill metnaður á mörgum stöðum. Það er liðin sá tími að aðeins sé hægt að fá hamborgara og franskar. Íslensk kjötsúpa, smurt brauðog heimabakaðar tertur fást á sífellt fleiri stöðu og það af hinu góða. Sú úttekt birtist líka í lok sumars.
Má til að óska Líney vinkonu minni til hamingju með nýja starfið. Líney Rut Halldórsdóttir tekur við framkvæmdastjórastöðu ÍSÍ og var valin úr hóp 50 umsækjenda og er vel af því komin. Hörku kona sem mun án efa leggja allt sitt í þetta.
19.7.2007 | 12:23
Mæling á belging
Össur, hin nýi iðnaðarráðherra, fer mikinn í skrifum sínum þessa dagana og snúast skrif hans helst um framsóknarmenn og vanhugsaðar gerðir þeirra.
Hann hefur í skrifum sínum oft rætt um sjálfan sig og talið að hann væri orðin maður umburðalyndur og án stríðsæsings í seinni tíð. Þannig taldi hann sjálfur að hann yrði "milt yfirvald og nærgætið í ráðuneytinu".
Eitthvað virðist hin síðara ráðherratign hafa stigið honum til höfuðs þar sem hann fer fram á ritvöllinn með miklum ofsa í nýjasta pistli sínum gagnvart nýjum þingmanni framsóknarmanna Bjarna Harðarsyni.
Þar telur Össur, Bjarna allt til foráttu vegna skoðana sinna um framtíðarnýtingu Hótels Vallhallar og jafnframt telur hann Bjarna ekki hafa sinnt starfi sínu sem nefndarmaður í Þingvallanefnd.
Össur telur að hlutverk þess húsnæðis sem reisa ætti í stað Hótel Valhallar ætti að vera "að koma upp aðstöðu sem dygði til að Alþingi gæti haldið þar þingsetningarfund á haustin, og hugsanlega nýta undir smærri ráðstefnur um vísindi og menningu."
Ljóst er að Össur telur ekki að almenningur eigi að hafa aðstöðu á svæðinu nema helst þá í þjónustumiðstöð svæðisins. Í nýju húsnæði í þjóðgarðinum eigi aðeins þeir útvöldu að koma.
Hver skyldi þá fara frekar fara fram sem kjörin fulltrúi almennings Bjarni eða Össur og hvort skyldi mælast með meiri vindbelgur með skoðunum sínum?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.7.2007 | 16:01
Snögg viðbrögð
Svona eiga menn að vinna. Hún var ekki lengi að bregðast við og leiðrétta kjör fatlaðra ungmenna.
Vona að þetta sé bara fyrsta skrefið í þessa átt til að bæta enn frekar kjör fatlaðra.
Félagsmálaráðherra styrkir átaksverkefni fyrir fötluð ungmenni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.7.2007 | 23:16
Jóhanna hlýtur að kippa þessu í lag
Vegna umfjöllunar um launamisrétti vegna fatlaðra ungmenna hér á blogginu fyrr í dag er betra að allar staðreyndir séu á hreinu.
Auðvitað var það ekki Reykjavíkurborg sem sýndi slíka misskiptingu í launum. Þetta er verkefni sem liggur hjá Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra í Reykjavík og heyrir því undir félagsmálaráðuneytið.
Heyrði í kvöldfréttum ruv eftir starfsmanni svæðisskrifstofu að aðeins vantaði 500 þúsund upp á til þess að hægt væri að greiða þessum starfsmönnum full laun fyrir sína vinnu. Sem auðvitað á að gera.
Þessu hlýtur nú Jóhanna að kippa í liðinn strax í dag.
4.7.2007 | 10:27
Misrétti í sinni skýrustu mynd
Á erfitt með að trúa því að svona séu málum háttað hjá Reykjavíkurborg á 21 öld. Hvers konar samfélag er það sem mismunar þegnum sínum með þessu hætti.
Þetta eru ekki sérstaklega jákvæð skilaboð til fatlaðra ungmenna sem eru að taka sín fyrstu skref á vinnumarkaði.
Skildi þetta til lengri tíma leiða til þess að þetta unga fólk sé virkt á vinnumarkaðunum eða sé alfarið á bótagreiðslum hjá almennantryggingum?
Og hvort skildi vera betra, bæði fyrir fatlaða og samfélagið allt?
Fötluð ungmenni fá ekki full laun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.6.2007 | 17:12
Vodafonehöll eða Friðrikshöll.
Verð að viðurkenna að þetta nafn finnst mér ekki við hæfi á íþróttamannvirki.
Egilshöllin var gagnrýnd fyrir það að vera "kostað" mannvirki en bar þó nafn úr Íslendingasögunum. þetta slær allt út.
Að bera nafn Vodafone, a.m.k. næstu fimm ár er ekki ásættanlegt. Valur á að hafa meiri metnað en svo að hann selji nafngift íþróttamannvirkja félagsins fyrir slikk.
Hvað varð um metnað fyrir Friðrikshöll, Hlíðarenda eða annað í þeim dúr.
Er virkilega allt falt?
Ný íþróttamannvirki Vals munu bera nafn Vodafone | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.6.2007 | 22:23
Alþjóðaleikum lokið.
Alþjóðaleikum ungmenna lauk formlega á sunnudaginn. Flestir erlendu gestanna fór til síns heima á mánudags og þriðjudagsmorgun. Enn eru þó nokkrir gestir eftir og þeir síðustu fara síðan af landi brott í fyrramálið.
Ýmislegt kom upp á meðan á leikunum stóð og voru öll mál leyst samstundis án nokkura eftirmála. Eftir stendur þó að mikilli vinnutörn er að ljúka og nauðsynlegt er að gefa sér góðan tíma eftir svona törn til að hlaða batteríin.
Ég er ein af þeim sem komu að því að koma þessum leikum hingað til Reykjavíkur.
Mín fyrsta þátttaka í Alþjóðaleikum ungmenna var í Gratz í Austurríki sumarið 2003. Þar mætti ég sem borgarfulltrúi og þar lýstu forsvarsmenn leikanna yfir áhuga sínum við mig á að leikarnir yrðu haldnir í Reykjavík
Ég heimsótti síðan Coventry í Englandi sumarið 2005 þar sem undirritað var samkomulag um að leikarnir yrðu haldnir í Reykjavík 2007. Síðan fékk sem fulltrúi í undirbúningsnefnd leikarnir að heimsækja Bankok í Taílandi sem hélt leikanna í fyrra.
Undirbúningur Reykjavíkur fyrir leikanna tók rúmt ár.
Þótt leikarnir sjálfir snúist fyrst og fremst um keppni í íþróttum eru ótal margir aðrir þættir sem koma þar að og fæstir þeirra almenningi sýnilegir. Mikill fjöldi einstaklinga kom þar að í lengri og skemmri tíma og var gaman að fá tækifæri til að kynnast öllu því góða fólki sem að verkefninu kom.
Nú verða næstu dagar notaðir til að ganga frá, og skila verkefninu af sér. Síðan tekur við gott sumarfrí.
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
- vestfirdingurinn
- golli
- bjarnihardar
- amman
- jp
- bjorkv
- bryndisisfold
- olimikka
- salvor
- agnesasta
- eyglohardar
- orri
- gudfinnur
- gesturgudjonsson
- korntop
- sveitaorar
- stebbifr
- helgasigrun
- kex
- garibald
- strandir
- hlini
- gullistef
- bleikaeldingin
- kristinhelga
- sigurdurarna
- perlaheim
- saethorhelgi
- tidarandinn
- gisliivars
- arndisthor
- kristbjorg
- ibb
- inaval
- fararstjorinn
- laugardalur
- lks
- hildurhelgas
- ingithor
- nonniblogg
- faereyja