Leita í fréttum mbl.is

Má Reykjavíkurborg ekki halda kvennahlaup?

Kvennahlaupið fer fram í dag í 19.sinn. Hef oft tekið þátt en geri það ekki að þessu sinni.  Ekki síst vegna þess hve erfitt er að komast að vegna þrengsla í Garðabænum.

Hversvegna fer ekki fram kvennahlaup í Reykjavík eins og á öðrum stöðum í landinu? Laugardalurinn væri kjörin vettvangur til þess að taka á móti þeim fjölda Reykvískra kvenna sem vill taka þátt í hlaupinu.

Auk þess myndi dalurinn án efa geta líka boðið körlunum og börnum að njóta þess að dvelja í fjölskyldu og húsdýragarðinum eða í Laugadalslauginni á meðan á hlaupinu stæði. Þannig gæti fjölskyldan öll verið þátttakendur.

Nú verður hlaupið á 90 stöðum hérlendis og 20 stöðum erlendis en einhverra hluta vegna fær Reykjavíkurborg ekki leyfi til þess að standa fyrir slíkum viðburði þótt öll aðstaða sé fyrir hendi.

15 þúsund konur taka þátt nú  kvennahlaupinu en án efa myndi þeim fjölga til muna ef Reykjavíkurborg fengi leyfi til að halda úti slíku kvennahlaupi.

Hvet ÍSÍ til að halda slíkt kvennahlaup að ári í Reykjavíkurborg. Myndi án efa auka enn frekar hróður kvennahlaupsins og fá alla fjölskylduna til að taka þátt í heilsusamlegri útiveru.


mbl.is Kvennahlaup ÍSÍ hafið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Himmalingur

Sammála þér Anna! Hef mikið velt þessu fyrir mér og einnig hafa börnin spurt um þetta!

Himmalingur, 8.6.2008 kl. 03:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband