16.10.2007 | 15:16
Ný vinnubrögð-nýr meirihluti
Þessu góða fólki treysti ég vel til góðra verka. Veit að málefni OR og REI verða skoðuð ofan í kjölinn og almenningi kynnt málið allt að þeirri skoðun lokinni. Þá fyrst geta menn dæmt það hvað raunverulega fór úrskeiðis.
Verður vonandi til þess að almenningur fái aftur trú á stjórnmálamönnum. Held að margt hafi gerst í þessu máli sem hafi kastað rýrð á stjórnmálin í heild sinni og skaðað trú íbúa á sína kjörnu fulltrúa.
Vonandi verður þeirri skoðun snúið við með nýjum vinnubrögðum í nýjum meirihluta.
p.s. Og svo klára menn væntanlega reglur um siðferði borgarfulltrúa sem liggur fyrir forsætisnefnd
Bryndís Hlöðversdóttir nýr stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.10.2007 | 20:21
"Ég minnist þess ekki"
Mér fannst pínlegt og jafnframt erfitt að horfa á Vilhjálm fráfarandi borgarstjóra og Bjarna Ármannsson í kastljósinu í kvöld.
Vilhjálmur hlýtur að sjá það að hann á enga framtíð fyrir sér í stjórnmálum. Hann hefur oftar en einu sinni orðið missaga í málum tengdum REI.
"Ég minnist þess ekki" þýðir einfaldlega ekki að málin hafi ekki verið kynnt fyrir honum.
Vandinn er hinsvegar sá að Vilhjálmur virðist ekki hafa fylgst með því sem gerðist í kringum hann þegar hann sat slíka kynningarfundi. Slíkt gengur auðvitað ekki fyrir æðsta embættismann borgarinnar.
Held að nú verði menn að finna nýjan forystumann í borgarmálin fyrir sjálfstæðisflokkinn. Verða án efa margir sem vilja gegna því hlutverki.
Að öðrum kosti verða menn með lík í lestinni fram að næstu kosningum.
Minnist þess ekki að hafa séð minnisblaðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.10.2007 | 09:04
Nýr meirihluti-nýjar áherslur
Þetta er um margt merkileg tímamót, vegna þess að slíkt hefur ekki gerst áður í sögu borgarstjórnar. Ekki síður eru þetta tímamót fyrir sjálfstæðismenn sem höfðu grunlausir talið sig hafa tryggt völd sín a.m.k. fram að næstu kosningum. Slíkt kom greinilega fram í viðtölum við Vilhjálm og fulltrúa sjálfstæðisflokkinn í gær. Þar töluðu reiðir og birtir menn og töldu sig hafa verið sviptir völdum án nokkurrar ástæðu. Töluðu jafnvel um valdarán. Slík afstaða er ekki óalgeng þegar menn lenda í slíkri stöðu. Pólitíkin er óútreiknaleg.
Sjálfstæðisflokkurinn hafði í kosningunum 1994 verið við völd, næstum án undantekninga, um áratuga skeið. Fulltrúar þeirra höfðu vanist því að vinna að málum án samráðs eða með samþykki minnihlutaflokka borgarstjórnar og heldu því utan um stjórn borgarinnar eins og eign sína.
Á árunum 1994-2006 kom síðan að nýr meirihluti í borgarstjórn sem skipaður var úr fleiri flokkum og vann málin með öðrum hætti. Þar var aldrei ein rödd sem ákvað hvaða stefnu skyldi taka. Þar þurfti umræðu í aðdraganda ákvarðanatöku og þar komu allir flokkar að. Slíkum vinnubrögðum voru borgarbúar orðnir vanir og vildu ekki afturhvarf til gamalla tíma.
Hlakka til að fylgjast með nýjum meirihluta og störfum hans. Víst er að margt verður vandasamt sem þar kemur upp. Ekki síst vegna þess að mörg mál sem fyrrverandi meirihluti vann að voru gagnrýnd að þeim flokkum sem nú munu skipa meirihluta. Þar verða menn að vera samkvæmir sjálfum sér og snúa skútunni hratt en örugglega. Það má ekki gerast við slíkar breytingar að stjórnsýslan verði óstarfhæf vegna breytinga á stefnu.
Það er mörg mál sem taka verður á í nýjum meirihluta. Fyrst og fremst verða flokkarnir fjórir að skoða öll mál sem tengjast REI og samruna þess við Geysir green ofan í kjölinn. Almenningur þarf að fá fullvissu fyrir því að sá gjörningur þoli dagsljósið. Ef svo reynist ekki vera verða menn að draga slíkar ákvarðanir til baka og byrja með hreint borð. Svandís Svavarsdóttir hefur sýnt það að undanförnu að hún er manneskja til slíkra verka.
Þeir flokkar sem nú skipa nýjan meirihluta mega ekki verða uppvísir að vinna á sömu formerkjum og síðasti meirihluti og verða því að taka upp ný og gegnsærri vinnubrögð.
Ég óska nýjum meirihluta í borgarstjórn góðs gengis í verkum sínum.
11.10.2007 | 16:09
Söguleg tíðindi
Söguleg tíðindi að borgarstjórnarmeirihluti springi.
Hlýt að fagna þessu. Þessi nýji meirihluti mun án efa vinna á öðrum forsendum en sá sem hverfur af vettvangi.
Mínar bestu óskir, mun færa ásýnd flokksins í borginni aftur á miðjuna.
Nýr meirihluti myndaður í borgarstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.10.2007 | 12:57
Slæmir embættismenn eða stjórnmálamenn
Farsinn um REI heldur áfram og nú leitað að blóraböggli.
Nú stígur Gísli Marteinn, borgarfulltrúi sjálfstæðisflokksins fram og telur að embættismennirnir sem unnu að málinu hafi ekki sinnt skyldu sinni. Þeir séu; nota bene, að vinna fyrir fólkið í borginni.
Hann gagnrýnir jafnframt að starfsmenn OR sem kynntu samrunann hafi ekki upplýst þá um að þeir væru með feita kaupréttarsamninga í vasanum.
Í 4.grein laga um Orkuveitu Reykjavíkur kemur m.a. fram að:
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur fer með málefni fyrirtækisins og annast um að skipulag fyrirtækisins og starfsemi sé jafnan í réttu og góðu horfi. Stjórn og forstjóri fara með stjórn fyrirtækisins.
Forstjóri hefur á hendi framkvæmd stefnu stjórnar fyrirtækisins. Skal hann vinna sjálfstætt að stefnumótun þess og áætlanagerð. Hann annast allan daglegan rekstur fyrirtækisins, allar framkvæmdir og undirbúning þeirra, sjóðvörslu og reikningshald og ráðningu starfsliðs. Daglegur rekstur tekur ekki til ráðstafana sem eru óvenjulegar eða mikils háttar. Slíkar ráðstafanir getur forstjóri aðeins gert samkvæmt sérstakri heimild frá stjórn, nema ekki sé unnt að bíða ákvarðana stjórnar án verulegs óhagræðis fyrir starfsemi fyrirtækisins. Í slíkum tilvikum skal stjórn tafarlaust tilkynnt um ráðstöfunina. Forstjóri kemur fram fyrir hönd fyrirtækisins í öllum málum sem varða venjulegan rekstur. Forstjóra ber að veita stjórn og endurskoðanda allar upplýsingar um rekstur fyrirtækisins sem þeir kunna að óska eða veita ber samkvæmt lögum. Stjórn skal setja forstjóra starfslýsingu.
Og nú er spurt hver hefur ekki staðið sig í stykkinu, embættismaðurinn eða stjórnin sem fer með eftirlit á starfseminni?
Spyr sá sem ekki veit.
8.10.2007 | 16:47
Hefur allt verið gert opinbert?
Skrítin niðurstaða eftir þriggja tíma langan fund. Held að fleira hafi nú verið rætt á þessum fundi en látið er í ljósi nú.
Hér er verið að hengja bakara fyrir smið og ef sjálfstæðismenn telja að þetta leysi vandann þá er mér illa brugðið. Almenningur og þar með taldir kjósendur sjálfstæðisflokksins vilja sjá meira en þetta.
Það er ljóst að stjórnarformaður OR var ekki hugmyndasmiðurinn af þessari ráðgerða allri. Þar komu fleiri að.
Búið að reyna að sannfæra borgarbúa hversu mikill hagnaður liggi í REI og nú er ráðið að selja gullkálfinn. Sérkennileg ráðagerð það.
Held að hér séu ekki öll kurl komin til grafar og enn eigi borgarbúar eftir að sjá nýja leiki á næstu dögum.
Stefnt að því að selja hlut Orkuveitunnar í REI | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.10.2007 | 11:17
Krafa mín til kjörinna fulltrúa framsóknarflokksins
Við framsóknarmenn höfum lengi setið undir því að vera manna spilltastir í pólitík. Ég hef þó seint talið mig eða mikinn meirihluta framsóknarmanna falla þar undir.
Þó verður að viðurkennast að innan okkar raða leynast einstaklingar sem setja sinn eigin hag fram yfir heildarhag kjósenda flokksins eða íbúa þess svæðis sem þeir eru kjörnir fyrir.
Ég trúði því lengi frameftir síðasta áratug síðustu aldar að yngra fólk sem myndi taka við forystutaumunum í flokknum myndi starfa á breytum forsendum og beiti vinnubrögðum sem kæmu í veg fyrir þessa umræðu.
Nýtt fólk myndi þannig breyta þeirri ímynd sem flokkurinn sat upp með, með réttu eða röngu. Nýir tímar sem kölluðu á opna og gegnsæja stjórnsýslu myndu færa umræðuna frá þeirri meintu spillingu sem átti þannig að viðgangast innan flokksins. Menn myndu viðhafa góð vinnubrögð sem kjörnir fulltrúar flokksins.
En slíkt er því miður ekki raunin. Nú er eitt málið enn komið upp þar sem fulltrúi flokksins í borgarstjórn er sakaður um að hafa ekki farið að lögum. Þótt sekt sé ekki sönnuð tel ég engan vafa á að þarna hafa menn farið langt fram úr öllum eðlilegum vinnubrögðum. Ekki síður þykir mér það vafasamt, ef satt er, að stjórn þess nýja félags sem nú hefur verið skipuð skammti sér 350 þúsund króna mánaðarlaun. Og þarna sitja menn sem kjörnir fulltrúar almennings og fara með almennafé.
Mín krafa til kjörinna fulltrúa framsóknarflokksins er að menn vinni eftir þeim lögum og reglum sem liggja að baki góðri stjórnsýslu. Það á sérstaklega við fulltrúa flokksins í borgarstjórn sem nú virðist ætlast að takast að opna enn og aftur á þá umræðu sem tengd hefur verið við framsóknarflokkinn og spillt vinnubrögð.
Ef takast á að koma framsóknarflokknum upp úr þeim djúpa dal sem hann liggur nú í verða menn að taka heildina fram fyrir sinn eigin hag. Þar er enginn undanskilinn.
3.10.2007 | 23:21
Fyrirtæki sem mun mala gull fyrir eigendur sína
Þetta fyrirtæki á eftir að mala gull fyrir eigendur sína. Þarna er verið að setja allt það mikla hugvit sem orkuveitan og fleiri aðilar búa yfir í orkugeiranum undir ein hatt.
Forseti Kína tilkynnti Ólafi Ragnari að hann vildi kaup þekkingu af okkur vegna orkumála í miklu mæli. Það er aðeins litill hluti af þeim verkefnum sem þetta nýja sameinað fyrirtæki mun taka þátt í.
Mínar ráðleggingar til starfsmanna Orkuveitunnar eru að kaupa strax það mögulega hlutafé sem þeim verður boðið upp á. Á eftir að margfaldast í verði innan skamms tíma. Finnst þeir vera vel að því komnir, hugvitið kemur jú þaðan.
Ætli stjórnarmenn Orkuveitunnar fái líka að kaupa sinn skerf? eða eru þeir ekki kosnir þarna inn sem fulltrúar almennings sem á þetta veitufyrirtæki?
Bjarni verður stjórnarformaður sameinaðs félags | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.10.2007 | 16:19
Frábær íþróttaviðburður að hefjast
Nú er bara að vonast til þess að okkar fólk á þessum einstöku íþróttaleikum fái umfjöllum í samræmi við stærð leikanna. 7300 þátttakendur frá 165 þjóðum.
Ég skora á íþróttadeildir fjölmiðla að sýna frá leikunum og segja frá þeim sigrum sem okkar fólk á án efa eftir að vinna á leikunum.
Áfram Ísland
Mikið um dýrðir þegar heimsleikar Special Olympics voru settir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.9.2007 | 16:01
Til hamingju Valsmenn
Nú hefst nýtt sigurtímabil hjá Val. Mikil sigurgleði á mínu heimili í dag.
Valur vel að þessum sigri kominn. Nú stefnir allt í nýja sigurgöngu Vals eftir erfitt tímabil að undanförnu.
Til hamingju með daginn
Valur Íslandsmeistari í fyrsta skipti í 20 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
- vestfirdingurinn
- golli
- bjarnihardar
- amman
- jp
- bjorkv
- bryndisisfold
- olimikka
- salvor
- agnesasta
- eyglohardar
- orri
- gudfinnur
- gesturgudjonsson
- korntop
- sveitaorar
- stebbifr
- helgasigrun
- kex
- garibald
- strandir
- hlini
- gullistef
- bleikaeldingin
- kristinhelga
- sigurdurarna
- perlaheim
- saethorhelgi
- tidarandinn
- gisliivars
- arndisthor
- kristbjorg
- ibb
- inaval
- fararstjorinn
- laugardalur
- lks
- hildurhelgas
- ingithor
- nonniblogg
- faereyja